Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Réttast að taka af Norðmönnum réttinn að veita friðarverðlaun Nóbels

Komið hefur skýrt í ljós undanfarin ár, hversu pólitísk friðarverðlaun Nóbels eru orðin. Verðlaunin eru veitt af pólitískt skipaðri nefnd norska Stórþingsins og formaður Nóbelnefndarinnar er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins og fyrrum forsætisráðherra Noregs Thorbjörn Jagland. Verkamannaflokkurinn er hlynntur aðild að Evrópusambandinu í trássi við yfirgnæfandi meirihluta Norðmanna, sem í tvígang hafa fellt aðild að ESB og eru skv. síðustu skoðanakönnunum í Noregi milli 70-80% á móti inngöngu í ESB.

Strax eftir að friðarverðlaun ársins voru kynnt þustu Norðmenn til NEI við ESB samtakanna og gerðust meðlimir.

Bæði í Noregi og Svíþjóð hafa forystumenn friðarsamtaka látið í sér heyra og lýst yfir furðun sinn á því að veita einum stærsta vopnaútflytjenda í heimi friðarverðlaun Nóbels. Mörg núverandi og fyrrverandi stríða eru háð með vopnum framleiddum innan ESB. Meirihluti tíu stærstu vopnaútflutningsríkja heims eru meðlimir ESB.

Ekki bætir það úr skák, að Alfred Nóbel skrifaði í erfðaskrá sína, að verðlaunin ætti að veita þeirri persónu, sem (laus þýðing):

"mest hefur og á bestan hátt stuðlað að bræðralagi fólks og að leggja niður eða minnka herafla ásamt myndun og útbreiðslu friðarþinga."

Með þessi síðustu orð Alfred Nóbels í huga er algjörlega óskiljanlegt að veita verðlaunin til Evrópusambandsins, sem er stofnun og ekki nein einstök persóna. ESB er á barmi sundrungur og tónnin æ harkalegri við lausn mála. Þannig hótar varaforseti Evrópuþingsins Katalóníumönnum að sjálfstæðisviðleitni þeirra verði barin niður með valdi sem ekkert er annað en ávísun á innbyrðisstríð. Nazisminn vex enn á ný eins og dæmin frá götum Aþenu sýna, þar sem innflytjendur geta ekki lengur látið sjá sig án þess að eiga á hættu að verða lamdir eða teknir af lífi án dóms og laga. Í Portúgal og á Spáni eru mótmælendur slegnir blóðugir niður á götum úti.

Á sama tíma eykur friðsama Sviss herafla sinn með fjórum nýjum herdeildum til að undirbúa sig undir vaxandi óróleika, vegna evrukreppunnar. Hópurinn "FRAMTÍÐ EVRÓPU" undir leiðsögn Þýzkalands vill mynda eitt ríki til að Þýzkaland geti aftur byggt upp herafla og notað iðnað sinn till vopnaframleiðslu enn á ný. Til að ná þessu markmiði hefur reglum ESB verið breytt, þannig að neitunarvald verður tekið af þjóðum en meirihluti (eftir sérstökum reglum) ræður. Þannig losa Þjóðverjar sig við óþægilega Englendinga, sem eru allt annað en hressir með, að Þýzkalandi verði enn á ný gert kleyft að auka hermátt sinn, sem þeim var bannað samkvæmt skilmálum við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Framtíðarsýn þessa hóps fellur alveg að sambandsríkjahugmynd framkvæmdastjórnar ESB, sem endanlega vill leysa upp sjálfsákvörðunarrétt þjóða, sem aðild eiga að sambandinu. Framkvæmdastjórn ESB er að verða jafnvaldamikil og á sömu forsendum og konungar miðalda í Evrópu. Almenningur getur ekki sett þá af, þótt flestir vildu.

Friðarverðlaun Nóbels í ár eru álíka fáranleg og að veita hönnuðum TITANIC verðlaun fyrir frábært öryggi á meðan heimurinn allur horfir á skipið sökkva og reynir að bjarga þeim, sem bjargað verður, í yfirfulla lífbáta. Krata- og ESB-klíkan í Noregi notar nafn Alfred Nóbels til að auka ljóma hvers annars en erfðaskrá Nóbels sett í ruslatunnuna.

Tvííj!!!!!

Leggjum niður úthlutunarnefnd Nóbels í Noregi og finnum einhvern annan aðila, sem reiðubúinn er að sýna minningu Alfreð Nóbels lágmarks virðingu.

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Breyta ekki afstöðu Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga samninga um makrílinn við villugjarnt og ofstopafullt ESB

Pistill Jóns Kristjánssonar fiskifræðings - hér á Moggabloggi: Ekki semja um makrílinn! - er stórmerkur og sýnir okkur enn - nú með rökum fiskifræðinnar - að fráleitt er að stjórnvöld hér láti Evrópusambandið kúga sig til samninga um makrílveiðar. Jón segir að stofnmæling á makríl sé "tóm vitleysa" og ráðgjöfin hjá Alþjóða-hafrannsóknaráðinu (ICES) í samræmi við það.

Grein Jóns er ótrúlega spennandi lestur, og bezt er að menn lesi hana sjálfa, en auk fyrri raka okkar í málinu er nú alveg ljóst af máli hans, að stjórnvöldum hér ber nánast bein skylda til að slíta viðræðum við Evrópusambandið í þessu máli. Þá geta Brusselmenn setzt niður, gripið um höfuðið og reynt að hugsa málið upp á nýtt og nú út frá staðreyndum um það, hvar makríllinn heldur sig og leitar að fæðu, sem honum er ekki boðið upp á í lögsögðu ESB-ríkja.

JVJ.


mbl.is „Ekki semja um makrílinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-ríkin eru forstokkuð í friðunarstefnu sinni

Hnúfubaka, sem eru EKKI í útrýmingarhættu*, vilja Evrópusambandsríki banna með öllu að veiða við Grænland! Danmörk, ein ESB-ríkja, stóð með grænlenzkum frumbyggjum, sem vildu veiða 10 dýr!

  • Alþjóðahvalveiðiráðið hafnaði í dag tillögu um að heimila Grænlendingum að veiða 10 hnúfubaka árlega á grundvelli frumbyggjaveiða. Evrópusambandsríkin lögðust gegn tillögunni.Danmörk óskaði eftir því að hvalveiðiráðið heimilaði Grænlendingum að veiða hvali á grundvelli frumbyggjaveiða. Öll Evrópusambandsríkin utan Danmörku lögðust gegn tillögunni. Talsmaður ESB segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi um takmarkaðar veiðar. Eftir að sú tilraun mistókst og ákveðið var að bera tillöguna undir ráðið hefðu ESB-ríkin ákveðið að greiða atkvæði gegn tillögunni. (Mbl.is.) 

Þetta minnir á harkalega framgöngu Evrópusammbandsins í makrílmálinu. Ætla menn í alvöru að fá þessu stórveldi í hendur úrskurðarvald yfir hvalveiðum, selveiðum, hákarlaveiðum og fiskveiðum við Ísland -- og refaveiðum uppi á landi?!

 Hnúfubakar eru ekki í útrýmingarhættu við Ísland.

* Jón Már Halldórsson líffræðingur svaraði m.a. þannig á Vísindavefnum (HÉR) spurningunni: "Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?": 

  • "Talning [á hnúfubökum við Ísland] var fyrst framkvæmd [af Hafrannsóknastofnun] árið 1987 og þá reyndust vera um tvö þúsund hnúfubakar (Megaptera novaeangliae) á talningarsvæðinu. Árin 1995 og 2001 var fjöldinn um fjórtán þúsund einstaklingar. Að mati líffræðinga hefur árleg fjölgun hnúfubaka á tímabilinu frá 1986 til 2001 verið um 11,4% sem telst vera allnokkur fjölgun miðað við að hér er um stórt spendýr að ræða.
  • Hnúfubakur hefur verið friðaður síðan 1985. Nú telst stofninn alls ekki vera í útrýmingarhættu heldur gæti þolað sjálfbærar veiðar að mati Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun."

Ætla menn að fara eftir vísindunum eða einfaldlega eigin fordómum? ESB hefur gefið sitt svar! Og svar þess er knúið fram með valdi.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is ESB hafnar hvalveiðum Grænlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband