Ekki eiga sér stað eiginlegar samningaviðræður!

Úr ESB-skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands:

"Fram kemur í sérstökum leiðarvísi sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins gefur út, og af hálfu Evrópusambandsins hefur það verið ítrekað, að ekki eigi sér stað eiginlegar samningaviðræður. 

Varasamt sé að nota það orðalag vegna þess að það gefi til kynna að menn séu að semja um eitthvað. Viðræður við Evrópusambandið snúist ekki um að semja, heldur snúist þær um það með hvaða hætti umsóknarríkið ætli að aðlaga sig reglum sambandsins.
  • "Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið blekkjandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði og tímasetningar umsækjandans fyrir samþykki, innleiðingu og beitingu ESB-reglna – um það bil 100.000 blaðsíðna af þeim. Þessar reglur (einnig þekktar sem acquis, sem er franska og þýðir „það sem hefur verið samþykkt“) eru aftur á móti ekki umsemjanlegar [NOT NEGOTIABLE]. Fyrir umsækjendur snýst þetta einfaldlega um að samþykkja hvernig og hvenær þeir taki upp og innleiði reglur og málsmeðferðarreglur ESB. Hvað ESB varðar er mikilvægt að það fái tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar reglnanna hjá hverjum umsækjanda." (Úr opinberri yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB 27.7. 2011 – hér er hún:  http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Það hefur verið vita svo til frá upphafi að svona læi í þessu en sumt fólk er og vill ekki viðurkenna staðreindir og slá hausnum við steinin og virðast vera alveg sama um Íslenska hagsmuni og er það miður.

Jón Sveinsson, 23.3.2014 kl. 09:36

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók Sigurjón Egilsson útvarpsmann alveg í bakaríið í þætti þess síðarnefnda á Bylgjunni nú í morgun, í ESB-málinu og raunar fleiri málum eins og varðandi hans Kanadaferð.

Jón Valur Jensson, 23.3.2014 kl. 19:36

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Nytsamir sakleysingjar virðast trúa því, að Íslands bíði af einhverjum ástæðum sérmeðhöndlun, af því að ESB sækist eftir okkur.  Svo er alls ekki, valdamikil aðildarríki eru ekki á þeim buxunum að finna "sérlausnir" fyrir Ísland, t.d. Frakkland.  Það er fullreynt.  Allt árið 2011 og ár drekans rembdist Össur, eins og rjúpan við staurinn, við þetta án árangurs.  Það, sem Össuri tókst ekki, er ekki unnt að ætlast til af Gunnari Braga né öðrum.  Össur kostaði öllu til og gafst upp, en neitar að viðurkenna það.  Það er ómerkilegt af honum og Þorsteini Pálssyni.

Bjarni Jónsson, 23.3.2014 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband