Færsluflokkur: Samgöngur

Raunsætt mat: ESB og evran eru hér ekki á dagskrá!

Jafnvel Benedikt Jóhannesson viður­kennir á Kjarnanum, að það sé "ekki pólit­ískt ger­legt að ganga í Evrópu­sambandið og taka upp evru". Fylgi ESB-flokka er hverf­andi; því er þetta raun­sætt mat. En hann segir að "alþekkt sé að hann hafi þá skoðun að Íslandi yrði best borgið með því að ganga í Evrópu­sambandið og taka upp evru. Hinn pólitíski raun­veruleiki sé þó sá að það er ekki gerlegt sem stendur."

Eins gott að menn viðurkenni staðreyndir, en svíkist samt ekki aftan að þjóð­inni undir lok kjörtíma­bilsins, ef þessi veika stjórn, sem lafir á einum þingmanni, lifir svo lengi.

Svo lítils trausts nýtur þessi þriggja flokka ríkisstjórnar­samvinna, að lægðin í fylgi er orðin þvílík, að stjórnmálafræði-prófessorinn Ólafur Þ. Harðarson kveður upp úr um, að þess séu „engin dæmi um að ríkisstjórn sé komin niður í þriðjungs fylgi eftir hálft ár"!

Í nýjustu skoðanakönnun MMR mælist ríkisstjórnin með 30,3% fylgi. Og þar er fylgið einmitt einna lélegast í ESB-flokkunum Viðreisn með 5,5% og Bjartri framtíð sem á sér naumast bjarta framtíð með sín 2,9%. Samt þykist Óttarr Proppé enn geta talað eins og hann hafi umboð þjóðarinnar, þegar hann þennan nýliðna sunnudag boðar lokun Reykja­víkur­flugvallar, þrátt fyrir yfirgnæfandi fylgi bæði þjóðarinnar og höfuð­borgar­búa við að flug­völl­urinn verði hér til frambúðar. Hve blindir geta menn orðið á valdastóli?

Jón Valur Jensson.


Ekki þurftum við á Evrópusambandinu að halda til að fá allan þennan fjölda ferðamanna

Árið 2012 fjölgaði ferðamönnum hingað um 20%, árið 2013 um 21%, fyrra um 24%, en eft­ir fyrstu 10 mán. þessa árs­ins er aukn­ingin 30% milli ára, var 1.109.000 manns (855 þús. á sama tíma­bili í fyrra).

Ekki hefði þetta gerzt í þvílíkum mæli, ef við hefðum verið í Evrópusambandinu, þegar bankakreppan reið yfir. Við hefðum lent í sömu súpunni og Írar, sem búa við talsvert atvinnuleysi og miklu rýrari hagvöxt en við, enda þrælbundnir evrunni, sem gaf þeim engan sveigjanleika til að taka áfallinu 2008.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ferðamannafjöldinn umfram allar spár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband