Færsluflokkur: Fjármál

Fredrik Reinfeldt velur íslensku leiðina: engar greiðslur frá sænskum skattgreiðendum til ósjálfbjarga evrubanka

Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar var í boði Francois Hollande forseta Frakklands í opinberri heimsókn í Frakklandi mánudaginn 1. október.

Í ræðu Frakklandsforseta, Francois Hollande, kom fram, að Svíþjóð er fyrirmynd annarra ríkja Evrópusambandsins í baráttunni við kreppuna, vegna aukinna atvinnuskapandi fjárfestinga í samgöngumálum m.a. á vegum og járnbrautarleiðum. 

Nýlega lagði ríkisstjórn Fredrik Reinfeldts fram fjárlög, þar sem gert er ráð fyrir að auka hæfni fyrirtækja til að mæta harðnandi samkeppni vegna kreppunnar með því að lækka skatta fyrirtækja úr 26,3 % niður í 22 %. Samtímis eru vinnuskapandi fjárfestingar stórauknar sér í lagi fyrir atvinnulaus ungmenni.

Ríkisstjórn Fredriks Reinfeldts hefur lækkað ríkisskuld Svíþjóðar frá ca 80% af þjóðarframleiðslu árið 1995 niður í ca. 40% árið 2011. Samtímis þessu hafa launþegar landsins fengið miklar kjarabætur með lækkun launaskatta mótsvarandi skattfrjálsum þrettánda mánuðinum ofan á umsamin laun í fimm áföngum á jafn mörgum árum.

Það er alfarið rangt hjá talsmönnum íslensku ríkisstjórnarinnar, einkum Samfylkingarmönnum, sem halda því fram að ekkert land innan ESB geri öðru vísi en að hækka skatta og skera niður þjónustu eins og ríkisstjórn Íslands hefur gert og áætlar að gera.

Frakklandsforseti Francois Hollande hrósaði Svíþjóð mjög í ræðu sinni en vegna andstöðu Svíþjóðar við myndun bankabandalags og greiðslum úr ríkissjóði til styrktar ósjálfbjarga bönkum á evrusvæðinu, vonaðist Hollande engu að síður, "að Svíþjóð myndi breyta afstöðu sinni og taka þátt björgunaraðgerðum ESB."

Fredrik Reinfeldt sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að kvöldi mánudags 1. október, að "Svíþjóð muni ekki nota fé skattreiðenda til að borga ósjálfbjarga bönkum á evrusvæðinu." Hann sagði einnig,  "að Svíþjóð væri ekki hlynnt myndun bankabandalags." /gs


Ísland þarfnast Frosta Sigurjónssonar á Alþingi

Núna er skýringin komin á kjördæmishrókleik Framsóknarflokksins með flutning formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í annað kjördæmi.

Frosti Sigurjónsson er mættur til leiks. 

Það er fagnaðarefni að menn eins og Frosti Sigurjónsson gefa kost á sér í stjórnmálin og Framsóknarflokknum er töluverður fengur af góðum dreng sem Frosta.

Frosti Sigurjónsson er kunnur landsmönnum eftir vasklega framgöngu í baráttu þjóðarinnar fyrir hagsmunum sínum meðal annars í Icesave. Að undanförnu hefur Frosti Sigurjónsson verið ötull talsmaður betra peningakerfis á Íslandi og mun þeirri hreyfingu vera mikill fengur af Frosta á þing, þar sem þar fer maður, sem kann peningamálin og fjármálakerfið. 

Ég óska Framsóknarflokknum innilega til hamingju með þennan liðsstyrk og þér Frosti óska ég alls góðs gengis á komandi Alþingi. 

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Frosti vill leiða Framsókn í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru allir, sem nota evruna svona slæmir?

Afsakanir Yves-Thibault de Silguy, eins af hugmyndasmiðum evrunnar, um að skuldakreppan sé ekki evrunni að kenna, heldur "væru það aðildarþjóðir ESB sem bæru ábyrgð á stöðu mála í dag, því þær hefðu ekki staðið við skuldbindingar sínar og ekki virt ákvæði Maastricht-sáttmálans um skuldasöfnun og jafnvægi í ríkisfjármálum" eru allt annað en sannfærandi. 

Ef að nú ekkert er að evrunni en allt að hjá þeim, sem nota hana, hvers vegna ættu Íslendingar ein þjóða í Evrópu að vera svo miklu betri en allir aðrir, sem lofað hafa að fylgja Maastricht en svikið? Ef enginn, sem tekur upp evru getur staðið sig í efnahagsmálum, hvaða kraftaverkaformúlu hefur litla landið í norðri, sem bjargar landinu frá efnahagskreppu, ef evran verður tekin upp sem gjaldmiðill?

Þessi röksemdafærsla minnir allþyrmilega á sönginn um nýju föt keisarans, þegar sannleikurinn er sá að hann er nakinn. Þannig er evran orðin: berstrípuð misheppnuð pólitísk gjaldmiðlatilraun, sem ekki getur gengið hjá svo ólíkum þjóðfélögum sem ekki deila sama efnahagskerfi, tungumáli, framleiðslustigi né samkeppnishæfni.

Margir bentu á við byrjun tilraunarinnar, að þetta gæti ekki gengið. Þess vegna er það bara hjákátlegt að horfa á "mikilmenni" evrunnar berja hausnum í steininn í afneitun staðreynda um útkomu tilraunarinnar. Till þess þarf vissa hæfileika umfram venjulegan ellihrumleika og því miður er fréttin hryggileg, þegar Yves-Thibault de Silguy blaðrar og dreifir áróðri um ágæti evrunnar eins og hann og Össur Skarphéðinsson lifðu báðir í Undralandi, þar sem ekkert af því sem þeir gera hafa nein áhrif á líf venjulegs fólks.

Ágæti evrunnar hefur náttúrulega sannast á áberandi hátt í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal. Ef að evrukratarnir segja það, þá hljóta vextirnir að hafa lækkað, löndin fengið aðgang að stærri fjármagnsmarkaði, aukinn langþráðan efnahagslegan stöðuleika, lægra verð og verðbólgu. Eða hvað?

Verst hvað venjulegt fólk í Evrópu er farið að æsa sig með svona góða evru. 

Næsta skref hjá ESB verður sjálfsagt að byggja Kleppsspítala út um alla álfuna fyrir allan þennan vitlausa lýð. /gs


mbl.is Evran notuð sem blóraböggull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruslabréfakaup á kostnað fólksins. Ekki íslenska leiðin, þótt Má sé borgað fyrir að segja það.

Formaður Framsóknarflokksins er mætur maður með auga fyrir sameiginlegum fjármunum þjóðarinnar. Spurning hans um markaðsmisnotkun vegna umræðna um doðrant Seðlabankans uppá einar 600 síður (sic!) hittir beint í mark.

Nákvæmlega sami leikur er leikinn av evrubönkum og var gerður af íslenskum bönkum á dögunum fyrir hrun. Núna leikur Seðlabanki Evrópu ljóta leikinn og dælir inn góðum peningum á eftir ónýtum og þykist ætla að "bjarga" vaxtakjörum evrunnar. Peningar Seðlabankans styðjast við skattstofn evrulandanna og þótt það virðist stórt er útkoman afskaplega lítilmennskuleg: sífellt fleiri evruríki þurfa að fara á hnjánum til Brussel og biðja um "neyðaraðstoð". Að endingu mun ekki einu sinni Seðlabankinn geta staðið á móti lækkun evrunnar og hærri vöxtum og heila evrukerfið hrynur. 

Eina leiðin til að stöðva þessa vitleysu er að fylgja ráðum fyrri Seðlabankastjóra á Íslandi, núverandi ritstjóra Morgunblaðsins Davíðs Oddssonar. Han markaði í frægu kastljósarviðtali, þá stefnu, sem sýnt hefur í verki að vera eina alvöru peningastefnan fyrir almannahag: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. 

Það er síðan umhugsunarefni út af fyrir sig, að sósíalistaklíka samfylkingarinnar og vinstri grænna, er alblind af fagnaðarerindi Barosso og hans sósíalistaklíku í alræðisríki ESB, um að evran sé töfralausn alls efnahagslífsins.

Þrátt fyrir alla neyðarfundina. Þrátt fyrir allar árásirnar á lífskjör almennings. Þrátt fyrir allar skattahækkanir. Þrátt fyrir allt atvinnuleysið. Þrátt fyrir vöxt nýnazista. Þrátt fyrir......

En hvaða máli skiptir það? Fólkið?

Akkúrat engu máli á meðan krataklíkan getur sogið út sín laun og lifað fínu lífi sjálf.

gs 


mbl.is „Er þetta ekki markaðsmisnotkun?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reglugerðir ESB skapa óhjákvæmilega næsta hrun

daniel hannan 140 small

 

Daniel Hannan

er blaðamaður og rithöfundur og hefur verið þingmaður Íhaldsflokksins í Bretlandi fyrir Suðaustur England síðan 1999. Hann talar frönsku og spönsku og elskar Evrópu en trúir því, að Evrópusambandið geri sjálfstæðar þjóðir fátækari, ólýðræðislegri og minna frjálsar.

Í nýjasta pistli sínum í The Telegraph skrifar Daniel Hannan (tilvitnanir í lausri þýðingu), að Evrópusambandið geri næsta hrun óhjákvæmilegt með reglugerðum sínum.

"Evrópuþingið er komið í fullt starf aftur og heldur áfram eins og ekkert bjáti á fyrir utan veggi þess. José Manuel Durao Barroso kallar eftir samruna ríkja og nýju skipulagi í heiminum. Þingmenn setja reglur fyrir einkarekin fyrirtæki, án þess að skilja hvernig þau starfa.

Meginviðfangsefni þeirra á tímabilinu er fjármagnsgeirinn, sem þeir upplifa bæði sem óskiljanlegan og hræðilegan. Engum ætti því að koma á óvart, að tillögur þeirra muni flæma á brott fjármálaviðskiptin í heild út úr ESB og sér í lagi London. Það sem ætti að koma á óvart er, að þeir auka samtímis líkurnar á nýju bankahruni.

Gjaldþrot banka er ekki dæmi um, að kapítalisminn sé hruninn. Þvert á móti sýna þau, að kapítalisminn virkar. Markaðir byggja á því að illa rekin fyrirtæki hverfi af braut og gefa rými fyrir nýja keppinauta; það er þetta ferli, sem drífur áfram hagvöxt og bætir lífskjörin. Það hefur gefið okkur efnislega velmegun, sem langafar okkar gátu ekki einu sinni ímyndað sér að væri til.

Afstaða ESB til fjármálaþjónustunnar byggir á því að fyrirbyggja gjaldþrot. Sérhver tillaga – allt frá kröfum um eigiðfjármagn til utanaðkomandi eftirlits – er hönnuð fyrir kerfi, þar sem bankar fara ekki í gjaldþrot.

Raunverulega ætti markmið okkar að vera að hafa fyrirkomuleg, þar sem bankar geta farið á hausinn án þess að það hafi stórskaðleg áhrif; fjölbreytilegan markað með þúsundum birgja, sem keppa hver við annan og gjaldþrot eins verður tækifæri fyrir duglegri keppinaut, sem tekur yfir reksturinn og býður betri þjónustu."

Daniel Hannan víkur málinu að fjármálafyrirtækjum Bretlands og bendir á, að um ein miljón manns vinna hjá þeim og um helmingur þeirra hjá fyrirtækjum með færri en 200 starfsmenn:

"Minni fyrirtækjunum er stjórnað af eigendum, sem ekki þarf að minna á hvað traustur rekstur er, – að lenda í gjaldþroti þýðir að öllu er glatað. Samt sem áður er þeim gert að eyða sífellt meiri tíma til að fást við reglur Bretlands og ESB, sem ekki eru settar til að leysa nein sérstök vandamál heldur frekar til að láta líta út að verið sé að gera eitthvað. Leiðarvísir Fjármálaeftirlistins fyrir reglurnar er í dag upp á 10,500 blaðsíður."

Daniel Hannan meinar, að fáir lesi pappírana, sem séu sendir fjárfestum og skapi falska tilfinningu um öryggi fjárfestinga.

"Stjórnir stórra franskra banka eru fullar af fyrrum ríkisstarfsmönnum. Fjórir risabankar ráða núna yfir 85% af franska markaðinum. Í stórum hluta álfunnar og einnig núna í Bretlandi eru stórir bankar reknir eins og hálfþjóðnýtt fyrirtæki. Eins og öll þjóðnýtt fyrirtæki ganga þau út frá því sem vísu, að skattgreiðendur verði látnir borga, ef hlutirnir fara illa."

Daniel Hannan bendir á, að reglur ESB auki í vaxandi mæli á bankavandann innan ESB og bendir í lok greinar sinnar á að eftir að Brasílíumenn breyttu bankalöggjöf í þá veru, að stjórnendur voru gerðir persónulega ábyrgir á störfum sínum, hafa vandamálin snarminnkað þar.

"Því miður fer ESB í þveröfuga átt, sleppir fram bæði dýrum og ónýtum reglum, eyðileggur fyrir minni fyrirtækjum, ýtir undir samruna og byggir múra kringum greinina. Með öðrum orðum, þá er það Brussel sjálft, sem hefur skapað fyrirbærið "of stór til að fara á hausinn", sem er rótin að öllum vandanum."

gs 


mbl.is Fá meiri tíma en ekki meiri peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hnjánum til Brussel

Ríkisstjórnin verður seint ásökuð um að liggja á lötu hliðinni í eina stefnumáli sínu að troða Íslandi gegn vilja mikils meirihluta landsmanna inn í Evrópusambandið. Allur sá tími og kostnaður, sem kratakljúfar íslensks samfélags leggja í þessa fyrirfram vonlausu ferð, mundi nýtast landsmönnum mun betur til eigin sparnaðar, styrkingu heimila og uppbyggingu atvinnulífs eftir stærstu fjármálaárás í sögu landsins. En í staðinn leggjast þeir fjármunir til allra hinna, sem brenndir eru á báli atvinnuleysis, lélegrar þjónustu hins opinbera við ellilífeyrisþega, sjúka, börnin í skólum og á dagheimilum. Og áfram stækkar skuld ríkisins og er nú komin á það stig að í alvöru má ræða hrun 2.0, ef skútunni verður ekki tafarlaust snúið frá Samspillingarstefnu ríkisstjórnarinnar.

Og allur er þessi skaði til þess eins að þjóna markmiðum ráðandi krata að krækja í feitu pulsubitana í Brussel. Það er eftir heilmiklu að slægjast, þegar mánaðarlaun þingmanna Evrópuþingsins slagar hátt í tíu miljónir krónur, laun starfsmanna allt að 4 miljónum krónum og fólk í leiðandi stöðum með hærri laun en sjálfur Bandaríkjaforseti. Og enginn þarf að borga skatta, því þessir u.þ.b. 50 þús starfsmenn ESB eru svo uppteknir af þýðingarmiklum störfum og eiífum fundahöldum, af því að þeir eru að bjarga aðildarríkjunum frá vandamálunum, sem ESB sjálft og evran hefur komið þeim í.

Sósíaldemókratar sambandsríkja og evrusvæðis hafa verið minst sagt duglegir við að leggja álfuna í rúst og flokksbræður þeirra á Íslandi horfa öfundaraugum á árangurinn. Ekki nóg með að búið er að pína upp hærra atvinnuleysi en þekkst hefur í lengri tíma, hleypa inn þríeyki í stað lýðræðis, skera niður venjulega þjónustu sjúkrahúsa og skóla og skapa þannig upplausnarástand og gjaldfellingu siðmenntaðs samfélags, að nýir nazistar þramma að næturlagi um stræti sjálfrar vöggu lýðræðisins, þá er einnig verið að afnema það sem eftir er af fjárhagslegu sjálfstæði þjóða á færibandi með endalausum nýjum tilskipunum eins og t.d. um yfirstjórn bankamála evrusvæðisins. Þar er helsta umræða toppanna, hvort nauðsynlegt sé að taka yfirráðin af öllum 6000 bönkum ESB eða hvort það dugi ekki bara að taka yfir 200 stærstu bankanna, sem ráða 90% fjármagnsins.

Þjóðverjar vilja stjórna öllu ESB og setja skilyrði um sífellt meiri völd sér til handa "af því að þeir leggja hvort eð er svo mikið í púkkið." Hvort svo sem ný bankastjórn hrynjandi evru eða nýjar, hispurslausari tillögur sem eru á leiðinni og segja hreint út að þjóðirnar verði endanlega að kasta fullveldi sínu í hendur Framkvæmdastjórnarinnar, þá er stóra spurningin á meginlandinu, hvort algjör upplausn brýst út áður en Þjóðverjar, Framkvæmdastjórnin og handfylli ríkja mynda saman 4. ríkið til að beygja undir sig það sem eftir verður.

Hvað Ísland varðar er ekkert að marka þá pappíra sem á utanríkisráðuneytismáli kallast "samningsafstaðan í peningamálum". Það er sama blaðrið og einkennir tal ríkisstjórnarinnar um lausnir, sem eiga að falla frá himnum ofan í framtíðinni. Á meðan raunveruleikinn er sá, að ríkissjóður sligast með yfir ársframleiðslu landsins í skuldir, sem aukast dag frá degi, landið býr við gjaldeyrishöft og atvinnuleysi sem náð hefur fótfestu, er skútunni stýrt í hrun 2.0. Allt tal um "hyggist uppfylla", "mun taka", "áætlar að" "hyggst taka", "gert ráð fyrir", "stefnt er að", "núverandi spár", "gefa til kynna", "verði náð" er í besta falli hægt að nota sem skreytingu á pappír, sem venjulega er notaður annars staðar en í nánd við þann stað, þar sem heilinn er venjulega. Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrðin og allt orðagjálfrið fær í engu breytt þeirri staðreynd.

Eini boðskapur "samningsafstöðu í peningamálum" er enn á ný endurtekin viljayfirlýsing um að fá að ganga inn í ESB-klúbbinn. Virðast allir "samningar" ríkisstjórnarinnar við ESB vera eitt allsherjarbænakall á hnjánum til að fá að vera með.

Var það þess vegna, sem lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944, svo að fáeinir stjórnmálaskussar gætu tæpum 70 árum síðar selt landið fyrir fáeina stóla við hliðina á "stóru strákunum" í Brussel? 

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Samningsafstaðan í peningamálum birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lausn ESB er langdregin kæfing - reyna að ná andanum með plastpoka yfir höfuðið

Mörgum finnst betra að deyja fljótt og kvalalaust en að sjálfsmorð sé framið í löngu og sársaukafullu dauðastríði. Það er samt áður lausnin, sem Seðlabanki Evrópu tekur til og núna veldur deilum hjá "leiðtogum" ESB.

Í dag fá lönd eins og Þýzkaland, Frakkland, Finnland og Danmörk borgað fyrir að taka lán. Þá er ekki um að ræða, að vextirnir séu lægri en verðbólgan heldur er það tryggt, að verðgildi peninganna minnkar. Seðlabanki Danmörku tekur 0,2 % fyrir innsetningu peninga frá bönkum og hjá SE eru mótsvarandi vextir 0%.

Mínusvextir er algjörlega óhugsandi í peningakerfi dagsins, þar sem allt gengur út á að framleiða peninga sem skuldir og rukka inn vexti fyrir. Ástandið sýnir, að allt peningakerfið er komið að allsherjar hruni, þegar ekki er hægt að borga vexti lengur heldur snýst dæmið við og peningarnir missa gildi sitt. Þar með er sá trúnaður sem kerfið byggir á fokinn í veður og vind. Financial Times talar um, að mínusvextir séu fyrirboðinn um endalok alls bankageirans á vesturlöndum. Það er náttúrulega í engu samræmi við lofsöng Maríó Draghi og annarra samstarfsmanna hans í ESB um bankakerfið og "óafturkræfa" evru, sem þeir reyna að telja íbúum ESB trú um að gera verði allt till að bjarga. Á sama tíma verða ríkisskuldabréf, sem áður voru álitin örugg fjárfesting, að áhættuspili, þar sem peningarnir hverfa.

Ef að sá sparsami á að vera mjög ánægður, ef honum tekst að fá peninginn sinn aftur frá bankanum, þá verður rúmdýnan og sparibaukurinn mun betri valkostir fyrir geymslu peninga en bankinn. Endalaus umstöflun peningaskulda banka yfir á ríkin og skattgreiðendur þeirra lengir dauðastríð kerfisins, þar sem gjaldþrota bönkum er haldið á floti einungis til að viðhalda gervimynd yfir gjaldþrota kerfi. Þetta er álíka gáfuleg lausn og að binda plastpoka yfir höfuðið til að fá aukið súrefni. Þörf bankanna á stærri skuldabólu til að fá meiri vaxtatekjur er ekki hægt að mæta lengur, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir til skuldasölu til fárra ríkja sem enn njóta lánstrausts. Það eina sem er eftir er gjaldfelling evrunnar og óðaverðbólga aðallega í suður Evrópu.

Kaup SE á ríkisskuldabréfum skuldsettra ríkja evrusvæðisins mun einungis framlengja dauðastríðið með enn frekari hörmungum fyrir íbúa ríkjanna en verið hefur. Fyrr eða síðar munu peningarnir lækka svo mikið, að tímabil Þjóðverja fyrir stríð, þegar fullar hjólbörur með mynt þurfti til að kaupa eitt brauð, gæti endurtekið sig.

Sem betur fer eru ýmsir stjórnmálamenn farnir að opna augun og neita að taka þátt í þessum hildarleik. Það á jafnt við um björgun evrunnar sem og alræðisstefnu Þjóðverja yfir Evrópu og sköpun 4. ríkisins. /gs 

 


mbl.is Schäuble varar skuldsett evruríki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing Draghis eintómt bull

Þannig hefst blaðagrein Andreas Cervenka í Sænska Dagblaðinu í gær, þar sem hann býður lesendum blaðsins velkomna til Evrópu 2.0.

Teknókratjúnta ESB hefur skapað sjálfri sér verkefnið að bjarga evrunni. Tal Draghis um að ekki verði horfið frá evrunni er bull, þar sem það voru stjórnmálamenn sem tóku þá ákvörðun að taka upp hina sameiginulegu mynt og þess vegna er það stjórnmálaleg ákvörðun að leggja hana niður.

Cevenka er ekki náðugur í skrifum sínum og bendir á að orðin komi frá óvöldum búrókrata í SE á meðan Grikklandi og Ítalíu er stjórnað af skipuðum ríkisstjórnum tæknikrata og í Frankfúrt sitja búrókratar, sem leggja upp stefnuna að mestu leyti sjálfir. Ætlast er til að almenningur fylgi þægur á eftir.

"Þeir hugsa kannski, að gjaldið fyrir óskerta eiginfjárstöðu bankanna sé að nauðga þúsund ára gömlum lýðræðishefðum."

Eins og af hreinni tilviljun vill annar Maríó, þ.e.a.s. Monti forsætisráðherra Ítalíu, binda lýðræðislega valda fulltrúa annarra ríkja með þagnarskyldu, sem hindrar þá frá því að segja það, sem þeim finnst sjálfum. Seðlabankastjórinn Marío Draghi er að reyna að róa taugaveiklaða fjármálamarkaði sem fyrir löngu eru byrjaðir að undirbúa sig undir það, sem SE-bankastjórinn segir að aldrei geti gerst: Evran springur.

"Að kaupa ríkisskuldabréf leysir ekki aðalvandann, þ.e.a.s. þann grundvallarmismuninn sem ríkir í samkeppnisstöðu landa í suður og norður Evrópu. Áætlun Draghi & Co er að suðurríkin afhendi öll völd til Brussel og taki á sig ómanneskjulegan niðurskurð."

"Þess vegna er það alls ekki ólíklegt, að íbúar bæði norðurs og suðurs nái þeim stað að byrja velta því fyrir sér, að lífið er kannski miklu betra án evrunnar þrátt fyrir allt. Og meðfæddan hæfileika mannskepnunnar að hugsa frjálst getur ekki einu sinni valdamesti búrókrati heimsins drepið í dróma.

SEM BETUR FER!

/gs 


mbl.is Stórskotaárás á hendur skuldakreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teknókratinn Maríó Monti vill banna frjálsa, opinbera umræðu innan ESB

Teknókratinn Maríó Monti er búinn að finna lausnina á evru-, skulda-, stjórnmála- og þjóðfélagskreppu ESB:

Banna stjórnmálamönnum að tala um evruvandann.

Þessar hugmyndir hafa heyrst áður en Monti vill, að stjórnmálamönnum verði fyrirskipað, hvað leyfilegt er að segja á opinberum vettvangi. Í ræðu í Fiesoli á Ítalíu líkti Monti evrunni við "kórónu" á dómkirkjunni og óttast að umræðustíllinn á evrusvæðinu eyðileggi alla bygginguna.

" Við verðum ef til vill að ræða í Evrópuráðinu, hvort það sé ekki tímabært að koma með reglur um opinberar yfirlýsingar þeirra, sem vilja láta kalla sig leiðtoga í Evrópu."

Monti lagði til, að stjórnmálamönnum yrðu lagðar sérstakar reglur um, hvað má segja og ekki segja, svo hægt sé að bjarga evrusvæðinu.

Monti er ekki sá fyrsti, sem telur að þessi leið geti bjargað evrusvæðinu. Þegar þýzki stjórnmálamaðurinn Alexander Dobrindt lýsti þeirri persónulegri skoðun sinni, að Grikkland yfirgæfi evrusvæðið þegar árið 2013, reiddist Angela Merkel og lýsti því yfir, að þýskir stjórnmálamenn mættu ekki tala þannig, að möguleikar ykjust á  Grikkland færi. 

Allar götur frá stofnun ESB og upptöku evrunnar hafa ráðamenn ESB í Brussel blásið á þá, sem bent hafa á að evran er stjórnmálaverkefni en ekki efnahagslegt og þess vegna dæmt að mistakast. Einnig hafa þeir, sem bent hafa á, að hugmyndin um bandaríki Evrópu getur ekki gengið upp vegna gjörólíkra aðstæðna í Evrópu samanborið  við USA. Ráðamenn ESB hafa úrskurðað allt tal af þessu tagi sem "andevrópskan áróður" og sakað alla, sem ekki hafa trúað á verkefnið um að vera óvinir fólksins í ESB.

Á meðan ESB brennur, evrusvæðið liðast sundur og þjóðfélagsleg átök magnast um álfuna alla, ætla teknókratarnir að banda vandamálunum frá sér með því að banna opinbera umræðu um þau. Einungis má flytja hallelújaræður um ágæti evrunnar og ESB.

Hvað er langt síðan svona hugmyndir réðu ríkjum í Evrópu? Vill einhver fá þá ógnaröld aftur? /gs 


Enginn meiri frestur til Grikklands. Fá lán til grískra og írskra smáfyrirtækja.

Michael Fuchs formaður þingflokks Kristilega demókrataflokks Angelu Merkels sagði í viðtali við BBC, að Grikklandi verði ekki gefinn frekari frestur til aðlögunar að kröfum þríeykisins: AGS, ESB og SE: "Við höfum þegar veitt miklu meiri frest en gert var ráð fyrir í upphafi." Fuchs gaf í skyn, að "allir séu nú undirbúnir" fyrir að Grikkland yfirgefu evrusvæðið. Hann bætti því við, að kanslari Þýzkalands Angela Merkel væri sammála þessu.

Irish Time skrifar um það í vikunni, að grískir bankar séu verstir innan evrusvæðisins að lána út fé til smáfyrirtækja. Þétt á eftir koma írskir bankar samkvæmt nýrri skýrslu Seðlabanka Írlands, sem bankasamtök á Írlandi hafa mótmælt. Írsk smáfyrirtæki eiga helmingi oftar á hættu að fá neitun láns en gengur innan evrusvæðisins (sjá frétt hér fyrir neðan). Eitt af hverjum fjórum fyrirtækjum er neitað um lán á Írlandi í samburði við eitt af 28 í Þýzkalandi. Útlán dragast saman jafnt og þétt í takt með að evrukreppan dýpkar./gs


mbl.is Grikkir vilja meira „andrými“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband