Af hverju eru allir, sem nota evruna svona slæmir?

Afsakanir Yves-Thibault de Silguy, eins af hugmyndasmiðum evrunnar, um að skuldakreppan sé ekki evrunni að kenna, heldur "væru það aðildarþjóðir ESB sem bæru ábyrgð á stöðu mála í dag, því þær hefðu ekki staðið við skuldbindingar sínar og ekki virt ákvæði Maastricht-sáttmálans um skuldasöfnun og jafnvægi í ríkisfjármálum" eru allt annað en sannfærandi. 

Ef að nú ekkert er að evrunni en allt að hjá þeim, sem nota hana, hvers vegna ættu Íslendingar ein þjóða í Evrópu að vera svo miklu betri en allir aðrir, sem lofað hafa að fylgja Maastricht en svikið? Ef enginn, sem tekur upp evru getur staðið sig í efnahagsmálum, hvaða kraftaverkaformúlu hefur litla landið í norðri, sem bjargar landinu frá efnahagskreppu, ef evran verður tekin upp sem gjaldmiðill?

Þessi röksemdafærsla minnir allþyrmilega á sönginn um nýju föt keisarans, þegar sannleikurinn er sá að hann er nakinn. Þannig er evran orðin: berstrípuð misheppnuð pólitísk gjaldmiðlatilraun, sem ekki getur gengið hjá svo ólíkum þjóðfélögum sem ekki deila sama efnahagskerfi, tungumáli, framleiðslustigi né samkeppnishæfni.

Margir bentu á við byrjun tilraunarinnar, að þetta gæti ekki gengið. Þess vegna er það bara hjákátlegt að horfa á "mikilmenni" evrunnar berja hausnum í steininn í afneitun staðreynda um útkomu tilraunarinnar. Till þess þarf vissa hæfileika umfram venjulegan ellihrumleika og því miður er fréttin hryggileg, þegar Yves-Thibault de Silguy blaðrar og dreifir áróðri um ágæti evrunnar eins og hann og Össur Skarphéðinsson lifðu báðir í Undralandi, þar sem ekkert af því sem þeir gera hafa nein áhrif á líf venjulegs fólks.

Ágæti evrunnar hefur náttúrulega sannast á áberandi hátt í Grikklandi, Írlandi, Spáni, Ítalíu og Portúgal. Ef að evrukratarnir segja það, þá hljóta vextirnir að hafa lækkað, löndin fengið aðgang að stærri fjármagnsmarkaði, aukinn langþráðan efnahagslegan stöðuleika, lægra verð og verðbólgu. Eða hvað?

Verst hvað venjulegt fólk í Evrópu er farið að æsa sig með svona góða evru. 

Næsta skref hjá ESB verður sjálfsagt að byggja Kleppsspítala út um alla álfuna fyrir allan þennan vitlausa lýð. /gs


mbl.is Evran notuð sem blóraböggull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband