Lausn ESB er langdregin kæfing - reyna að ná andanum með plastpoka yfir höfuðið

Mörgum finnst betra að deyja fljótt og kvalalaust en að sjálfsmorð sé framið í löngu og sársaukafullu dauðastríði. Það er samt áður lausnin, sem Seðlabanki Evrópu tekur til og núna veldur deilum hjá "leiðtogum" ESB.

Í dag fá lönd eins og Þýzkaland, Frakkland, Finnland og Danmörk borgað fyrir að taka lán. Þá er ekki um að ræða, að vextirnir séu lægri en verðbólgan heldur er það tryggt, að verðgildi peninganna minnkar. Seðlabanki Danmörku tekur 0,2 % fyrir innsetningu peninga frá bönkum og hjá SE eru mótsvarandi vextir 0%.

Mínusvextir er algjörlega óhugsandi í peningakerfi dagsins, þar sem allt gengur út á að framleiða peninga sem skuldir og rukka inn vexti fyrir. Ástandið sýnir, að allt peningakerfið er komið að allsherjar hruni, þegar ekki er hægt að borga vexti lengur heldur snýst dæmið við og peningarnir missa gildi sitt. Þar með er sá trúnaður sem kerfið byggir á fokinn í veður og vind. Financial Times talar um, að mínusvextir séu fyrirboðinn um endalok alls bankageirans á vesturlöndum. Það er náttúrulega í engu samræmi við lofsöng Maríó Draghi og annarra samstarfsmanna hans í ESB um bankakerfið og "óafturkræfa" evru, sem þeir reyna að telja íbúum ESB trú um að gera verði allt till að bjarga. Á sama tíma verða ríkisskuldabréf, sem áður voru álitin örugg fjárfesting, að áhættuspili, þar sem peningarnir hverfa.

Ef að sá sparsami á að vera mjög ánægður, ef honum tekst að fá peninginn sinn aftur frá bankanum, þá verður rúmdýnan og sparibaukurinn mun betri valkostir fyrir geymslu peninga en bankinn. Endalaus umstöflun peningaskulda banka yfir á ríkin og skattgreiðendur þeirra lengir dauðastríð kerfisins, þar sem gjaldþrota bönkum er haldið á floti einungis til að viðhalda gervimynd yfir gjaldþrota kerfi. Þetta er álíka gáfuleg lausn og að binda plastpoka yfir höfuðið til að fá aukið súrefni. Þörf bankanna á stærri skuldabólu til að fá meiri vaxtatekjur er ekki hægt að mæta lengur, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir til skuldasölu til fárra ríkja sem enn njóta lánstrausts. Það eina sem er eftir er gjaldfelling evrunnar og óðaverðbólga aðallega í suður Evrópu.

Kaup SE á ríkisskuldabréfum skuldsettra ríkja evrusvæðisins mun einungis framlengja dauðastríðið með enn frekari hörmungum fyrir íbúa ríkjanna en verið hefur. Fyrr eða síðar munu peningarnir lækka svo mikið, að tímabil Þjóðverja fyrir stríð, þegar fullar hjólbörur með mynt þurfti til að kaupa eitt brauð, gæti endurtekið sig.

Sem betur fer eru ýmsir stjórnmálamenn farnir að opna augun og neita að taka þátt í þessum hildarleik. Það á jafnt við um björgun evrunnar sem og alræðisstefnu Þjóðverja yfir Evrópu og sköpun 4. ríkisins. /gs 

 


mbl.is Schäuble varar skuldsett evruríki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband