Yfirlýsing Draghis eintómt bull

Þannig hefst blaðagrein Andreas Cervenka í Sænska Dagblaðinu í gær, þar sem hann býður lesendum blaðsins velkomna til Evrópu 2.0.

Teknókratjúnta ESB hefur skapað sjálfri sér verkefnið að bjarga evrunni. Tal Draghis um að ekki verði horfið frá evrunni er bull, þar sem það voru stjórnmálamenn sem tóku þá ákvörðun að taka upp hina sameiginulegu mynt og þess vegna er það stjórnmálaleg ákvörðun að leggja hana niður.

Cevenka er ekki náðugur í skrifum sínum og bendir á að orðin komi frá óvöldum búrókrata í SE á meðan Grikklandi og Ítalíu er stjórnað af skipuðum ríkisstjórnum tæknikrata og í Frankfúrt sitja búrókratar, sem leggja upp stefnuna að mestu leyti sjálfir. Ætlast er til að almenningur fylgi þægur á eftir.

"Þeir hugsa kannski, að gjaldið fyrir óskerta eiginfjárstöðu bankanna sé að nauðga þúsund ára gömlum lýðræðishefðum."

Eins og af hreinni tilviljun vill annar Maríó, þ.e.a.s. Monti forsætisráðherra Ítalíu, binda lýðræðislega valda fulltrúa annarra ríkja með þagnarskyldu, sem hindrar þá frá því að segja það, sem þeim finnst sjálfum. Seðlabankastjórinn Marío Draghi er að reyna að róa taugaveiklaða fjármálamarkaði sem fyrir löngu eru byrjaðir að undirbúa sig undir það, sem SE-bankastjórinn segir að aldrei geti gerst: Evran springur.

"Að kaupa ríkisskuldabréf leysir ekki aðalvandann, þ.e.a.s. þann grundvallarmismuninn sem ríkir í samkeppnisstöðu landa í suður og norður Evrópu. Áætlun Draghi & Co er að suðurríkin afhendi öll völd til Brussel og taki á sig ómanneskjulegan niðurskurð."

"Þess vegna er það alls ekki ólíklegt, að íbúar bæði norðurs og suðurs nái þeim stað að byrja velta því fyrir sér, að lífið er kannski miklu betra án evrunnar þrátt fyrir allt. Og meðfæddan hæfileika mannskepnunnar að hugsa frjálst getur ekki einu sinni valdamesti búrókrati heimsins drepið í dróma.

SEM BETUR FER!

/gs 


mbl.is Stórskotaárás á hendur skuldakreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband