ESB (útópía sumra!) vann harkalega gegn Íslandi í Icesave-málinu

Rétt er að minna á, að Evrópusambandið – stórveldi sem enn gerir sig breitt gagnvart Íslendingum (en leggur síður í Norðmenn!) – hafði upp á sitt eindæmi SAKFELLT Íslendinga í Icesave-málinu, þ.e. Seðlabanki Evrópu, ESB-dómstóllinn og Lúxemborg og sjálf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þ.e. fulltrúar þessara ESB-stofnana, sem settust í gerðardóm yfir Íslendingum haustið 2008. (Þakkir séu Árna Mathiesen, þá ráðherra, að neita að skipa fulltrúa Íslands í þann gerðardóm.)

Skeikulleiki þessara ósvífnu aðila var hlálega auglýstur fyrir augliti þjóða heims fyrir um einu ári, þegar EFTA-dómstóllinn kvað upp sinn úrskurð um, að íslenzka ríkinu og almenningi hér bæri ekkert að borga vegna þessara Icesave-reikninga, jafnvel ekki málskostnaðinn!

Sjáið nú, hversu fráleitt það er fyrir Íslendinga að treysta þessum Seðlabanka Evrópu (ESB-fyrirbæri), en í höndum hans yrðu okkar gjaldeyrismál, ef Ísland léti innlimast í Evrópusambandið og yrði þá neytt til að taka upp evruna! Þessi sami Seðlabanki Evrópu hefur nú þegar reynzt okkur jafnvel enn verr í Icesave-málinu heldur en framkvæmdastjórn ESB og kommissararnir þar í makrílmálinu!

Á svo að bjóða okkur til þess óvinafagnaðar?!

Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, að "mikilvægt [er] að hafa í huga að það hefur áður verið leyst úr því álitamáli hvort ríkissjóður beri ábyrgð að þessu leyti, og svo er ekki,“ en þarna svaraði hann spurður um 556 milljarða kr. kröfu Hollenska seðlabankans DNB og breska innistæðusjóðsins FSCS á hendur Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta á Íslandi, TIF. „Þannig að það mun ekki reyna á ábyrgð ríkisins að neinu leyti í þessu máli,“ sagði hann, og rétt er það. En hann má líka öðrum fremur minnast þess, að það reyndi áður á það mál, fyrir EFTA-dómstólnum, og eingöngu vegna þess, að þjóðin vildi hvorki hlíta leiðsögn hans, Bjarna hins unga, né vinstri stjórnarinnar með Jóhönnu og Steingrím J. í fararbroddi. Hefði verið farið að vilja þeirra þriggja í málinu, værum við nú (1) að þræla við að borga þessar gervikröfur Breta og Hollendinga og búin að afleggja velferðarkerfi okkar að stórum hluta, (2) víða farin að trúa því, að við höfum verið SEK í þessu máli !

Hve þakklát við megum vera fyrir að hafa ekki hlustað á Bjarna, Steingrím J., Indriða Þorláksson, Össur, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Helga Hjörvar og Jóhönnu!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ekki mun reyna á ábyrgð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Kannski vert að halda því til haga að þó að allir þeir aðilar sem þú telur hér upp Jón minn hafi með mismikilli ákefð mælt með samþykki Icesave III samniningsins var afgerandi munur á afstöðu Bjarna Ben annars vegar og hinna hins vegar. Sá munur fólst í því að Bjarni vildi og talaði fyrir því að málið færi í þjóaratkvæði sem hinir tóku ekki í mál eins og við vitum.

Daníel Sigurðsson, 11.2.2014 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband