Nýr, fullveldissinnaður vinstri flokkur í vændum?

Bjarni Harðarson bóksali, fv. alþm., ritar m.a. í sinni fjörlegu grein í Mbl. í gær:

"Með verkum sínum hefur ríkisstjórnin hleypt inn í landið nútímainnrásarher möppudýra. Vinstrihreyfingin – grænt framboð sem áður var ankeri baráttunnar gegn ESB er í þessu máli orðið að umskiptingi. Einu stjórnmálaflokkarnir sem hafa ESB-andstöðu að baráttumáli eru vel hægra megin við miðju. Þrátt fyrir að framboð til komandi kosninga séu mörg er ljóst að það eru fáir valkostir þjóðlegra vinstrimanna sem hafna ásælni og heimsvaldastefnu hvort sem hún kemur frá NATÓ eða ESB.

 

Vinur minn Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn í Djúpi skrifaði nýlega grein á Smuguna og í Morgunblaðið sem var herhvöt til Jóns Bjarnasonar og allra þeirra sem áður tilheyrðu villikattadeild VG. Jóhanna Sigurðardóttir, nafngjafi villikattadeildar, kvartaði mjög undan því að erfitt væri að smala köttum og vel þekkt er að skepna sú fer sínar eigin leiðir. Vel má samt vera að Djúpbóndanum takist með hvatningu sinni að kveðja saman söfnuð þjóðlegra vinstrimanna og er þá vel."

Þetta eru athyglisverð skrif sem annað frá Bjarna í sömu grein (sbr. HÉR og HÉR).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband