Málþóf og áfram reynt að knýja á um að ríkisstjórn vinni þvert gegn stefnu sinni

Vitaskuld er það rétt hjá forsætisráðherra, að "það er órökrétt að sækja um [Esb-]aðild og vera að reyna að komast inn í sambandið ef menn vilja ekki að þær viðræður beri árangur." 

Málþóf örvæntingarfullra Evrópusambandssinna á Alþingi í dag, undir liðnum 'störf forseta', sem flestir hafa þó lýst trausti sínu á, blasir við þeim, sem fylgjast með umræðunni. Reynt er að þæfa málið í stað þess að ræða það sem er efsti liður á óafgreiddri dagskrá þingsins í dag: 'Umsókn Íslands [sic] um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka' (340. mál).

Kl. rúml. 17 í dag gerði þingforseti hlé á þingfundi, og hefst hann aftur kl. 17.45, en verður þá aftur farið að ræða 'störf forseta'?!

JVJ. 


mbl.is „Það geta ekki allir orðið glaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Stjórnarandstaðan er ófær gagnvart þessu máli það er orðið ljóst, það er spurning hvort það sé hægt að senda hana í veikindarfrí og kalla aðra inn í staðinn.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.3.2014 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband