Ólafur Stephensen lýgur að þjóðinni

Í þágu ESB-innlimunar skrifar hann dag eftir dag í viðleitni til að framlengja Össurarumsóknina ólögmætu, þrætir ótrúverðugur fyrir upplýsingar sérfróðra um að engar undanþágur fást varanlega frá lagaramma ESB fyrir umsóknarríki og gætir þess að minnast hvergi á þvera höfnun Stefans Füle stækkunarstjóra ESB á hugmynd Össurar um "klæðskerasaumaðar sérlausnir" fyrir Ísland.

Í Fréttablaðinu í dag heldur Ólafur áfram þunnum áróðri sínum og blekkingum, við hliðina á lítilsvirðandi skopmyndum af utanríkisráðherra Íslands (og ekki þeim fyrstu í því blaði).

Hann heldur því fram, að "ótal dæmi" séu "um varanlegar undanþágur í aðildarsamningum ESB-ríkja, sem hafa verið veittar á grundvelli þjóðarhagsmuna," án þess að nefna eitt einasta dæmi um slíkt. Styrkirnir við landbúnað í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni voru t.d. ekki varanlegir og hafa verið helmingaðir, í kringum inntöku austurevrópskra ríkja, og geta að lokum horfið. Varanlegt kann leyfi Dana að vera til að stugga við þýzkum sumarhúsum í hluta ríkis síns, en það leyfi fekkst aðeins af því, að þá þegar höfðu Danir neitunarvald í sambandinu, en engin ný umsóknarríki hafa slíka aðstöðu nú, fyrir utan, að það mál er einber tittlingaskítur í efnahag og stjórnkerfi þjóða.

Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri.

Þvert gegn Ólafi Stephensen segir próf. Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við lagadeild Háskólans á Akureyri, í nýrri frétt hér á Mbl.is, "að ekki sé um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða, nema þá tímabundnar og þá ekki sem yrðu hluti af löggjöf Evrópusambandsins. Ágúst segir að í ljósi þess að ekki verði hægt að fá neinar varanlegar sérlausnir eða undanþágur sé aðildarviðræðum í raun sjálfhætt."

Ennfremur segir dr. Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti við lagadeild HÍ, í bók sinni Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (2011, 108 bls.), á síðu 66: 

  • "Um varanlegar undanþágur frá reglum ESB. Skoðun á aðildarlögum einstakra ríkja staðfestir að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða, hvorki á sviði sjávarútvegsmála né landbúnaðarmála."

Það er kannski ráð fyrir Ólaf Stephensen að setjast á skólabekk á ný?

En meðan hann veltist um í vanþekkingu sinni (nema um beinar blekkingar sé að ræða), skrifar hann eins og sjá má í leiðaranum í dag: 

  • "Í þriðja lagi eru sérlausnir, þar sem löggjöf ESB er breytt til að mæta hagsmunum umsóknarríkis. Slík lausn er til dæmis breyting á landbúnaðarstefnu ESB fyrir „heimskautalandbúnað“ Svía og Finna. Það er að sjálfsögðu varanleg lausn [SIC!!!]; hún hefur gilt í 20 ár og stendur ekki til að hrófla við henni."

Þvert gegn þessari meinloku ESB-predikarans Ólafs segir próf. Stefán Már í fyrrnefndri bók sinni, bls. 167:

"Breyting á reglum ESB í þágu einstakra aðildarríkja. Sem dæmi um þetta má nefna 142. grein fyrrnefnds aðildarsamnings en þar segir svo í lauslegri þýðingu:

  • Framkvæmdastjórnin skal heimila Noregi, Finnandi og Svíþjóð að veita langtíma innanlandsstuðning með það að markmiði að tryggja að landbúnaður verði áfram stundaður á tilteknum svæðum. Þessi svæði eiga að ná til landbúnaðarsvæða norðan 62. breiddargráðu og nokkurra aðliggjandi svæða innan þeirrar breiddargráðu, sem búa við svipaðar veðurfarsaðstæður sem gera landbúnað erfiðan.

Stuðningur samkvæmt þessari grein er bundinn ströngum reglugerðarákvæðum sem framkvæmdastjórnin [í Brussel] setur. Sem dæmi má nefna að hámark er sett á heildarstuðning og tegund stuðnings er ákveðin eftir ströngum mælikvarða. Af þessu er ljóst að litið er á ákvæðið sem sérstaka útfærslu ESB-réttar. Það er ESB sem ákveður öll skilyrði fyrir stuðningnum og hann getur eftir atvikum alveg fallið í burtu með breyttri stefnu og löggjöf sambandsins í landbúnaðarmálum." (Tilvitnun lýkur í bók Stefáns Más; leturbr. JVJ.)

Hér er greinilegt, að Ólafur Stephensen fer með rakin ósannindi, þegar hann heldur því fram, að sérlausnin fyrir Finna og Svía sé "að sjálfsögðu varanleg lausn".

Þá reynir Ólafur í málefnafátækt sinni að nefna Möltu til sögunnar sem ríki sem fengið hafi "sérlausn ... til að mæta sérstöðu Möltu í sjávarútvegi." Þetta er allsendis hlálegt, því að Malta fekk ekki að halda sinni stóru landhelgi, nú mega stór skip Spánverja og annarra veiða þar upp að 25 mílna mörkum, en sjálfir halda Möltumenn um 1800 tonna ársafla í heild!!! Þar að auki var ákvæðið um 25 mílurnar eingöngu til að hafa þar sér-veiðisvæði fyrir litla báta, sem erfiðara er að gera út frá öðrum ríkjum, en hins vegar ekkert sem bannar öðrum ESB-borgurum (skv. fjórfrelsinu) að setjast þar að í samkeppni um þessi 1800 tonn (Ólafstonnin getum við kallað þau) eða að kaupa sig inn í maltneskar útgerðir.

Eitt er víst, að ekki er Ólafur Stephensen verjandi íslenzks sjávarútvegs, einnar undirstöðugreinar efnahags- og atvinnulífs hér á landi og gjaldeyrisskapandi öllum öðrum fremur.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Viðræðunum við ESB sjálfhætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefur Ólafur ekki lesið þetta plagg frá 2009 bls. 77 til ca. 85.?

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/SkyrslaEvropunefndar-.pdf

Þetta er Skýrsla evrópunefndar þaðr sem farið er ítarlega í málin. Ólafur heldur kannski að þetta hafi aldrei verið kannað? Að það eigi eftir að komast að hinu sanna í málinu? Þetta hefur alltaf legið fyrir.

Ekkert af þessu stendur til boða og það sem stendur til boða skiptir engu máli. Hann vill kannski ganga í ESB ef við fáum að takmarka kaup útlendinga á sumarbústöðum? Það er þegar leyfilegt hér.

Menn geta bara lesið þetta og hætt að berja hausnum við steininn.

Evrópusérfræðingurinn Eirikur Bergmann er kominn út í horn með rök sín nú og hangir í hálmstrái um það sem kallast opt outs. Það er vel hugsanlegt að það standi til boða, en sérfræðingurinn gleymir því að þá yrðum við að vera fullgildir meðlimir í ríkjabandalaginu. Opt outs eru nefnilega undanþágur undan greinum sáttmála ef um breytingar og viðbætur er að ræða eftir að ríki eru gengin í sambandið.

Af hverju er verið að ræða opt outs á þessu stigi? Er það vegna þess að sérfræðingur numbero uno hefur ekkert eftir tsér til malsvarnar? Veit hann þetta ekki eða er hann að kasta sandi í augu fólks mvitað?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2014 kl. 17:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú, svo eru það rökin um að hægt sé að skilgreina íslenskan landbúnað sem landbúnað á harðbýlu svæði og veita undanþágur. En hverjar væru þær undanþágur. Um það er aldrei talað. Þessar undanþágur felast í því að ríkjum er sjálfum gefin heimild til að styrkja eigin landbúnað umfram það sem ESB leyfir.

Svíjar hafa leyfi til þess t.d. að styrkja landbúnað á harðbýlum svæðum 35% umfram meginreglu sambandsins til að styrkja samkeppnistöðu hans gagnvart frjósamari svæðum.

Er það, það sem menn eru að kalla á? Að við aukum opinbera styrki til landbúnaðar umfram það sem er? Er Etta fólk ekki komið í algera þversögn við sjálft sig?

ESB er ekki að styrkja neitt þarna eða borga neitt. Þeir eru að gefa svigrúm til ríkistjórna til að auka framlag af eigin almannafé á grundvelli harðbýlis. Gefa leyfi til að styrkja hirðingja og nomada og veita þeim undanþágur frá reglum um slátrun og hreinlæti á grunni sjálfsþurftarbúskapar.

Þessi umræða er komin svo langt út á tun að nú verða menn að taka sig saman í andlitinu og svara þessu rugli.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2014 kl. 17:57

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir.

Hérna er blað af heimasíðu Evrópusambandsins sem sýnir aðlögunarferlið (bls. 2) á einni blaðsíðu á myndrænan hátt :

.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.3.2014 kl. 21:51

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er eftirtektarvert í þessu plaggi að Swiss er hvergi nefnt á nafn. Menn vísa mikið til þess nú. Það hefur verið í áratuga limbói. Tyrkland er þarna þó. Það hefur ekki komist inn af því að ESB vill það ekki af ýmsum ástæðum.

Þar sem aðlögunarstyrkir IPA hafa verið afturkallaðir að frumkvæði sambandsin, má þá ekki reikna með að við hverfum af þessum lista í næstu útgáfu?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 00:44

5 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Áróðurinn lengi lifi. Fátækleg rök.

Snæbjörn Björnsson Birnir, 5.3.2014 kl. 02:35

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábært innlegg frá oliuboraranum Snæbirni í norgegi. Þú þyrftir að leggja fyrir þig rökræður. Hvers vegna er samfylkingin ekki búin að kaupa þig heim til að taka debattana fyrir sig. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 04:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband