ESB á von á "vondum fréttum" frá Íslandi

Austurríska ESB-þingmanninum Angeliku Werthmann er ljóst að lítill stuðningur er meðal almennings á Íslandi við að ganga í Evrópusambandið og hefur áhyggjur af því hvernig beri að haga samskiptum Íslands og ESB í framtíðinni, "ef Íslendingar hafna inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ef tekin verður ákvörðun af hálfu nýrrar ríkisstjórnar landsins um að hætta alfarið aðildarviðræðunum," og hefur lagt fram fyrirspurn þessa efnis til framkvæmdastjórnar ESB. Svar hefur dregizt við fyrirspurninni, en framkvæmdastjórnin getur gefið sér allt að einn og hálfan mánuð til að svara slíkum fyrirspurnum.

Brusselmenn ættu að búa sig undir "vondar fréttir" frá Íslandi, því að flokkarnir tveir, sem eru að bræða saman ríkisstjórn og ganga frá stjórnarsáttmála annað kvöld, hafa þegar skuldbundið sig til að slíta viðræðunum um Össurarumsóknina sem samþykkt var með svo naumum meirhluta á Alþingi 2009. Þar með verður í raun engin breyting á viðskiptasamningum okkar né tollamálum.

JVJ. 


mbl.is Spyr um breytta stöðu á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Samkvæmt þessari frétt, þá spyr þessi þingkona ESB-sambandsins; ... Hvernig bæri að haga samskiptum Íslands og Evrópusambandsins í framtíðinni ef Íslendingar hafna inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ef tekin verður ákvörðun af hálfu nýrrar ríkisstjórnar landsins um að hætta alfarið aðildarviðræðunum?

Þetta vekur óneitanlega upp ýmsar spurningar, svo sem, hvort í þessu felist dulbúnar hótanir ? Er þetta eitthvað líkt og þegar ESB hótar Færeyingum öllu illu, þegar Færeyingar vilja ráða sjálfir sínum eigin málum í sinni eigin lögsögu, en vilja ekki beygja sig undir ofríki og kúgun af hálfu ESB, sem í rauninni hefur engan lagalegan rétt til þess að skipta sér af veiðum Færeyinga.

Eftir, - og ef, - að íslendingar hafna þessu alfarið, ... ætlar þá ESB að beyta Íslendinga hótunum um viðskiptaþvinganir og fleira í þeim dúr, og reyna með því að knýja þjóðina til hlýðni, ... ég bara spyr ?

Tryggvi Helgason, 20.5.2013 kl. 23:09

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þeir eru til alls vísir!! Og hvað eru svo vondar fréttir fyrir ESB. Eru þær það að geta ekki vaðið um Íslenska landhelgi og sogað allan nothæfan fisk til sín eða eru það norðurslóðir eða aðrar auðlindir. það hefur sýnt sig að þeir eru búnir að eyðileggja eigin veiðislóðir, og stunda ekki sjálfbærar veiðar.

Eyjólfur G Svavarsson, 21.5.2013 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband