"Þetta er tækifærið! ... Algerlega einboðið að leyfa íslenzku þjóðinni að segja sinn hug"

"Það er ekki einu sinni farið að sjá í það hvenær landbúnaðar- og sjávarútvegskaflinn verði opnaður, þannig að þetta er komið út í þær ógöngur, að ég tel algerlega einboðið að leyfa íslenzku þjóðinni að segja sinn hug. Og hún hefur það miklar upplýsingar og fylgist það vel með og er það innvikluð í þennan málaflokk að ég treysti henni fullkomlega til að geta tekið upplýsta afstöðu," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir alþm. í athyglisverðu viðtali við Mbl.is, eftir hina mjög svo fréttnæmu tillögu meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um að stöðva beri viðræðurnar og taka þær ekki upp aftur nema þjóðin hafi kosið um það.

Þetta er sköruleg framganga, sem fagna ber. "Þetta er tækifærið," segir Ragnheiður með hliðsjón af stöðu málsins, þegar ljóst er, að VG eru að þrotum komnir í málinu, jafnvel Steingrímur jólasveinn, með yfirlýsingum síðustu daga,og afstaða utanríkismálanefndar ekki aðeins skýr, heldur kunn viðræðuforingjum Evrópusambandsins, Füle og fulltrúa ESB-þingsins, þannig að hér á ekkert að koma þeim á óvart, enda hafa þeir raunar vitað af andstöðu ísl. þjóðarinnar við ESB-"aðild" (innlimun) í öllum skoðanakönnunum allan tímann frá því að bjölluat Össurar hófst árið 2009.

JVJ.


mbl.is Þjóðin geti kosið um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband