Er fréttaritari Ríkisútvarpsins í Lundúnum ESB-málsvari?

Svo hefur undirritaðan grunað sterklega. Í kvöld blasir annaðhvort við megn vanþekking Sigrúnar Davíðsdóttur á málefnum Möltu (sem hún kaus þó að ræða og það sem e.k. hliðstæðu Íslands) ellegar gróf málsvörn hennar fyrir Evrópusambandið. Ber henni þó að fjalla um málefni af hlutlægni og sízt að stefna hagsmunum Lýðveldisins Íslands í tvísýnu, þ.m.t. með villandi áhrifum á hlustendur útvarpsins.

Sigrún talaði í Spegils-þætti Rúv. í kvöld m.a. um erfiðar viðræður um sjávarútvegsmál við Evrópusambandið, þótt síðar verði, en sagði Möltubúa og ESB hafa náð niðurstöðu um þau mál þannig, að báðir aðilar hefðu getað verið ánægðir. Hitt sleppti hún að nefna, að Möltubúar hafa mjög takmarkaðan einkaaðgang að landhelgi sinni, sem og að heildarafli þeirra sjálfra er ekkert til að tala um, eitthvað um 1800 tonn á ári (hálfur ársafli sumra togara við Ísland), þannig að þetta er ekki neins konar hliðstæða við Ísland og fordæmið heldur ekkert fagnaðarefni fyrir neinn, jafnvel ekki bullandi ruglaða ESB-taglhnýtinga á Íslandi.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband