"ESB nýtir kreppuna til hins ýtrasta" til að hraða þróuninni til sambandsríkis!

"ESB gengur bara í eina átt enda eru leiðtogar þess í Brussel og Berlín sannfærðir um að annars riði það til falls." Þannig ritar leiðarahöf. Mbl. í dag. Og í hvaða átt? Samrunaáttina. Það er alveg ljóst, að þetta er sú átt sem æðsti maður ESB stefnir í og margir voldugustu menn Evrópusambandsríkjanna með honum.

  • José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir nú að öll 27 ríki sambandsins þurfi að ganga lengra í samruna fjármálakerfa sinna en gert sé ráð fyrir í lagafrumvörpum framkvæmdastjórnarinnar frá því í síðustu viku. Taka þurfi "mjög stórt skref" í samrunaátt ef draga eigi lærdóm af skuldakreppu aðildarríkjanna og þetta þurfi að gerast á næsta ári.  (Mbl.)

Já, strax á næsta ári, góðir lesendur! Vituð ér enn eða hvað?

  • Barroso segir að nú sé lag vegna ástandsins í álfunni. Þetta tækifæri vill hann grípa til að stíga "mjög stórt skref" í átt að sambandsríki. Og þó að ástandið batni dettur engum í hug að skrefið stóra verði stigið til baka.

Hér er þessi stutti snilldarleiðari Mbl.: Mjög stórt skref. Þeir birtast þar margir hver öðrum betri, leiðararnir um Evrópsambandið og hina ófarsælu umsókn minnihlutaflokks á Alþingi um inntöku Íslands í það sífellt valdsæknara stórveldabandalag.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband