Hagsmunir Bretlands og Íslands - ólíku saman að jafna

Það gefur að skilja að það eru hagsmunir Bretlands að vera í hinu nýja stórveldi Evrópusambandinu. Ásamt öðrum fyrrverandi nýlenduveldum þar hefur Bretland komið því svo fyrir með Lissabon-sáttmálanum, að atkvæðavægi þess í ráðherraráðinu volduga og leiðtogaráðinu eykst um 46,6% hinn 1. nóv. 2014, þ.e. úr núverandi 8,41% í 12,33%. Þannig myndu Bretar ráða þar áttunda hverju atkvæði, áður en byrjað væri að telja samherja þess í atkvæðagreiðslum. Til samanburðar fengi litla Ísland 0,06% atkvæðavægi í þessum tveimur ráðum (205 sinnum minna en Bretar!).

Jafnvel þótt Bretar hafi liðið fyrir sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, þá ætla þeir að bæta sér það upp ... á Íslandsmiðum. Hér fengju þeir jafnan aðgang að fiskveiðilögsögunni milli 12 og 200 mílna, rétt eins og Spánverjar.

Samfylkingarkonan Ingibjörg Sólrún komst strax á snoðir um þessi áform Bretanna síðla hausts 2008, eins og fram kom þá í Fréttablaðinu.

Þá ætla Bretar sér ennfremur að ná hér í raforku með sæstreng; eru strax farnir að undirbúa það, með komu ráðherra hingað, og fengu leiðitama 3ja mánaða ráðfrúna Oddnýju G. Harðardóttur til að undirrita viljayfirlýsingu þess efnis (hvað, fyrir næstu 1-5 ríkisstjórnir hér??! JÁ!!!).

Ef við létum fallerast fyrir ESB, myndi staða okkar í orkusölumálum stórversna, því að í Lissabon-sáttmálanum eru mjög hentugar valdheimildir fyrir ESB og Bretana til að ná hér fullum tökum á olíauðlindum og raforkudreifingu -- ekki með "þjóðnýtingu" þess arna til Brussel, heldur með skorðum við sölu til annarra en ESB-landa, með verðstýringu, ágengni-stýringu í auðlindirnar o.fl.

Þá er þess enn ógetið, að raforkusala Íslands sem hugsanlegs ESB-lands til Bretlands myndi koma niður á almennum neytendum hér, því að ólögmætt yrði að láta þá njóta fríðinda í formi lægra verðs en til Bretanna, það teldist brjóta í bága við jafnræðisreglur Evrópusambandsins. Afleiðingin yrði stórhækkað raforkuverð til heimilanna og a.m.k. allra annarra fyrirtækja en þeirra, sem beinlínis hafa innsiglaða samninga til langs tíma.

Þótt brezkur almenningur sé afar fráhverfur Evrópusambandinu -- aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds! -- þá eru brezk stjórnvöld á öðru máli og sjá vitaskuld sóknarfæri fyrir sig að komast auðveldlega í að gramsa í okkar auðlindum. Þá yrði tvöfalds ósigurs þeirra hefnt: gagnvart Íslendingum í þorskastríðunum og gagnvart Spánverjum vegna sjávarútvegsstefnu ESB og dómsniðurstöðu ESB-dómstólsins.

Bretar eiga stórveldishagsmuni undir því að vera í Evrópusambandinu; Íslendingar, sem eru meira en 200 sinnum færri, eiga þar nánast öllu að tapa og nánast ekkert að vinna, enda ekki með vægi til að verja sig á vettvangi gömlu tíu nýlenduveldanna, sem frá 1.11. 2014 munu ráða um 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins.

Fagnaðarlæti sumra Esb-sinna yfir því, að tiltekin hugveita hafi sagt hagsmunum Breta betur borgið innan en utan ESB, eru því gersamlega misráðin, ef þeir ímynda sér, að þetta getið orðið okkur til fyrirmyndar um nokkurn skapaðan hlut!

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband