Refjastjórnmál - og fullveldið sjálft í húfi

Hættuleg stefna stjórnvalda hér, a.m.k. Samfylkingar, um fullveldisframsal í hendurnar á Brusselvaldinu, afhjúpaðist í orðum Össurar Skarphéðinssonar í Fréttablaðinu í dag, og ritstjórinn þar er sama ESB-sinnis. Nú sjá þeir tækifæri til að læða fullveldisframsalsákvæði inn í stjórnarskrána til þess, í orði kveðnu, að liðka fyrir viðtöku EES-reglugerðar á fjármálasviði, en til þess virðist leikurinn gerður að afnema stjórnarskrárvarnir okkar gegn snöggri inntöku (innlimun) í Evrópusambandið.

Um þetta mál var fjallað hér í ýtarlegri grein í nótt: Þetta er stóra málið: við viljum ekki fullveldisframsal til Evrópusambandsins.

Já, nú er reynt að fara þessa leiðina til að mæla með hinum fráleitu fullveldisframsals-ákvæðum í s.k. drögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, en það ráð var skipað í óleyfi og þvert gegn bæði almennum kosningalögum, lögum um stjórnlagaþing og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Í fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun innti enginn þingmaður - og enginn úr stjórnarandstöðunni! - eftir þessu endemismáli, þ.e. þeirri herskáu stefnu utanríkisráðherrans að vilja afnema fullveldisvarnir stjórnarskrárinnar.

Jón Valur Jensson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband