ESB-umsókn Össurar átti að falla 31-30

Út er komið mjög athyglisvert Heimssýnarblað (marz 2014). Einn af mörgum merkum pistlum þar hefur fyrirsögnina hér ofar og hljóðar svo í heild:

"Þrír þingmenn VG greiddu atkvæði gegn yfirlýstri sannfæringu sinni þegar ESB- umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009 með 33 atkvæðum gegn 28, en 2 sátu hjá. Ef þingmenn VG hefðu greitt atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, þá hefði ESB- umsóknin aldrei verið samþykkt heldur felld með 31 nei-i gegn 30 já-um.

Álfheiður Ingadóttir sagði þetta í sinni atkvæðaskýringu er hún samþykkti tillögu Össurar:

„Frú forseti. Stuðning minn við þessa tillögu um aðildarviðræður ber ekki að skilja sem stuðning við aðild Íslands að Evrópu sam­bandinu. (Gripið fram í: Nú?) Ég er eindreginn andstæðingur þess að Ísland gangi í ESB og ég tel ólíklegt að aðildarviðræður muni skila samningi sem getur varið íslenska hagsmuni og auðlindir gagnvart alþjóðlegu auðvaldi og yfirþjóðlegri drottnun þess.“

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra lét eftirfarandi ummæli falla í ræðustól þingsins þegar hún samþykkt ESB­umsóknina:

„Frú forseti. Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu. Ég hef þá sannfæringu að markmið Evrópusambandsins sé að verða stórt og sterkt og hugsanlega sjálfstæður gerandi í stríði á forsendum valdbeitingar og yfirgangs eins og um hernaðarbandalag væri að ræða.“

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði frammi fyrir alþjóð þegar hún studdi tillögu Össurar um að sækja um aðild að ESB:

„Ég hef mótað mér mína afstöðu. Sem alþjóðasinni er ég krítísk á Evrópusambandið og ég tel hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.“

Ef þessir þingmenn VG, þar af tveir ráð­herrar, hefðu greitt atkvæði samkvæmt yfirlýstri sannfæringu sinni, þá hefði tillaga Össurar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu fallið, 31 hefði sagt nei, 30 já og 2 setið hjá.

ESB­-umsóknin fór umboðslaus frá alþingi, VG klofnaði og almenningur kaus af sér vinstriflokkana með afgerandi hætti vorið 2013. Það eina sem eftir er að gera er að afturkalla umboðslausu umsóknina." (Tilvitnun lýkur í Heimssýnarblaðið.)

Hér skal að lokum minnt á 48. grein stjórnarskrárinnar (feitletr. hér):

  • Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Er ekki nokkuð augljóst, að þessi þrír alþingismenn brutu gegn 48. gr. stjórnarskrárinnar með því að taka þátt í umsókn um inntöku landsins í stórveldabandalag þrátt fyrir sannfæringu í þveröfuga átt?!
 
Til viðbótar við þetta skal minnt á, að Össurarumsóknin 2009 var EKKI afgreidd í samræmi við fyrirmæli 16.-19. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. HÉR! Og gróf stjórnarskrárbrot eru meðal alvarlegustu mála!

Bloggfærslur 18. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband