Landsamband bakarameistara andvígt orkupakka-meðvirkni hinna ESB-sinnuðu Samtaka iðnaðarins

Bakaríið Gæðabakstur hefur nú sagt sig úr Lands­sam­bandi bak­ara­meist­ara, ekki vegna and­stöðu við LB, held­ur í and­stöðu við fylgi Sam­taka iðn­að­ar­ins við þriðja orku­pakk­ann og til að þurfa ekki að borga gjöld til SI, en LB er aðili að SI.

Bakarar hafa bent á, að með öðrum orku­pakk­anum stór­hækk­aði raf­orku­verð til bakaría, því að við upptöku 2. pakkans hækkaði næturverð rafmagns um 50%! (sjá Mbl.is-fréttartengil neðar). En eins og mönnum er kunnugt, fer bakst­urinn í bakaríum mest fram á nóttunni.

Aðrir, m.a. Birgir Þórarinsson alþingismaður, hafa vakið athygli á tjóni Íslendinga vegna 1. og 2. orku­pakkans, sem juku hér al­menn­an kostnað við orkukaup (með fjölgun söluaðila og fjölgun innheimtu­reikninga til allra) og sérstak­lega með stór­hækk­un rafmagns­verðs til húsahitunar, á bilinu ca. 70% og hátt í 100%!

Einkennilegt er, að Samtök iðn­að­arins standa ekki með aðildar­félögum sínum, sem verða að gjalda fyrir uppáskrift íslenzkra stjórnvalda á orkupakkana. En Samtök iðnaðarins standa ekki með óskertu fullveldi þjóðarinnar, og helzti málsvari samtakanna í fjölmiðlum hefur lengi verið ESB-linnlim­unar­sinni, jafnvel á þeim árum sem hann var ritstjóri Morgunblaðsins.

Nei takk! er afstaða meirihluta almennings til þessara orkupakka!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Úrsögn vegna 3. orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skal engan undra.  Hið sama gildir um garðyrkjubændur sem þurfa mikla raflýsingu, því nóttin er býsna löng hérlendis stóran hluta ársins. 
Annað athyglisvert kom svo í fréttum dagsins; engin tilboð bárust í Kvíárbrú.  Skylt er að bjóða slík verk út á EES svæðinu - en ekki einu sinni þar þykir svona smáverk svara kostnaði.  Hefði etv átt að hafa það í huga í upphafi hvað það kostaði að grafa undan íslensku "smáverktökunum".  Sem eru einmitt félagar í SI.

Kolbrún Hilmars, 19.7.2019 kl. 13:10

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér mjög gott innlegg, Kolbrún!

Jón Valur Jensson, 19.7.2019 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband