Afleitt val á utanríkisráðherra

Lilja Alfreðsdóttir, sem þing­flokk­ur Fram­sóknar vill að tillögu Sig­mund­ar Davíðs gera að utan­ríkis­ráðherra, er fyrrv. for­ystu­kona í Evr­ópu­samtök­unum (ESB-samtökum) að sögn Össurar Skarphéðinssonar! Þetta kórónar klúður Fram­sókn­ar í mál­efn­um Evr­ópu­sam­bands­ins, eftir að Gunnar Bragi hafði brugðizt þeirri skyldu sinni að fram­fylgja sam­þykktri stefnu flokks­þings Framsóknar­flokksins 2013. Hann reyndi að bera fram þingsályktunartillögu um, að Össurar­umsóknin (sem var ólögmæt) yrði dregin til baka, en gafst upp fyrir þrýstingi ESB-sinna vinstri flokkanna og hlutdrægra Rúv-frétta­manna, Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Bylgjunnar o.s.frv., og það endaði á því, eftir margra vikna þóf, að nefbeins­laus ráðherrann dró sína eigin tillögu til baka!

Evrópusinnum bætist liðsauki eru orðin sem Össur hefur að fyrirsögn í Facebókar-færslu sinni seint í gærkvöldi (skv. Mbl.is, tengill hér neðar). Hann ritaði, kjamsandi á fréttinni:

"Það er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs áður en örlögin feykja honum úr stóli forsætisráðherra skuli vera tillaga um að fyrrverandi forystukona í Evrópusamtökunum verði ráðherra fyrir Framsókn.

Lilja Alfreðsdóttir er mjög öflug kona, og í stöðunni er það að mörgu leyti brilljant leikur að gera hana að ráðherra. Hún er framtíðarefni."

Össur fær ekki leynt ánægju sinni hér með sitt uppáhald! Það hlakkaði í ESB-þjóninum. Svo kom það í ljós í morgun, að af öllum ráðuneytum er þessi ESB-kona sett yfir utan­ríkis­ráðuneytið!!!

En ólíkt sigurópi hins óþjóðlega ESB-Össurar, líta aðrir vitaskuld á þetta sem svik af hálfu Sigmundar Davíðs við þá fullveldis­stefnu sem Framsóknar­flokkurinn gaf sig út fyrir að fylgja.

Það er ekki fagur vitnisburður um staðfestu þingflokksins, að hann skuli hafa samþykkt þessa afleitu tillögu fráfarandi forsætisráðherra (sem enn er og verður formaður flokksins til næsta flokksþings), því að vafalaust hefur mönn­um þar verið ljós þessi fortíð og grunnafstaða Lilju Daggar Alfreðsdóttur.

Merkilegt má heita, ef ekki hefur verið heitt í kolunum á þingflokks­fundi gær­kvöldsins, þótt Sigurður Ingi hafi eftir á talað eins og þar hafi nánast allt farið fram í friði og spekt í fullri eindrægni.

Hefði annaðhvort Ásmundur Einar Daðason (fyrrv. formaður Heimssýnar) eða Vigdís Hauksdóttir orðið fyrir valinu sem utanríkisráðherra, hefðu fullveldis­sinnar getað tekið það sem órækan vitnisburð flokksins um að hann standi með málstað fullveldis okkar og sjálfstæðis, andstætt útþenslu­stefnu Evrópu­sam­bandsins. Í staðinn fáum við þessi sorglegu tíðindi. Engum flokkanna sex á Alþingi er í raun treystandi fyrir fullveldi landsins!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Lilja verður utanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í kvöldfréttum Rúv kl. 18 er rætt við Lilju Alfreðsdóttur og hún spurð, hvort hún styðji stefnu ríkistjórnarinnar í utanríkismálum. Hún svarar því játandi. Hún er minnt á, að hún hafi setið í Evrópusamtökunum. Já, það hafi hún gert um 2005, segir hún, hafi þá verið að athuga með aðild, en síðan hafi hlutirnir breytzt og ástandið í Evrópusambandinu og hún sé ekki lengur hlynnt aðild að því og styðji stefnu ríkisstjórnarinnar heils hugar (efnislega þannig, ekki orðrétt, en sjá fréttir á Ruv.is).

Jón Valur Jensson, 7.4.2016 kl. 18:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af vef Ruv.is:

Hvaða mál muntu leggja áherslu á sem utanríkisráðherra?

„Ég mun að sjálfsögðu fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er stjórnarsáttmáli í gangi. Og ég náttúrulega fylgi honum. Ég á eftir að kynna mér þetta aðeins betur. Ég mun hitta starfsmenn ráðuneytisins, það verða lyklaskipti á morgun. En ég er þegar byrjuð að setja mig í samband við ráðuneytið og kynna mér brýnustu málin og það sem tekur við.“

Ertu á sömu línu og flokkurinn í utanríkismálum?

„Já ég er það.“

Þú hefur starfað fyrir Evrópusinna ekki satt?

„Jú það er rétt. En það var á sínum tíma. Og það sem ég var að gera þá var að skoða kosti og galla aðildarumsóknar. Þetta var í kringum 2005. Það hefur ýmislegt breyst, bæði í Evrópu og á Íslandi. Þannig að ég styð það fyllilega að aðildarumsóknin var dregin tilbaka.“

http://ruv.is/frett/tekur-vid-starfinu-af-mikilli-audmykt

Jón Valur Jensson, 7.4.2016 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband