Af Evrópusambands-stofustássinu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Hanna Birna hafði engar vöflur á því, heldur valtaði yfir samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokks örstuttu eftir hann, í drottningarviðtali í Silfri Egils. Hún lýsti sig þar andstæða hinni sjálfsögðu lokun Evrópusambandsstofu, sem landsfundur krafðist þó. Hún var sem sé fljótari að svíkja landsfund en Bjarni Ben. í sinni ísköldu Icesave-þjónkun.

Þessi Evrópusambandsstofu-Hanna Birna verðskuldar ekki traust til forystu. Vill hún ekki bara fara í Evrópusambandið þrátt fyrir látalætin? Og ætlar hún að taka undir þá LYGI, að "Evrópustofa" (skrautyrði og skrök um Evrópusambandsstofu) sé bara dæmi um eðlilegt "kynningarstarf" eins og fram fer í Norræna húsinu? Veit hún ekki, að Evrópusambandið vill komast yfir Ísland rétt eins og Tékkland, Austurríki, Svíþjóð og Noreg á sínum tíma? Heldur hún, að það sé eftir litlu að slægjast fyrir gömlu nýlenduveldin þar í inntöku Íslands? Þvílík fáfræði, ef hún heldur það! Þýzkir, brezkir, franskir og spænskir áhrifamenn hafa lýst miklum hug sínum til að fá Ísland inn. (Bara fjögur ríki þeirra munu ráða 50,79% atkvæðavægi í leiðtogaráði ESB og ráðherraráði ESB (sem setur lög um sjávarútvegsmál) frá 1.11. 2014, sjá HÉR.)

230 milljónum króna dælir Brusselvaldið í sínar tvær ESB-stofur, á Akureyri og í Reykjavík, það fé þjónar innlimunaráformum ESB-ríkjasambandsins. Tíu milljónum dældi það áður í Árna Þór Sigurðsson, sem Steingrímur fól forystu í utanríkismálanefnd og leiðandi starf gagnvart Icesave-óværunni (sem ESB þrýsti ákaft á um) og ESB-þingákvörðunum!

Á virkan hátt dældi ESB fé inn í Noreg, Svíþjóð og Tékkland stuttu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur þar um ESB-"aðild", það fylltist allt þar af ESB-áróðri. Norðmönnum, grasrótinni, rétt tókst að verjast ásókninni, eftir svik sinnar stjórnmálastéttar, verkalýðsforystu, atvinnurekendasamtaka og fjömiðlastéttar, með aðeins 52,2% meirihluta NEI-atkvæða. Ætli ESB líti ekki á litla Ísland sem auðveldari bráð?

Hanna Birna veit, að jafnvel stórfyrirtækjum er óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka hér á landi með meira en 300.000 krónum. Þykir henni samt eðlilegt, að 230 milljóna króna áróðursbatterí ESB ("Evrópustofa") fái að athafna sig hér?! Veit hún ekki, að með því er stórveldið einnig að styðja málstað og gengi andstöðuflokks Hönnu Birnu sjálfrar, Samfylkingarinnar?

Þurfa sjálfstæðismenn á svona vanhugsun að halda í forystu flokks síns?

Og af hverju segir Hanna Birna sjaldan neitt í skrifum? Er hún hrædd við að þurfa að standa þar fyrir svörum?

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fylgið myndi aukast ef Hanna Birna væri formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

kannski verður flokkurinn aftur esb flokkur:

"Hanna Birna hafði engar vöflur á því, heldur valtaði yfir samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokks örstuttu eftir hann"

gott fyrir mig

Rafn Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 09:43

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er svo grátlega fyndið að fylgjast með skoðunum og kommentum Rafns Guðmundssonar, þau eru svo barnslega sjálflæg.

"Kannski verður flokkurinn aftur ESB flokkur"

"gott fyrir mig"

Tilgangurinn helgar nefnilega alltaf meðalið hjá þessu óforskammaða ESB liði !

Gunnlaugur I., 12.4.2013 kl. 10:10

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég veit ekki hver afstaða Hönnu Birnu er gagnvart ESB aðlögun og aðild.  Kannski hefur það bara farið fram hjá mér.  Ég veit satt best að segja mjög lítið um hvað Hanna Birna stendur fyrir.  Ég man þó að hún og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sammæltust um að leggja stórfé í Hörpuna sem síðar á eftir að kosta skattgreiðendur stórfé.

Það er ekki nóg að hafa stjórnmálamenn sem geta talað, þeir þurfa að hafa eitthvað að segja.  Við erum búin að horfa uppá fjölda stjórnmálamanna s.l. fjögur ár sem geta talað út í eitt, en segja aldrei neitt.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.4.2013 kl. 10:54

4 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Það eru til evrópusinnar í öllum flokkum. Ég held að þeim hafi fækkað nokkuð vegna vandamála í ESB. Samt þarf auðvitað að ræða mögulega aðild, líka þegar markmiðið er að sannfæra fólk um að hún sé óæskileg.

Mér fannst síðasti Silfur Egils þáttur vera mjög upplýsandi, þegar var fjallað um Írland. Annað umræðuefni var umræða um sjálfa peninganna. Vandinn er að í dag "prenta" bankar peninga með því að gefa lán og rafrænar færslur og kort, gera að venjulegir peningar sjá aðeins um örlítið brot af heildinni. Þetta eykur á máttleysi Seðlabanka allra þjóða að fyrirbyggja endurtekin hrun. Eigendur bankanna græða, en þegar illa gengur borgar almenningur. Ef okkur tækist að leysa þennan vanda, þótt við værum fyrstir þjóða að falla, gætum við einnig orðið fyrstir að rísa upp að nýju og skapa varanlegt traust kerfi, raunverulegra peninga.

Setja þyrfti einnig trausta reglur um endurskoðun. Í dag ráða fyrirtækin endurskoðanda, sem er alger markleysa. Eðlilegt að endurskoðendur vinni fyrir Dómsmálaráðuneyti sem síðan innheimti kostnað hjá fyrirtækjunum. Endurskoðandi fengi bónus ef hann fyndi eitthvað vafasamt í reikningunum.

Skattar þurfa að vera hóflegir, en samtímis þarf að hindra að peningar komist úr landi án þess að skattleggjast þar sem þeir verða til.

Einnig þarf að setja reglur um takmörkun á tengdu eignarhaldi. Stefnan þarf að vera jákvæð fyrir fyrirtæki, en neikvæð fyrir nútíma bankaræningja sem ræna banka og fyrirtæki innan frá. Gamaldags bankræningar eru algerir englar miðað við þetta lið, sem stelur minnst 1000 sinnum meira og sleppur oft með refsingu, kemur fé undan og kemst aftur að kjötkötlunum, með því að kaupa sig inn í vogunarsjóði eða byrja aftur á nýrri kennitölu!

Sigurður Gunnarsson

Sigurður Gunnarsson, 14.4.2013 kl. 13:05

5 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Orðið "evrópusinnar" í ESB-merkingu er ótækt, Sigurður, einfaldur áróður.

Svo kemurðu hér víða við, án tilefnis og án sérfræðiþekkingar.

JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 15.4.2013 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband