Hringlforysta Sjálfstæðisflokks tapar trausti; einörð afstaða í ESB-málum hefði sogað að honum atkvæði

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með einungis 22,4% fylgi skv. Þjóðarpúlsi Gallup. Valhallarmenn geta kennt forystu sinni um: að hafa stuttu eftir landsfund kjarnans í grasrótinni gefið fyllilega til kynna, að til standi að óvirða grasrótina á ný, rétt eins og i Icesave-málinu.

Hanna Birna varaformaður lét afar gáleysisleg orð falla um Evrópu[sambands]stofu í Silfri Egils, raunar fávísleg orð, því að hún á að vita, að sá nær kvartmilljarður króna, sem Evrópusambandið hefur ákveðið að setja hér í beinan áróður, fer í gegnum "stofurnar" tvær í Reykjavík og á Akureyri.

Þar að auki: Með því að innanríkisráðherrann Ögmundur ætlar þrátt fyrir kæru að kveinka sér við að beita sér gegn því máli, rétt eins og ríkisstjórnin öll og fótgöngulið hennar í þinginu, þá hefur skapazt þarna fordæmi, sem trúlega yrði haldið áfram með í sama knérunn og raunar engin trygging fyrir neinum takmörkunum á fé til þessara hluta, sem birtast myndu svo skyndilega, þegar lokabaráttan hæfist, í formi flóðbylgju áróðurs um allt land.

Bjarni ungi Benediktsson talaði einnig gegn landsfundi, þegar hann sneri út úr samþykkt hans um að viðræðum skyldi lokið við Evrópusambandið. Þar var alls ekki verið að fara fram á neina þjóðaratkvæðagreiðslu um það né um að gerð yrði ný umsókn á árinu og kosið fyrst um hana, þótt formaðurinn leyfði sér faktískt að bera þá stefnu fram.

Hringlandaháttur forystu, sem þegar hafði sýnt í hinu stóra Icesave-máli, að henni var ekki treystandi, og á þar að baki svik við landsfund, er ekki beinlínis örvandi til trausts á þessum flokki. Hann auglýsir samt nú fyrir fé okkar skattborgara í heilsíðu-auglýsingum og vill enn komast til æðstu ráða. Miðað við, hvernig forystan hefur reynzt, hefur hún ekki nema gott eitt af því að hafa á síðustu vikum gersamlega misst af tækifærinu að leiða næstu ríkisstjórn.

Hitt hefði verið spennandi: að sjá einarða forystu flokksins tala í fullum samhljóm við sína sterku grasrót sem lét ekki bjóða sér neina hálfvelgju í Laugardalshöll. Jafnvel menn, sem aldrei höfðu kosið þennan flokk, hefðu þá margir greitt honum atkvæði til að standa vörð um fullveldi Íslands.

Og sú er einmitt frumskylda allra stjórnmálamanna og einkum þeirra sem hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Sjálfstæðisflokkurinn sveik Framsókn eftir að stjórn þeirra hélt velli eftir næstsíðustu kosningar og myndaði stjórn með erkióvininum að undirlagi Þorgerðar Katrínar og annarra laumusamverja innan flokksins. Þar fór sem fór Geir var fíflaður og síðar þakkað með ævarandi sakamannsneglingu á spjald sögunnar. Nú treystum við ekki Bjarna fyrir málum, eftir margan vingulinn og hrukkum einnig í kút, er Hanna Birna fór að vola utan í Samspillinguna með að Landsfundur hafi farið offari. Sannir Sjálfstæðismenn kjósa Framsókn nú, meðan þaðan er helst að vænta að stefnumálum flokksins sé fylgt.

Bjarni gerði í buxurnar í Stjórnlagaráðsmálinu á ógleimanlegan asna og aulahátt. Hann færði Jóhönnu pálmann í hendurnar með að hvetja til þáttöku í atkvæðagreiðslunni. Eyðilagí þar með mótmæli þeirra Sjálfstæðismanna og annarra sem  ákváðu að taka ekki þátt og kjósa ekki.

Taka ekki þátt í ólöglegu athæfi.

Þessi aðkoma Bjarna að þessu máli færði minnihluta er kaus í kosningunum  kórónuna. Þau sem mest fengu í sitt glundur þá, segja  þá sem ekki tóku þátt, tapsára aula. Þetta vopn færði Bjarni þeim og verður ævarandi blettur á hans ferli. Verði það mikið  lengra.

það má segja að Bjarni hafi verið helsti stuðningsmaður Jóhönnu stjórnarinnar með aulahætti og gróðaferli.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:23

Smámynd: K.H.S.

Við færum okkur tímabundið yfir á Framsókn þar sem við treystum ekki forystunni í ESB málum. Bjarni og Illugi eru báðir ESB sinnar og Hanna Birna sem var eina vonin fór að draga í land með að loka ESB áróðurssetrinu. Það fyllti mælinn.

Bjarni klikkaði í Icesave og Stjórnlagaráðsruglinu.

Ný forusta fyrir þarnæstu kosningar og aldrei að vita nema við komim tilbaka. Samfylkingamerðirnir reyna að snúa þessu á haus og njóta til þess aðstoðar RUV DV og Kærujónssneplanna allra.

Það mætti benda Benedict flokksandremmu á að ef Davíð sneri til baka næði flokkurinn einn og sér meirihluta.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 11:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er harla sammála þér um flest hér í raun, Kári, þótt djúpt takirðu í árinni og enda þótt ég vilji vitaskuld ekki svona lítillækkunar-hnjóðsyrði eins og þú notar þarna í lokasetningunni, en þar er ég þó sammála 11 lokaorðunum; en það segi ég þó aðeins fyrir mína hönd, ekki samtakanna.

Jón Valur Jensson, 3.4.2013 kl. 14:01

3 Smámynd: K.H.S.

Gott og gillt Jón. Tek ábendingar þínar alvarlega. Þetta í restina hraut af vörum mér,

K.H.S., 3.4.2013 kl. 14:09

4 Smámynd: K.H.S.

smekkleHTML-ham Athugasemd.

 Davíð er eina vonin, annað gaspur skiptir ekki máli. Af stað með það.

Bold (Ctrl+B)Italic (Ctrl+I)Underline (Ctrl+U)Unordered listOrdered listUndo (Ctrl+Z)Redo (Ctrl+Y)Insert/edit linkUnlinkIndentOutdentEmotions
Text Cut, Copy & Paste not allowed
 

Vakta athugasemdir við þessa færslu
gt kemur næst og er þar vinsælast. Er það yfirleitt fyrsta sögn í uppistandi Jómóu foringja.

K.H.S., 3.4.2013 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband