ESB er "skrímsli" sem verður að stöðva

bukovsky-2

Fréttir þurfa ekki að vera rangar af því að þær eru gamlar. Fyrir sjö árum hélt Vladimir Bukovsky, þá 63 ára, ræðu um ESB í boði Sjálfstæðisflokks Breta á pólskum veitingastað í Brussel.

Hann vísaði til leyniskjala, sem hann hafði aðgang að 1992 og innihéldu "áætlun" um að breyta ESB í sósíalísk samtök. Bukovsky hafði áður setið tólf ár í fangelsum í Rússlandi fyrir andstöðu við kerfið og var að lokum rekinn úr landi árið 1967. En árið 1992 var honum boðið af rússnesku ríkisstjórninni að vera viðstaddur réttarhöld til að bera vitni sem sérfræðingur í málaferlum um hvort kommúnistaflokkurinn væri glæpasamtök. Þá fékk hann aðgang að ýmsum skjölum, sem enn eru klössuð sem leyniskjöl. Honum tókst að ná afriti af mörgum skjölum t.d. skýrslu KBG til sovésku ríkisstjórnarinnar.

Gögnin sýndu, að Sovét var aðili að hugmyndinni um að breyta ESB í alríki gegnum samstarf vinstri flokka í Evrópu. Gorbatjov kallaði verkefnið "hið sameiginlega heimili Evrópu."

Kommúnistar og jafnaðarmenn í Evrópu óttuðust að styrkur Margrétar Thatcher kæmi í veg fyrir að vinstri flokkar ættu sér viðreisnar von. Sovétstjórnin hafði verið andstæðingur ESB en eftir samráð með jafnaðar- og kommúnistaflokkum víða að í Evrópu breytti Sovét alfarið um stefnu, þegar möguleikinn kom að breyta ESB í alríki í stað frjáls markaðar. 

Í ræðu sinni bar Bukovsky saman ESB og USSR og sýndi fram á, að lítill munur væri á valdauppbyggingu ESB og gamla Sovét. Hann líkir framkvæmdastjórninni við Pólítbýró kommúnistaflokksins þar sem ókjörnir menn sitja óábyrgir gerða sinna. Evrópuþinginu líkir hann við Supreme Soviet með svipaða hönnun og tilgang.  80 þúsund blaðsíðna regluverki ESB segir hann að líkist Gosplan, þar sem allt er ákveðið í smáatriðum niður í rær og skrúfur. Bukovsky meinar, að ESB sé Sovét light þar sem Europol hefur enn ekki náð sömu stöðu og KGB en varar við þróun, sem mun gera Europol valdmeiri en KGB.

Fyrir sjö árum spáði Bukovsky, að það yrði efnahagshrun í ESB, bæði vegna ofvaxtar báknsins og póítisks gjaldmiðils evrunnar.

"Ég er ekki í neinum vafa. Evrópusambandið mun hrynja á mjög líkan hátt og Sovétríkin hrundu."

"Þeim mun fyrr sem við hættum við ESB þeim mun betra."

Bukovsky telur, að tíminn sé orðinn naumur til að hægt sé að ná fram breytingum á friðsaman veg.

"Ég veit ekki hvernig staðan verður á morgun með fullfleygu Europool mönnuð með fyrri Stasi eða Securitate liðsforingjum. Allt getur gerst."

Hægt er að nálgst upplýsingar hér 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband