Anders Borg varar sænsku bankana við að greiða út arð til eigenda

borg2_974720c

"Ég skal vera skýr með þetta; byrja bankarnir að ræða um að greiða út arð, þá skerpum við áhættuvægið. Núna er ekki staða fyrir bankana að hefja útborgun arðs til hlutafjáreigenda eða að endurkaupa hlutabréf, "

sagði Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar á fundi ESB-nefndar sænska þingsins 9. nóvember.

Orðið áhættuvægi, sem hljómar svolítið tæknilega, táknar kröfu um eiginfjárbindingu bankanna til að geta mætt og staðið undir hugsanlegum áföllum. Ef Borg gerir alvöru úr hótun sinni, þurfa bankarnir að binda meira eigið fé til að geta staðið undir áhættusömum húsnæðislánum.

Fyrrum sósíaldemókratíski fjármálaráðherrann Thomas Östros er í dag framkvæmdastjóri sænska bankasambandsins, hann segir að bankarnir í Svíþjóð séu langt yfir eiginfjárbindingarskyldu sinni, sem þar að auki er hærri í Svíþjóð en hjá öðrum bönkum.

"Í markaðsefnahagskerfi verða eigendur og stjórnir að fá að greiða út arð," segir kratinn Östros.

"Ég reikna með því, að ríkisstjórnin sé bæði stolt og ánægð með hversu vel sænsku bankarnir eru fjármagnaðir." 

Í dag skellur efnahagskreppa evrulandanna með fullum þunga á Svíþjóð og er hraði boðaðra uppsagna sænskra fyrirtækja rúm 1000 manns á viku (leiðrétt 12.okt. frá degi hverjum). það eru fremst útflutningsfyrirtæki á sviði stál- og pappírsiðnaðar en einnig hátæknifyrirtæki eins og Ericsson sem segja upp starfsfólki. Byggingariðnaðurinn fylgir þétt á eftir. 

Kratarnir eru sjálfum sér líkir, loka augunum fyrir raunveruleikanum og halda áfram spilltu líferni með vinum sínum í fjármálaheiminum.


mbl.is Hollt að hafa góðar húsreglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband