ESB kaupir fisk fyrir almannafé og eyðileggur til að halda uppi hærra verði til neytendans!

Fjellner_743191bSænski Evrópuþingmaðurinn Christoffer Fjellner er yfir sig hneykslaður á fiskistefnu Evrópusambandsins, sem notar peninga skattgreiðenda til að kaupa fisk fyrir ruslahaugana til að halda uppi fiskverði til neytenda. Hann hafði heyrt um þetta og bað rannsóknarstofu Evrópuþingsins að athuga málið. Í grein í Sænska Dagblaðinu 10. okt. skrifar Christoffer Fjellner: "Ég fékk sjokk. Bara árið 2009 voru yfir 17 000 tonn af ferskum fiski eyðilagt og af þeim voru 34 tonn í Svíþjóð. 2009 var ekkert sérstakt ár, 2008-2010 voru yfir 40 000 tonn af ferskum fiski eyðilagt í Evrópu. Í Svíþjóð var það ýsa, makríll, rauðspetta og rækjur. Ekkert bendir til þess, að ástandið fari batnandi, þvert á móti."

Christoffer finnst það sjúkt, að skattpeningar séu notaðir til að kaupa ferskan fisk og eyðileggja og meinar að þörfin á nýrri fiskistefnu sé bráðaðkallandi: "Við eigum ekki að fiska meira en hafið þolir og þann fisk, sem við fáum upp eigum við að borða en ekki kasta burt dauðum í hafið eða brenna. Nýjar rannsóknir sýna, að fiskistofnar Evrópu hafa minnkað það mikið, að þeir eru minna en 10% af stærð sinni eftir seinni heimsstyrjöldina. Sjávarútvegsráðherra Svíþjóðar Damanaki hefur varað við því að allt að 91% af fiskistofnum Evrópusambandsins geti hrunið innan 10 ára nema einver stjórkostleg breyting eigi sér stað."

Christoffer Fjellner leggur til þrjár mikilvægar aðgerðir til að laga fiskistefnuna:

1. ESB verður tafarlaust að hætta styrkveitingum til launa, verðlags og olíu í sjávarútvegi.

2. Bann við brottkasti til að koma í veg fyrir allt að 80% aflans sé hent dauðum til baka í hafið.

3. Afnám sjúks verðlagskerfis, sem þvingar skattgreiðendur að borga fyrir að henda fínum fisk á ruslahaugana til þess að hækka verð til neytenda.

Gústaf Adolf Skúlason

Vefurinn fishsubsidy.org birtir upplýsingar um styrki ESB til sjávarútvegs ásamt auglýsingamynd samtakanna um stöðvun styrkveitinga ESB til sjávarútvegs innan ESB, sjá hér fyrir neðan.

 

 

ska_rmavbild_2012-10-11_kl._17.26


mbl.is Átök á hörpuskelsmiðum í Ermarsundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband