Erlend blöð taka eftir því íslenzka andófi sem hið ESB-dygga Fréttablað þegir um!

Evrópusambandið ætlast til þess að styrkþegar sínir og "samstarfsaðilar" eins og háskólar auglýsi ESB með því að flagga ESB-fánanum ekki síður en þjóðfánanum. En bændur á Suðurlandi sýna sinn hug og sinn dug með skiltum sínum: ESB - Nei takk, og þessu taka erlendir blaðamenn eftir, þótt Fréttablaðið og Fréttatíminn "láti sér fátt um finnast" og feli einfaldlega þessa staðreynd.

Eftirfarandi er mjög athyglisvert í frétt Mbl.is um þetta mál:

  • Þá segir í umfjölluninni að íslenskir embættismenn hafi varað Steingerði [Hreinsdóttur, umsjónarmanni verkefnisins Katla Jarðvangur í tengslum við gosið í Eyjafjallajökli 2010] við því að það kunni ekki að verða vinsælt á meðal íbúa svæðisins að setja upp skilti með fána Evrópusambandsins en venjulega gerir sambandið þá kröfu að verkefni sem fjármögnuð eru af því séu merkt fánanum. Haft er eftir Steingerði að embættismennirnir hafi sagt að Evrópusambandið vildi að auglýst væri að sambandið hefði veitt fjármagni til verkefnisins en að það skildi að það gæti verið viðkvæmt í augum bænda.

ESB-tröllið neyðist sem sé til að halda sig á mottunni til að styggja ekki landann enn frekar og gerir því ekki sömu kröfur þarna eins og t.d. í Bretlandi þar sem hinn hvimleiði fáni þessa gamla nýlenduvelda-bandalags fær að þjóna auglýsinga- og montáráttu pótintátanna í Brussel, jafnvel á fornfrægum menntasetrum eins og Oxford, Cambridge og St Andrews, sem hvert um sig er meira en 50 sinnum eldra en evran, og vafalítið munu þessar stofnanir lifa evru-tilraunina um margar aldir.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Varað við óvinsældum ESB-fánans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband