Fólk í Evrópu að vakna upp við martröð evrunnar

Alls staðar að í Evrópu berast niðurstöður skoðana- og álitskannana, sem allar sýna vaxandi óánægju með evruna, ESB og efnahagsástandið. Skiptir engu máli, hvort þær koma frá Svíþjóð, Þýzkalandi, Spáni eða Grikklandi, allar benda þær í sömu átt: fólk er að vakna upp við martröð evrunnar. Að Þjóðverjar í svo ríkum mæli, sem nú mælist, eða um 65% telja, að þeir hefðu haft það betra án evrunnar er nýtt met. Þar með er Þýzkaland komið á hæla Póllands, Svíþjóðar og Bretlands en tæp 90% Breta, 84% Svía og rúm 70% Pólverja telja sig betur komin að vera án draumfara á borð við evruna. Það, sem gæti breytt myndinni, er ef Spánverjum og Portúgölum hafi magnast svo reiðin að þeir nái að fella hið nýja met Þjóðverja.

Evran var tekin upp með lúðrablæstri og fögrum ræðum ár 2000 og er rúmum áratug síðar orðinn harmleikur fátæktar og atvinnuleysis í Evrópu. Reiði almennings á eftir að vaxa enn, þegar hann skilur að ólýðræðisleg vinnubrögð ESB eru meðvituð hönnun á teikniborði arkitekta ESB. Nú ætlar framkvæmdastjórnin að stjórna fjárlögum ríkjanna í nýju ríki og byrjað er á að komast yfir peninga skattgreiðenda með hinu nýja bankasambandi evrunnar.

Anders Borg, fjármálaráðherra Svía, hefur stappað niður fæti og sagt hingað og ekki lengra. Í viðtölum í Svíþjóð og Finnlandi hefur hann lýst þessu markmiði ESB sem "óraunhæfu og óhæfu." Hann ásakar ESB um að vilja koma bankavandamálum yfir á skattgreiðendur landa, sem ekki hafa evru sem gjaldmiðil og það án þess, að viðkomandi ríki geti greitt atkvæði um þær ákvarðanir, sem teknar eru. 

Á sama tíma og fólk vaknar upp – og sú mynd verður sífellt skýrari, að íbúar ESB eru búnir að fá sig fullsadda af gjörsamlega misheppnuðu ævintýri, þá lemur framkvæmdastjórn ESB hausnum við steininn og heldur áfram á brautinni að stórveldinu. José Manuel Barosso heldur ræðu um að mynda Sambandsríki, sem ekki á að vera neitt stórveldi heldur bara eitt sameiginlegt ríki ríkjanna í Evrópusambandinu. Framkvæmdastjórn ESB vinnur fullum fetum að því að útrýma því, sem eftir er af lýðræðinu í Evrópu.

Skoðanakannanir sem þessi, sem þýzka Bertelsmann-stofnunin hefur gert staðfesta allar þennan bitra sannleika fyrir íbúa Evrópulandanna./gs


mbl.is Telja sig betur setta án evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk Gústaf ..

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2012 kl. 18:39

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Það rignir yfir okkur niðurstöður um ástandið. Sem betur fer er fólk að vakna til vitundar. Gústaf Skúlason

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 17.9.2012 kl. 20:58

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær Gústaf. Kærar þakkir.

Jón Valur Jensson, 17.9.2012 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband