Vigdís skapar tækifæri enn á ný

Enn á ný gefur Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, alþingismönnum og þjóðinni tækifæri til að segja álit sitt á tilraunum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur að troða Íslandi að fólki forspurðu inn í ESB.

Síðast þegar Vigdís lagði fram svipaða tillögu greiddu orðameistarar VinstriGrænna, sem þykjast vera á móti ESB, atkvæði gegn tillögu Vigdísar. Verst kom atkvæðið út hjá Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, sem nokkrum sinnum í hverjum mánuði undanfarið hálfa árið hefur sagt, að nú sé tími til kominn til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Sem kunnugt er greiddi Ögmundur atkvæði gegn tillögu Vigdísar um að þjóðin fengi að segja sitt álit.

Allt ESB ferli ríkisstjórnarinnar er laumuspil með furðulegustu útspilum oftast í kringum einhvern ennþá furðulegri "pakka", sem enginn hefur séð, fær nokkurn tímann að sjá, hvorki umbúðir né innihald. Ráðherrar vinstri grænna halda sér dauðahaldi í stólana sína og farga má landinu svo lengi sem takið heldur, hvort sem það heitir ESB eða eitthvað annað.

Skyldi kosningaár gera haldið sleipara?

Ef Ögmundur vill vera samkvæmur sjálfum sér í tvöfeldninni, þá finnur hann sér ástæðu til að greiða atkvæði gegn tillögu Vigdísar í þetta skiptið líka. Vigdís er með tvo herramenn sér við hlið núna, sem á sinn hvern hátt gætu gefið Ögmundi ástæðu til að segja nei: nefnilega fyrrum samherjann Ásmund Einar Daðason, sem ekki lét bjóða sér að axla þá tvöföldu skikkju gagnvart kjósendum sínum, sem Ögmundur og aðrir Vinstri Grænir bera. Ásmundur skildi skikkjuna eftir og gekk í hinn röska Framsóknarflokk, sem heill fer fyrir bændum og öðrum landsmönnum í varðveislu sjálfstæðis okkar og rétti til að ráða yfir eigin lífi. Hinn herramaðurinn, Árni Johnsen, þingmaður sjálfstæðismanna til margra ára er sjálfsagt ástæða Ögmundar til enn fleiri ára að segja NEI, NEI, NEI, þjóðin má ekki kjósa um aðildina að ESB!

Svik VinstriGrænu forystunnar tryggir, að flokkurinn hverfur undir steingrímu eftir næstu alþingiskosningar.

Hvíl í friði VinstriGræn.

gs 


mbl.is Kosið verði um aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband