Eigi skal launa slæma framkomu

Það verður fróðlegt, að sjá heimkomu fjöldamálaráðherrans Steingríms J. Sigfússonar eftir fundinn með sjávarútvegsráðherra/kommissjóner Maria Damanaki í London 3. sept. n.k. Honum verður gert ljóst, að ESB ræður för og hann sendur til baka með samning að skapi ESB. Annars!

Það virðist enginn hörgull á hótunum hjá ESB og þeim, sem eru uppfóstraðir í menningu Evrópusambandsins. Þar þýðir "samstarf" að ganga að kröfum framkvæmdastjórnarinnar. Þess vegna verður áhugavert að sjá, hvað mikið af ellefu kröfum útgerðarfyrirtækja í ESB og Noregi, sem Maria Damanaki lætur fylgja með sem ESB-kröfur í "samninga"viðræðunum við íslenska fjöldamálaráðherrann.

Ísland fékk ekki að vera með við "samninga"borðið hér áður fyrr. Það þótti ekki taka því að vera bjóða svona smáþjóð við borð hinna stóru og þurfti landið að beita olnbogunum til að fá að komast að. Enda er ein af kröfum dagsins að útiloka Grænlendinga frá borðinu með því að neita að viðurkenna landið sem strandríki. Samt er Grænland strandríki, hvað svo sem vitringar ESB segja. En ekki hentar ESB eða  Norðmönnum núna frekar en fyrri daginn, að viðurkenna landfræðilegar staðreyndir, þegar "semja" þarf um skiptingu makrílkvótans, því sérhver fiskur til Grænlands verður einn mínus til hinna. 

Kröfurnar gagnvart Íslandi eru í grænlenska veru:

Byrja upp á nýtt, draga fyrri "tilboð" til baka. Ásaka Ísland og Færeyjar fyrir yfirgengilegar kröfur og alls ekki launa slæma framkoma. Banna veiðar Íslands í norskri eða ESB lögsögu og beita öðrum bönnum og kvöðum eftir "þörfum". Stöðva aðildarferli Íslands að ESB, endurskoða kolmunnasamninga, svo hægt sé að skerða hlutdeild Íslands og þar fram eftir götunum.

Ef marka væri eitt milligram af orðum klofintunguráðherrans, sem heldur því fram, að Ísland sé ekki í aðlögunarferli, þá er fyrirséð að hann snýr heim án samnings. Eins og andstæðingar Íslands segja: Enginn samningur er betri en slæmur.

En við er að búast, að fjöldamálaráðherrann komi heim, þrátt fyrir vísindalegar rannsóknir Íslendinga upp á margfalt meiri haldbæran afla, með samning upp á 3,1 % kvóta skv. hlutfallslegum stöðugleika. Skiptir þá eigin ráðherrastóll og stöðuleiki ríkisstjórnarinnar öllu máli. 

Spurningin verður þá, hvort ráðaherrastóllinn velti, vegna óstöðuleikahlutfalls og Valts Gengis Vinstri Grænna. /gs


mbl.is Vilja hlé á ESB-viðræðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband