Ég skammast mín fyrir að ég kaus evruna

“ESB-búrókratarnir vissu mætavel að evran mundi lenda í krísu en reiknað var með að allir myndu festast og kreppan við það breytast í lyftistöng sem gæti þvingað fram stofnun Bandaríkja Evrópu þrátt fyrir andstöðu fólksins,” skrifar Lars Bern, meðlimur í Konunglegu Verkfræðivísindaakademíunni um áramótin á vefsíðu Newsmill.se

 

 

Þeir eru margir Svíarnir sem algjörlega hefur snúist hugur eftir að raunverulegur tilgangur evrunnar og evrukrísunnar hefur afhjúpast og allar þær þjáningar sem einkum íbúar Suður-Evrópu þurfa að þola, vegna tilraunarinnar um Súperríki Evrópu.

 

Í dag eru næstum því 86% Svía andvígir því að taka upp evru. Einungis 11,4% vilja taka upp evru skv. skoðanakönnun SKOP um áramótin meðal 1000 Svía (sjá línurit).

 

 

afstadasvia 

 

“Við Evrópubúar höfum lengi dáðst að og öfundað framgang og styrkleika Bandaríkjamanna. Sú tilfinning hefur örugglega verið mikilvæg ástæða fyrir vexti Evrópusambandsins. Fyrir yfirstétt stjórnmálanna í Evrópu hefur markmiðið allan tímann verið að mynda Bandaríki Evrópu. Í ákafanum hefur manni yfirsést, hversu gjörólíkar forsendurnar hafa verið”, skrifar Lars.

 

“Líti menn á ríki Evrópu og beri saman við USA ættu allir að skilja, að verkefnið, sem við reyndum að fá í gang hérna megin, hafði miklu verri möguleika á að heppnast. Sjálfur hef ég lengi tilheyrt þeim, sem fönguðu drauminn á gagnrýnislausan hátt. Í öllum kosningum hef ég kosið það sem var jákvætt fyrir sænskan aðgang og sambandshugmyndina. Ég kaus meira að segja evruna, sem ég sé eftir í dag og skammast mín fyrir. Ég hefði mátt vita betur.

 

Núna skil ég, að draumurinn er hægt en örugglega að breytast í martröð. Við höfum skapað búrókratiskan risa á leirfótum, sem lifir sínu eigin lífi án nokkurrar lýðræðislegrar stjórnunar.”

 

“Það sem auðkennir stóran búrókratisma er stöðug ásækni þeirra eftir meiri viðurkenningu til að auka vald sitt. Fyrir ESB-búrókratanna hefur þetta þýtt, að þeir hafa leitað eftir ógn, sem hægt væri að nota til réttlæta meiri yfirbyggingu. Í byrjun, á meðan ESB var fríverslunarsamband, þá voru viðskiptamálin aðalatriðið.  En með aukinni valdagræðgi hefur verið ruðst inn á önnur svið eins og öryggismál, umhverfismál og innflytjendapólitík.”

 

Lengra í greininni skrifar Lars Bern:

 

“Hvernig gat fallegi draumurinn um sameinaða Evrópu mistekist svona herfilega? Það finnast sjálfsagt margar hlutaskýringar en ég held, að manneskjulegur veikleiki skipti hér miklu máli. Allt sjónarspilið með stórfundi ESB, ráðherraráðinu og hinu táknræna þingi hefur orðið að leikstofu yfirstéttar stjórnmálamanna í Evrópu. Það hefur í hæsta máta verið hvetjandi fyrir ráðherra okkar að geta farið til Bryssel og snætt kvöldverð með þekktum þjóðarleiðtogum og komast með á myndir í heimspressuna eða að minnsta kosti í sjónvarp í Evrópu. Þetta hefur verið mun skemmtilegra heldur en að puða á þinginu heimavið eða í fundarherbergjum sveitafélaganna.”

 

“Fyrir ESB-búrókratana var upptaka evrunnar að sjálfsögðu mikilvægt skref í að malbika völdin og þjappa þeim enn meira saman í Bryssel. Það hafði engin áhrif, að margir hagfræðingar vöruðu við því að taka upp einn og sama gjaldmiðilinn hjá öllum þessum ólíku löndum. Persónur í leiðandi stöðum vissu mætavel, að það yrði kreppa á leiðinni, en þá var gengið út frá því, að allir myndu festast og kreppan við það breytast í lyftistöng, sem gæti þvingað fram stofnun Bandaríkja Evrópu, þrátt fyrir andstöðu fólksins. Það er síðasti kaflinn í þessu ferli, sem við erum vitni að í dag.

 

Núna, þegar allt lítur út fyrir að ganga á verri veg, fáum við að heyra frá þessum stjórnmálamönnum, sem hafa málað sig út í ESB-hornið, að ESB sé upprunalega friðarverkefni. Með því að búa til sambandið sé hægt að forðast illdeilur í framtíðinni. Það er smámunasamt að komast að því, að staðan sem þeir hafa nú komið okkur í með óheyrilegum lýðræðisskorti og þýsk/frönskum einræðistilskipunum leiðir líklega til þess ástands, sem fullyrt er að ESB eigi að koma í veg fyrir. Mótsetningarnar aukast milli fólksins í Evrópu.

 

Ef stjórnmálamenn Evrópu gætu haft hemil á sér væri það skynsamlegasta, sem þeir gætu gert, að skrúfa sundur risann í Bryssel og hverfa aftur til þess, sem hefur verið jákvætt í ESB-verkefninu. Látum fríverslunarbandalag duga og sameiginlegan markað fyrir vörur og þjónustu, það sem fólkið vill hafa ... Látum fólkið í Evrópu fá að lifa í sjálfstæðum frjálsum ríkjum sínum og þróa sérstakar menningararfleifðir sínar í Evrópu, þar sem öllum blómunum verður leyft að vaxa.”

 

Ég hef engu við þessi orð Lars Berns að bæta. Spurningin er, hvort þróunin hafi ekki þegar gengið svo langt, að ekki verði aftur snúið og friðarverkefnið breytist í andstöðu sína.

 

Stokkhólmi 15. maí 2012,

Gústaf Adolf Skúlason.

Greinarhöf. er fyrrv. ritari evrópskra samtaka smáfyrirtækjaeigenda,

hefur birt fjölmargar blaðagreinar um efnahags-, sjávarútvegs- og stjórnmál

og er varaform. Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland.


mbl.is Tóku út 700 milljónir evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Frábær grein, sem staðfestir það sem ég hef sagt ansi lengi. ESB hefur snúist í andhverfu sína. Þetta apparat hefur raunar snúist í lénsveldi og saga ófriðar mun endurtaka sig þvert ofan í þessi göfugu markmið.  Það er rétt að hafa í huga að væringar erjur og stríð í álfunni fyrr á öldum og fram á þennan dag hafa einmitt átt sér rót í imperalisma Þjóðverja og Frakka. Stofnuðu þeir ESB til höfuðs sjálfum sér svo þeir fengju aðhald gegn freistingunni að legga alla evrópu undir sig? Ég held að hugmynin hafi í raun verið sú að þetta bákn ætti að hjálpa þeim að leggja undir sig álfuna án þess að hleypa af skoti.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 03:47

2 identicon

þetta er eina leiðin fyrir þá vegna þess að þeir vita að um leið og þjóðverjar eða Frakkar hleypa af skoti, þá er bandamönnum úr síðustu heimsstyrjöld að mæta Bandríkjunum, Bretum og Rússum. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 08:42

3 identicon

Greinin er frábær, og undirstrikar það að  ævinlega  er einhver innbyggð heimska í svona ofvöxnum skrímslum, Augljós mistök eru að þau ætla að byggja eftrlíkingu af Bandaríkjunum í Evrópu með því að fótum troða lýðræðið sem er hornsteinn Bandaríska þjóðfélagsins.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 08:47

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála, það er alltaf að koma betur í ljós hversu mikil mistök það voru að fara að sækja um aðild og reyna að koma okkur inni Evruumhverfið.  Það þarf að hætta þessu strax.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband