ESB með lagabrot gegn Íslandi - segir hver?!

Munar Evrópusambandið ekkert um að brjóta alþjóðalög, þ. á m. EES-samninginn? En fullyrðir það einhver? Jú, nú síðast sjálft utanríkisráðuneyti Íslands! (sjá fréttartengil).

  • Evrópuþingið hefur verið með til umfjöllunar tillögu framkvæmdastjórnarinnar um reglugerð sem heimili ESB að beita viðskiptaaðgerðum gegn ríkjum sem stundi ósjálfbærar fiskveiðar að þess mati. [Svo!]
  • "Í meðförum þingsins hefur ákvæðum tillögunnar verið breytt þannig að þau ganga í berhögg við EES-samninginn. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þessara breytingatillagna og komið á framfæri mótmælum bæði munnlega og skriflega við sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins, framkvæmdastjórn ESB og við aðildarríki þess," segir m.a. í yfirlýsingu ráðuneytisins. (Mbl.is var með fréttina.)

Verður óhamingju Evrópusambandsins á Íslandi allt að vopni? Jafnvel tryggasti vinur þess, utanríkisráðherrann úr Samfylkingunni, sér sig tilneyddan til að snupra eina aðalstofnun Evrópusambandsins, þá sem næst kemst því að vera lýðræðislega valin.

Í yfirlýsingunni, sem er á ensku,* beinir ráðuneytið því til Evrópusambandsins "að það virði í hvívetna alþjóðlegar skuldbindingar sínar við ákvarðanir og beitingu viðskiptaaðgerða af þessu tagi. Sérstaklega er vísað til ákvæða bókunar 9 í EES samningnum sem banna allar viðskiptaaðgerðir sem ganga lengra en löndunarbann á fiski úr sameiginlegum stofnum em deilur standa um ..." (Mbl.is).

Evrópusambandið hefur löngum horft í gegnum fingur sér við lagabrot stóru ríkjanna innan þess, t.d. vegna fjárlagahalla hjá Frökkum og Þjóðverjum, en beitir svo þeim reglum hart gegn smærri ríkjunum. Öllu verra er hitt, að sambandið fremji lögbrot gegn smáþjóðum. Það væri þá reyndar ekki í fyrsta sinn gagnvart Íslandi.

  1. Í Icesave-málinu virðist ESB ekki geta virt eigin tilskipun 94/19/EC og hefur því farið í mál við Ísland fyrir EFTA-dómstólnum!
  2. Með starfsemi "Evrópustofu" og 230 milljóna fjáraustri hingað í s.k. kynningarstarfsemi er Evrópusambandið að brjóta Vínarsáttmálann um skyldur sendiráða og ríkja, eins og Tómas Ingi Olrich hefur upplýst í merkri grein sinni nýlega.

Vekja ber athygli á mjög góðri grein, nýbirtri hér, eftir Gústaf Skúlason, varaformann Samtaka um rannsóknir á Evrópusambandinu og tengslum þess við Ísland: Ætla Íslendingar að innleiða fiskveiðistefnu ESB?

* Statement by Iceland at the EEA Joint Committee 30 April 2012.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Reglugerð brýtur gegn alþjóðalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband