Hart tekizt á um fullveldi landsins í eigin málum á Alþingi

Jafnvel Össur Skarphéðinsson segir að í umdeildri þings­álykt­unartillögu* felist meira fullveldisframsal en dæmi séu um. Hans "lausn" er hins vegar ekki skömminni skárri en hans alræmda ESB-auðsveipni fram til þessa: hann vill að við gerum þetta valdaframsal bara auðvelt með því að heimila það með stjórnarskrárbreytingu!!

Allmikið var fjallað um þetta málefni í hádegisfréttum Rúv í dag, enda mikið deilt um það á þingfundi í morgun.

Merkilegt þótti mér hve linur og slappur hinn annars ágæti Birgir Ármannsson reyndist í málinu. Jafnvel Katrín Jakobsdóttir, form. VG, var mun skörulegri í orðum sínum um að það sé mjög alvarlegt mál, ef hér verði gengið hart að fullveldisréttindum landsins.

"Svo bregðast krosstré sem önnur tré" (og á ég þó ekki við krosstré Krists í þessu sambandi, enda er Birgir ekkert af því taginu!).

* Þarna var gefinn tengill beint inn á þingskjal Alþingis með þessari alvarlegu tillögu til þingsályktunar, þ.e. um að Ísland gang­ist und­ir yfirþjóðlegt fjár­mála­eft­ir­lit ESB, en umfjöllun um málið má finna í þessum vefgreinum:

Styrmir Gunnarsson í fyrradag: Athyglisverð niðurstaða hjá Össuri - en skrýtin ályktun

og í gær: Það getur ekki verið að samstaða sé um aukið framsal fullveldis hjá VG (sjá neðar**)

og þessi pistill undirritaðs hér í gær: Fljóta þingmenn sofandi að feigðarósi gagnvart EES-máli sem stefnir í fullveldis­framsals­brot gagnvart stjórnarskrá?

** Vera má, að með grein sinni í gær hafi Styrmi tekizt að ýta með þeim hætti við formanni Vinstri grænna, að hvatt hafi hana til þeirra óvenju-skörulegu orða í dag, sem vísað var til hér ofar.
En NEI, þetta var borin von um Katrínu, eins og ljóst er af orðum Styrmis:

... Hitt kemur meira á óvart, sem fram kemur í fréttum mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG vill líka breyta stjórnarskránni í þessa veru.

Samkvæmt þeirri frétt hefur Katrín sagt á Alþingi að það sé "löngu tímabært að setja ákvæði í stjórnarskrána um heimild til framsals á ríkisvaldi að því gefnu að framsalið njóti stuðnings aukins meirihluta þingmanna".

Uppgjafarstefnan í algleymingi hér! En það er eðlilegt, að Styrmir REYNI, það gerði hann hér (í gær):

  • Getur verið að samstaða sé um þessa afstöðu meðal Vinstri grænna?
  • Það er einfaldlega óhugsandi.
  • Nú skiptir máli að þeir meðlimir Vinstri grænna, sem eru annarrar skoðunar, láti til sín heyra.
  • Þeir geta með engu móti tekið þátt í þessum leik.

Og e.t.v. hafði þetta stundaráhrif á Katrínu í þinginu í morgun, nema orð hennar séu bara til að sýnast svo stuttu fyrir kosningar.

En umfram allt höldum þessu máli vakandi með þrýstingi á Alþingi, m.a. með innleggjum á þessa vefsíðu, sem sést víða, og með netpósti til alþingismanna (hér komast menn í netfangaskrá þeirra og símanúmer!). 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meira framsal en nokkur dæmi eru um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband