Hart tekizt á um fullveldi landsins í eigin málum á Alþingi

Jafnvel Össur Skarphéðinsson segir að í umdeildri þings­álykt­unartillögu* felist meira fullveldisframsal en dæmi séu um. Hans "lausn" er hins vegar ekki skömminni skárri en hans alræmda ESB-auðsveipni fram til þessa: hann vill að við gerum þetta valdaframsal bara auðvelt með því að heimila það með stjórnarskrárbreytingu!!

Allmikið var fjallað um þetta málefni í hádegisfréttum Rúv í dag, enda mikið deilt um það á þingfundi í morgun.

Merkilegt þótti mér hve linur og slappur hinn annars ágæti Birgir Ármannsson reyndist í málinu. Jafnvel Katrín Jakobsdóttir, form. VG, var mun skörulegri í orðum sínum um að það sé mjög alvarlegt mál, ef hér verði gengið hart að fullveldisréttindum landsins.

"Svo bregðast krosstré sem önnur tré" (og á ég þó ekki við krosstré Krists í þessu sambandi, enda er Birgir ekkert af því taginu!).

* Þarna var gefinn tengill beint inn á þingskjal Alþingis með þessari alvarlegu tillögu til þingsályktunar, þ.e. um að Ísland gang­ist und­ir yfirþjóðlegt fjár­mála­eft­ir­lit ESB, en umfjöllun um málið má finna í þessum vefgreinum:

Styrmir Gunnarsson í fyrradag: Athyglisverð niðurstaða hjá Össuri - en skrýtin ályktun

og í gær: Það getur ekki verið að samstaða sé um aukið framsal fullveldis hjá VG (sjá neðar**)

og þessi pistill undirritaðs hér í gær: Fljóta þingmenn sofandi að feigðarósi gagnvart EES-máli sem stefnir í fullveldis­framsals­brot gagnvart stjórnarskrá?

** Vera má, að með grein sinni í gær hafi Styrmi tekizt að ýta með þeim hætti við formanni Vinstri grænna, að hvatt hafi hana til þeirra óvenju-skörulegu orða í dag, sem vísað var til hér ofar.
En NEI, þetta var borin von um Katrínu, eins og ljóst er af orðum Styrmis:

... Hitt kemur meira á óvart, sem fram kemur í fréttum mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins, að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG vill líka breyta stjórnarskránni í þessa veru.

Samkvæmt þeirri frétt hefur Katrín sagt á Alþingi að það sé "löngu tímabært að setja ákvæði í stjórnarskrána um heimild til framsals á ríkisvaldi að því gefnu að framsalið njóti stuðnings aukins meirihluta þingmanna".

Uppgjafarstefnan í algleymingi hér! En það er eðlilegt, að Styrmir REYNI, það gerði hann hér (í gær):

  • Getur verið að samstaða sé um þessa afstöðu meðal Vinstri grænna?
  • Það er einfaldlega óhugsandi.
  • Nú skiptir máli að þeir meðlimir Vinstri grænna, sem eru annarrar skoðunar, láti til sín heyra.
  • Þeir geta með engu móti tekið þátt í þessum leik.

Og e.t.v. hafði þetta stundaráhrif á Katrínu í þinginu í morgun, nema orð hennar séu bara til að sýnast svo stuttu fyrir kosningar.

En umfram allt höldum þessu máli vakandi með þrýstingi á Alþingi, m.a. með innleggjum á þessa vefsíðu, sem sést víða, og með netpósti til alþingismanna (hér komast menn í netfangaskrá þeirra og símanúmer!). 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Meira framsal en nokkur dæmi eru um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru stórtíðindi að Samfylkingarþingmenn hafi loksins áttað sig á þeirri einföldu staðreynd að það stenst ekki þann eið sem þeir hafa svarið að stjórnarskránni, að véla um óbeislað framsal ríkisvald í hendur erlendra valdastofnana.

Ekki síst í ljósi þess að að fyrir atbeina þeirra var einmitt reynt að véla um slíkt framsal, með "umsókn" sem þau sendu til Evrópusambandsins árið 2009. Ef umsókn skyldi kalla, enda var hún samkvæmt þessu ólögmæt.

Þessi 180 gráðu viðsnúningur hjá Samfylkingunni, er reyndar mjög jákvæður, því batnandi fólki er best að lifa.

Næsta skref í þessu bataferli, er að þau átti sig á því, að "ný stjórnarskrá" verður ekki sett nema á grundvelli og í samræmi við gildistökureglur núgildandi stjórnarskrár og það drengskaparheit sem þingmenn hafa svarið að henni. Þess vegna verður aldrei hægt með stjórnskipulega réttum hætti, að setja lög um "nýja stjórnarskrá" sem innihéldi ákvæði sem heimiluðu víðtækara framsal ríkisvalds heldur en rúmast innan núgildandi stjórnarskrár. Slík lög væru einfaldlega andstæð stjórnarskrá og væru því að vettugi virðandi.

Lengi hefur mig grunað að Össur sé í raun fullveldissinni, hann eigi bara eftir að fatta það sjálfur. Þessi nýjustu ummæli benda til þess að núna sé hugsanlega eitthvað farið að rofa til skilnings hjá honum.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.9.2016 kl. 17:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þessu fylgdist ég ekki með frá Alþingi en skírist þá betur óvenjulega engilblítt viðmót Össurar í Hallgrímskirkju í dag.-

Þar var kvaddur elskulegur vinur og nágranni séra Árni Pálsson.Blessuð sé minning hans.  

Helga Kristjánsdóttir, 23.9.2016 kl. 02:48

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ánægður er ég með fyrstu fjóra málsliði innleggs þíns, Guðmundur, en þegar kemur að þeim fimmta og síðasta, fellurðu heldur betur fyrir augljósri áróðursbeitu Össurar ásamt tilheyrandi flírulátum hans og trúðshætti. Að ímynda þér, að "Össur sé í raun [orðinn] fullveldissinni," er einkar einfeldningslegt, enda áttu að vita, að hann vill einmitt heimild inn í stjórnarskrána til að fyrirgera fullveldi okkar í þessu máli og öðrum! Og hann hefur öll síðustu átta ár að minnsta kosti verið einn helzti óvinur fullveldis þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson, 23.9.2016 kl. 12:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Komnar eru þær lyktir í þetta mjög svo skaðsamlega mál, að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar var samþykkt með 31 atkvæði gegn 18 mótatkvæðum.

Jón Valur Jensson, 23.9.2016 kl. 13:13

5 Smámynd: Samstaða þjóðar

Mér sýnist að hér sé mikill misskilningur á ferðinni, því að verið er að ruglast á hugtökunum »fullveldi« og »sjálfstæði«, sem ekki er vænlegt til vitrænnar umræðu. Er þessi ruglandi kominn frá Össuri eða Styrmi ? Báðir eru þeir hatursmenn Lýðveldisins þannig að einu má svo sem gilda frá hvorum vitleysan er komin.

Um þennan stóra rugling hef ég oft ritað, meðal annars hér:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/2173470/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 23.9.2016 kl. 16:34

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

Önnur slóðin var röng, en kemur hér:

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1307965/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 23.9.2016 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband