Baktjaldamakk Samfylkingar um ESB-umsóknina þarf að koma algerlega upp á yfirborðið

Árni Páll: "Við byggðum aðildarumsókn að ESB á flóknu baktjalda­samkomu­lagi, sem aldrei hélt, í stað þess að fá skýrt umboð frá þjóðinni til að fara í aðildar­viðræður, sem hefði bundið alla flokka við umsóknar­ferlið." Hann flokkar því Össurar­umsóknina sem "mistök".*

Merkilegt að uppgötva þetta svona eftir á. Og nú á Árni það eftir, eins og bent var á í leiðara Morgunblaðsins í dag, að lýsa því fyrir okkur með nákvæmum, sannsöglum hætti, hvernig þetta mikla baktjalda­samkomu­lag varð til, hverjir voru þar aðalleikendur, innlendir eða erlendir, og hvort einstaklingar úr öðrum flokkum en Jóhönnustjórnarinnar komu þar við sögu; ennfremur út á hvað þetta baktjaldasamkomulag gekk – hvort til dæmis skyldi fyrir alla muni forðazt, að þjóðin yrði spurð ráða.

Ennfremur var þetta meðal þeirra helztu mistaka sem Árni Páll nefndi í frægu bréfi sínu í gær:

"Skuldir heimilanna Þegar fólk var að drukkna í skuldafeni tókum við að okkur í of ríkum mæli að útskýra fyrir fólki að það ætti að borga skuldir sínar, í stað þess að taka okkur stöðu með fólki gegn fjármálakerfi.

Icesave  Við studdum samning um Icesave sem varði ekki ítrustu hagsmuni þjóðarinnar og mæltum gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hann."

Sannarlega var kominn tími til sannleiksuppgjörs í Samfylkingunni við hennar arfaslappa feril í Icesave- og ESB-málum. En seint mun Árna Páli takast að fá samþingmenn sína í SF alla til að iðrast. Hætt er við, að nú verði hangið í þögn að hætti Oddnýjar Harðardóttur og afneitun á borð við undanfærslur og nýskáldskap Steingríms J. Sigfúsonar í Icesave-málinu og raunar í fleiri mjög viðkvæmum fjármálum fyir hann.

Árni Páll hefur óneitanlega hreinni skjöld í sumum þessum málum en sam­ráðherrar hans fyrrverandi. Þannig léði hann fyrstur manna í stjórnarliði Jóhönnu máls á því að snúa við blaðinu í Icesave-málinu eftir á.

* Reyndar var Árni Páll einn meðal fárra sem gerðu sér grein fyrir því, að Össurar-umsóknin var, eins og á henni var haldið, beint stjórnarskrárbrot, sbr. hér: Árni Páll Árnason minnir óvart á að ESB-umsókn Össurar og hans eigin flokks var ólögmæt!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Bréf Árna Páls kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband