Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að efna sitt kosningaloforð að loka "Evrópustofu"?

Stendur kannski til að leyfa henni fyrst að eyða 433 milljónum í sinn áróður?!!!*

Takið eftir, að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, var hvergi með nein sviksamleg ummæli fyrir eða eftir kosningarnar 2013 um að EKKI ætti að loka "Evrópustofu".

Þetta er stefna flokksins, samþykkt á landsfundi 21.-24. febr. 2013 (leturbr. hér):

  • Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
  • Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
  • Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér. 

Síðan eru liðnir nær 15 mánuðir. Hvað líður efndunum? 

Loks skal minnt á þetta, sem birtist hér í grein fyrir tæpum 13 mánuðum: 

  • Að lokum skulum við minnast þess, að stuðningur stjórnarsinna við 230 milljóna áróðursapparatið Evrópu[sambands]stofu virðist skýrt brot á 88. gr. landráðalaganna.
  • Athafnasemi Evrópusambandsins í áróðursmálum á trúlega eftir að stóraukast : mest orkan sett í lokabaráttuna, þegar dregið gæti að hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. En jafnvel þegar á liðnu ári voru réttarbrot ESB-manna í þessu efni orðin svo augljós og ófyrirleitin, að íslenzkur fyrrverandi sendiherra, Tómas Ingi Olrich, sá sig knúinn til þess að rita um það blaðagreinar til að afhjúpa, hvernig bæði "Evrópustofa" og framferði ESB-sendiherrans Timos Summa braut í bága við alþjóðlegar skyldur sendiráða samkvæmt bæði íslenzkum lögum og Vínarsáttmálanum. Sjá hér greinar hans: Summa diplómatískra lasta (eitilsnjöll grein í Mbl. 2. apr. 2012), sbr. pistil á þessu vefsetri: Lögleysu-athæfi sendiherra. 

* Sjá frétt hér: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1503834/ – þar segir m.a.: "Evrópusambandið hefur styrkt Evrópustofu um 2,1 milljón evra, sem svarar 325 milljónum króna á núverandi gengi, á tímabilinu 2011 til 2014. Til skoðunar er að framlengja samninginn til 2015 og gæti viðbótarfjárhæð vegna þess numið um 108 milljónum." – Samtals yrðu þetta 433 milljónir árin 2011–2015 !!! Það eru einungis hnjáliðaveiku flokkarnir, sem þora ekki að stöðva þessa ósvinnu –– flokkar sem eiga enga virðingu skilda fyrir hugleysi sitt. En sjálfstæðismenn hafa enn tíma til að ÞRÝSTA Á sína forystusveit að bregðast ekki flokksmönnum einu sinni enn með svikum við ofangreinda landsfundarsamþykkt.

Jón Valur Jensson. 


Rekið af ykkur slyðruorðið, stjórnarþingmenn!

Gunnar Bragi Sveinsson hljómar eins og hann sé ekki nógu sterkur á svellinu í ESB-málinu, þrátt fyrir á köflum augljósan vilja hans til að fá þingsályktunartillögu sína samþykkta um að draga Össurarumsóknina til baka. 

Við eigum öll, fullveldis- og sjálfstæðissinnar, og einkum þeir, sem eru í samstarfsflokki Gunnars Braga, Sjálfstæðisflokknum, að styðja við bakið á sérhverri viðleitni til að efnd verði kosningaloforð stjórnarflokkanna um "að aðildarviðæðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu," svo að vitnað sé til ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokks 24. febrúar 2013.

Gunnar Bragi á ekki að þurfa að upplifa sig sem einangraðan í þessu máli. Þetta er vilji stjórnarflokkanna beggja, og enn er meirihluti þjóðarinnar andvígur því að fara inn í Evrópusambandið þrátt fyrir sleitulausan og þjóðar-sundrandi áróður ESB-aflanna og það á sama tíma og æ meira hefur komið í ljós um viðamikla ágalla á stefnu og verkum þess stórveldabandalags.

Jón Valur Jensson. 


mbl.is Ný ESB-tillaga kemur til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband