Hvenær ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að efna sitt kosningaloforð að loka "Evrópustofu"?

Stendur kannski til að leyfa henni fyrst að eyða 433 milljónum í sinn áróður?!!!*

Takið eftir, að formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, var hvergi með nein sviksamleg ummæli fyrir eða eftir kosningarnar 2013 um að EKKI ætti að loka "Evrópustofu".

Þetta er stefna flokksins, samþykkt á landsfundi 21.-24. febr. 2013 (leturbr. hér):

  • Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.
  • Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
  • Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér. 

Síðan eru liðnir nær 15 mánuðir. Hvað líður efndunum? 

Loks skal minnt á þetta, sem birtist hér í grein fyrir tæpum 13 mánuðum: 

  • Að lokum skulum við minnast þess, að stuðningur stjórnarsinna við 230 milljóna áróðursapparatið Evrópu[sambands]stofu virðist skýrt brot á 88. gr. landráðalaganna.
  • Athafnasemi Evrópusambandsins í áróðursmálum á trúlega eftir að stóraukast : mest orkan sett í lokabaráttuna, þegar dregið gæti að hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu. En jafnvel þegar á liðnu ári voru réttarbrot ESB-manna í þessu efni orðin svo augljós og ófyrirleitin, að íslenzkur fyrrverandi sendiherra, Tómas Ingi Olrich, sá sig knúinn til þess að rita um það blaðagreinar til að afhjúpa, hvernig bæði "Evrópustofa" og framferði ESB-sendiherrans Timos Summa braut í bága við alþjóðlegar skyldur sendiráða samkvæmt bæði íslenzkum lögum og Vínarsáttmálanum. Sjá hér greinar hans: Summa diplómatískra lasta (eitilsnjöll grein í Mbl. 2. apr. 2012), sbr. pistil á þessu vefsetri: Lögleysu-athæfi sendiherra. 

* Sjá frétt hér: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1503834/ – þar segir m.a.: "Evrópusambandið hefur styrkt Evrópustofu um 2,1 milljón evra, sem svarar 325 milljónum króna á núverandi gengi, á tímabilinu 2011 til 2014. Til skoðunar er að framlengja samninginn til 2015 og gæti viðbótarfjárhæð vegna þess numið um 108 milljónum." – Samtals yrðu þetta 433 milljónir árin 2011–2015 !!! Það eru einungis hnjáliðaveiku flokkarnir, sem þora ekki að stöðva þessa ósvinnu –– flokkar sem eiga enga virðingu skilda fyrir hugleysi sitt. En sjálfstæðismenn hafa enn tíma til að ÞRÝSTA Á sína forystusveit að bregðast ekki flokksmönnum einu sinni enn með svikum við ofangreinda landsfundarsamþykkt.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Það að loka á upplýsingaflæði er ekki í anda opins, frjáls samfélags þar sem ríkuleg upplýsingagjöf er forsenda gagnrýnnar hugsunar og forsenda farsælla ákvarðana.

Að loka á upplýsingagjöf gengur þvert gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins um opið og frjálst samfélag.

Þetta var einhver al dapurlegast samþykkt flokksins míns "ever".

Gísli Gíslason, 20.5.2014 kl. 08:32

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ertu alveg að drepast úr Evrópusambands-meðvirkni, Gísli Gíslason?

Kallarðu milljónahundraða-flóð "upplýsinga" úr einni átt "í anda opins, frjáls samfélags þar sem ríkuleg upplýsingagjöf er forsenda gagnrýnnar hugsunar og forsenda farsælla ákvarðana"?

Veiztu ekki, að þegar um er að ræða styrki til stjórnmálaflokka, þá er einstökum fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar með hámark styrkja?

Viltu að um ESB-mál gildi eitthvað allt annað?

Ef Ísland hefði sótt um inngöngu í Bandaríkin, teldirðu þá Bandaríkjunum heimilt að ausa hér inn mörghundruð milljóna áróðursfé til að gylla fyrir okkur það stórveldi?

Þú játar þig að vera í þessum flokki, en ert algerlega upp á kant við þinn eigin landsfund í þessu máli -- og mætir svo hér með hræsnisfullar gerviröksemdir, sem eru engum manni sæmandi. En þetta þjónar svo sem þessu stórveldi þínu, sem þú vilt augljóslega allt fyrir gera.

Maður þarf að fara lengra til samanburðar en að hugleiða vissa menn á Sturlungaöld til að finna eitthvað sambærilegt við ESB-undirróðursmennina á Íslandi. Quislingar ýmsir koma upp í hugann og samverkamenn Sovétríkjanna.

Og þér virðist sömuleiðis standa á sama þótt andi laganna sé svívirtur hér og reglur Vínarsáttmálans þerbrotnar. Ég skora á þig og aðra að lesa grein Tómasar Inga, sem vísað er til hér neðarlega í færslunni.

Jón Valur Jensson, 20.5.2014 kl. 10:45

3 Smámynd: Jón Bjarni

Ertu að halda því fram Jón Valur að Evrópusambandið megi ekki kynna sig og sína starfsemi hér á landi? Hvaða tegund af fasisma er það eiginlega?

Viltu þá líka banna sendráð ríkja sem eru þér ekki að skapa

Samanburður við inngöngu í Bandaríkin er þess utan fullkomlega fáránlegur, enda er aðild að ESB langt frá því að vera eitthvað í líkingu við það að verða eitt af ríkjum Bandríkjanna.

Jón Bjarni, 20.5.2014 kl. 16:11

4 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Uppteknir. Svörum þessu rakalausa rugli seinna.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 20.5.2014 kl. 16:41

5 Smámynd: Jón Bjarni

Þú þarft þessi ekki mín vegna JV, ég veit ca. hvert svarið er..

Jón Bjarni, 20.5.2014 kl. 16:54

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón Bjarni Steinsson, sem lengi lét sem hann væri bara hlutlaus áhorfandi, en var þó í sífellu að mæla beint og óbeint með Evrópusambandinu með innleggjum á vefsíður, gengur hér fram með freklegri hætti en nokkru sinni, þar sem hann flokkar viðhorf pistilsskrifara hér undir auvirðilega ofbeldis-ídeólógíu fasismans!

1) Jón, þú kemst ekki upp með svona staðlaus meiðyrði hér framar.

2) Ég veit ekki til þess, að ég hafi lagt til, að bönnuð yrðu sendráð ríkja sem eru mér ekki að skapi, en stóð margar mótmælastöðurnar utan við kínverska sendiráðið vegna þjóðernishreinsana Rauða-Kína í Tíbet og meðferðar Pekingstjórnarinnar á námsmönnunum sem voru sallaðir niður með vélbyssum á "Torgi hins himneska friðar". En Evrópusambandið ER með sendiráð hér á landi (auk sendiráða Frakka, Þjóðverja, Breta o.s.frv.) og hefur ekkert með þessa "kynningarstofu" (raunar tvær) hér að gera til að auka möguleika þess stórveldis á því að halda uppi þvílíkum áróðri, að riðið getur baggamuninn í staðföstum tilraunum þess að gleypa lýðveldið ísland og "gefa" því 0,06% atkvæðavægi til áhrifa á ákvarðanir um t.d. fiskveiðimál sín í hinu afar volga ráðherraráði, sem setur lög á því sviði. -- En við þetta má bæta, að ESB-sendiráðið (eitt það alyngsta hér á landi) hefur þegar brotið gegn landslögum okkar (sbr. ívitnaða grein Tómasar Inga Olrich), enda kannski ekki við öðru að búast, svo mikil er í reynd fyrirlitning ESB á þjóðinni, eins og kom í ljós í Icesave-málinu, þar sem gerðardómur skipaður fulltrúum þriggja ESB-valdaapparata (framkvæmdastjórnar ESB, Evrópska Seðlabankans og ESB-dómstólsins í Lúxemborg) felldi einróma þann dóm yfir Íslendingum síðla hausts 2008, að við ættum að borga Icesave-kröfur Breta og Hollendinga! Síðar kom í ljós, í algerri sýknun EFTA-dómstólsins, að þetta var dómsmorð hjá ESB-útsendurunum og átti sér enga stoð í lögum!

3) Þingmönnum Sjálfstæðisflokks er SKYLT að efna það kosningaloforð, sem felst í þessari ályktun landsfundar flokksins í febr. á liðnu ári: "Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér."

4) Evrópusambandið stefnir að því að verða ekki aðeins ríkjasamband, heldur sambandsríki. "Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, bls. 103, feitletrun hér.) Orð Jóns Bjarna um ESB og USA eru því lygin uppmáluð, því að vel veit hann þetta allt.

Jón Valur Jensson, 20.5.2014 kl. 20:02

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Það er greinilegt að sumir vilja filterera upplýsingar til almennings um EB mál. Það er eins og var í Sovjét í denn !

Gísli Gíslason, 21.5.2014 kl. 20:04

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þér er frjálst að skrifa hér, Gísli, en ekki þeim sem ber(a) upp á greinarhöfunda fasísk viðhorf.

Jón Valur Jensson, 21.5.2014 kl. 20:38

9 Smámynd: Gísli Gíslason

Jón þú villt semsagt ekki bara loka Evrópu stofur heldur enn frekar takmarka skoðanir hér.

Gísli Gíslason, 22.5.2014 kl. 08:51

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gísli, hér hefur nánast aldrei þurft að takmarka skoðanir.

En það er ekki ýkja gáfulegt af þér að setja tilhæfulausa og heimskulega fasisma-aðdróttun á borð með hverjum öðrum skoðunum.

Jón Valur Jensson, 22.5.2014 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband