Að Úkraína fari í ESB og NATO er ekki jafn-sjálfsagt og sumum virðist

ESB-predikaranum Ólafi Þ. Stephensen virðist í leiðara 4. þ.m. þykja sjálfsagt að Úkraína hefði sótt um að ganga í NATO og raskað þar með öllu jafnvægi á svæðinu. Kænugarður er ein af upphafsborgum Rússaveldis, bæði veraldlega og andlega, þar var heil. Vladimír stórfursti, ættfaðir rússnesku konungs- og keisaraættarinnar, og tignaður sem þjóðardýrlingur Rússlands. Það væri fráleitt fyrir Rússa að vita af NATO-herstöð norðarlega í Úkraínu, nærri Kiev, og eins að NATO taki við Sevastopol-flotastöðinni um 2043. (Nánar um allt þetta o.fl. >  http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1369690/ ).

En Ólafi ritstjóra ESB-Fréttablaðsins finnst líka sjálfsagt, að Evrópusambandið ágirnist Úkraínu, eins og segja má að komið hafi fram í opinberri yfirlýsingu Rampuys, forseta leiðtogaráðs ESB. (-->  http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1366854/ ).

Sennilegt er, að samhliða hafi ESB stundað undirróðursaðferðir til að stuðla að upplausninni þar og valdatöku ESB-sinnaðra afla. Vinur minn íslenzkur á konu frá Úkraínu, og ættingjar hennar vita af því, að fólki var boðið að í endurgjald fyrir þriggja daga mótmælaþátttöku á Maidan-torginu í Kiev fengi það sem svaraði til hálfs mánaðar launa. Útþenslustefna lýsir sér ekki bara í beinu hernámi, og Brusselherrarnir geta sem bezt litið í eigin barm um tilefni þess sem nú hefur gerzt.

Jón Valur Jensson. 


Bloggfærslur 6. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband