Að Úkraína fari í ESB og NATO er ekki jafn-sjálfsagt og sumum virðist

ESB-predikaranum Ólafi Þ. Stephensen virðist í leiðara 4. þ.m. þykja sjálfsagt að Úkraína hefði sótt um að ganga í NATO og raskað þar með öllu jafnvægi á svæðinu. Kænugarður er ein af upphafsborgum Rússaveldis, bæði veraldlega og andlega, þar var heil. Vladimír stórfursti, ættfaðir rússnesku konungs- og keisaraættarinnar, og tignaður sem þjóðardýrlingur Rússlands. Það væri fráleitt fyrir Rússa að vita af NATO-herstöð norðarlega í Úkraínu, nærri Kiev, og eins að NATO taki við Sevastopol-flotastöðinni um 2043. (Nánar um allt þetta o.fl. >  http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1369690/ ).

En Ólafi ritstjóra ESB-Fréttablaðsins finnst líka sjálfsagt, að Evrópusambandið ágirnist Úkraínu, eins og segja má að komið hafi fram í opinberri yfirlýsingu Rampuys, forseta leiðtogaráðs ESB. (-->  http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1366854/ ).

Sennilegt er, að samhliða hafi ESB stundað undirróðursaðferðir til að stuðla að upplausninni þar og valdatöku ESB-sinnaðra afla. Vinur minn íslenzkur á konu frá Úkraínu, og ættingjar hennar vita af því, að fólki var boðið að í endurgjald fyrir þriggja daga mótmælaþátttöku á Maidan-torginu í Kiev fengi það sem svaraði til hálfs mánaðar launa. Útþenslustefna lýsir sér ekki bara í beinu hernámi, og Brusselherrarnir geta sem bezt litið í eigin barm um tilefni þess sem nú hefur gerzt.

Jón Valur Jensson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Jón Valur.

Þrátt fyrir þessi gildu rök sem þú setur fram, þá megum við ekki gleyma því að íbúarnir sjálfir verða að fá að segja sitt um þróunina. Þá er fyrsta skrefið lýðræðisleg kosning til þings þeirra og verður að fá að fara fram án byssukjafta hersins hans Pútín auk þess að Krím verði með í þeirri kosningu. Þá má í framhaldinu hugsa sér að greitt verði atkvæði um það hvort Krím vilji færa sig undir Pútin eður ei, en þá þarf slík kosning að fara fram eftir þeirri stjórnarskrá sem fyrir er og sem fyrr án þess að byssukjaftar Pútíns gíni yffir kjörkössunum eins og síðast.

Við erðum að hætta að hugsa fyrir þessar þjóðir og treysta þeim fyrir því að ráða sínum högum án afskipta Pútíns eða ESB vissulega. Pútín og ESB verða að átta sig á því, en þau geta haft uppi rök sín og kynna fyrir þjóðum en ráða ekki fyrir þær. Pútín ber að draga her sinn tafarlaust frá Krím og leyfa lýsðræðinu að hafa sinn gang og sjálfsákvörunarrétt íbúanna. Pútin er auðvitað ekki alinn þannig upp en verður að sætta sig við nýjan veruleika heimsins.

Ef Ronald Reagan æri við völd í Bandaríkjum Ameríku þá hefði Pútín ekki vogað sér inn á Krím. RR hefði séð til þess að þetta færi fram með lýðræðislegum hætti. Gleymum því ekki að það er eins víst að Krím kjósi að halla sér að Pútín, en það þarf að koma í ljós eftir þeim aðferðum sem ég hef hér tíundað !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2014 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband