Fjárhagur Evrópustofu margfaldur á við það sem sagt var í upphafi?! Styrkir hennar (ætlaðir til áróðurs) fara víða til að hafa áhrif á hugi manna!

Halldóra Hjaltadóttir stjórnmálafr.nemi og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, voru í viðtali á Útvarpi Sögu þennan mánudag. Þar kom fram, að "Evrópustofa" fær árlega (til brúks og dreifingar) 700.000 evrur. Þetta eru 109.942.000 kr. m.v. núv. gengi. Samt var í upphafi talað um, að Evrópustofa fengi í heild 230 millj. kr. En 110 millj. á hverju ári eru strax á 3. ári komnar fram úr þeirri upphæð!

Hér virðist ausið inn ómældu magni af áróðurs- og upphitunarfé úr sjóðum Evrópusambandsins, í miklu meiri mæli en menn töldu í upphafi. Takið eftir, að þar er ekki verið að ræða um IPA-styrki, aðeins fjárhagsveldi "Evrópustofu"!

Halldóra nefndi, að ungir jafnaðarmenn, ungir framsóknarmenn, ungmennafélög, stúdentaráð, skátarnir, tvær kirkjur o.fl. aðilar hefðu fengið styrki frá Evrópustofu!

Það er greinilegt, að allar leiðir eru reyndar til að kaupa sig inn á Íslendinga, og lík var einmitt reynsla fleiri þjóða sem hurfu inn í þetta stórveldi, oft á naumum meirihluta atkvæða í lokin, og þegar svo sumar þjóðirnar sáu sig um hönd eftir á (eins og Svíar), þá var ekki hægt að snúa til baka!

Þá er rétt, að fram komi, að hin sama "Evrópustofa" (= Evrópusambands-áróðursstofa) sendi fyrir skemmstu starfsmenn sína í vinnustaðaheimsókn í Samherja, til að kynna Evrópusambandið og nýja sjávarútvegsstefnu þess (sem hefur þó alls ekki verið samþykkt!) fyrir starfsfólki fyrirtækisins í Reykjavík. Ennfremur er Evrópustofa með "námskeið" fyrir meðlimi ASÍ og BSRB um ESB í samstarfi við Félagsmálaskólann, og ber það heitið "Hvernig starfar ESB?"

Allt er greinilega reynt til að útbreiða áróður til að mýkja veikgeðja Íslendinga til að gleypa við flugum ESB, en áður höfðu sendiherrar ESB og útþenslumálastjórinn fyrrverandi, Olli Rehn, reynt með afar gagnrýnisverðum hætti að hlutast til um íslenzk innanríkismál, eins og áður hefur verið frá sagt.

Í framhjáhlaupi má geta þess, að Halldóra Hjaltadóttir, sem er formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, upplýsti m.a. í þættinum að hún sendi Fréttablaðinu grein um ESB-mál til birtingar, en fekk hana ekki birta. Einnig hefur félag hennar sent 5 ályktarnir til fjölmiðla. Fjórar af þeim birtust í Morgunblaðinu, en engin í Fréttablaðinu! Þetta er dæmigert fyrir hlutdrægni og ESB-þjónkun þess fjölmiðils, sem í viku hverri er með margvísleg þókknunarskrif í þágu Evrópusambandsins.

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 25. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband