Málþóf og áfram reynt að knýja á um að ríkisstjórn vinni þvert gegn stefnu sinni

Vitaskuld er það rétt hjá forsætisráðherra, að "það er órökrétt að sækja um [Esb-]aðild og vera að reyna að komast inn í sambandið ef menn vilja ekki að þær viðræður beri árangur." 

Málþóf örvæntingarfullra Evrópusambandssinna á Alþingi í dag, undir liðnum 'störf forseta', sem flestir hafa þó lýst trausti sínu á, blasir við þeim, sem fylgjast með umræðunni. Reynt er að þæfa málið í stað þess að ræða það sem er efsti liður á óafgreiddri dagskrá þingsins í dag: 'Umsókn Íslands [sic] um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka' (340. mál).

Kl. rúml. 17 í dag gerði þingforseti hlé á þingfundi, og hefst hann aftur kl. 17.45, en verður þá aftur farið að ræða 'störf forseta'?!

JVJ. 


mbl.is „Það geta ekki allir orðið glaðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband