Evrópusambandið sækist eftir Úkraínu

Og hvað sagði Herman van Rompuy? Jú, þetta (í skilaboðum á ráðstefnu um Úkraínumál í Sviss): "Úkraína á heima í Evrópusambandinu"!

 

Þetta talaði hann vitaskuld ekki sem prívatmaður, einstaklingur úti í bæ. Maðurinn er forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og lýsir þarna vitaskuld ekki einkaskoðun, heldur vilja þeirra þar. Og ímyndum okkur ekki, að þeir geri ekkert í þessum ásetningi sínum. 

 

Þetta er því fullt tilefni til að hafa áhyggjur af því, að ESB sjái sér hag í að ýta undir byltingu í Úkraínu, valdayfirtöku eða skiptingu landsins ella -- með líklegum blóðfórnum eins og í Sýrlandi (þar sem um 135.000 manns hafa nú týnt lífi í tveggja ára uppreisn og borgarastríði, sem ýtt hefur verið undir með vopnasendingum vestrænna ríkja til uppreisnarmanna -- ekki sízt frá ríkjum Evrópusambandsins!).

 

PS. Þegar Herman van Rompuy lýsti því yfir, að Úkraína ætti heima í Evrópusambandinu, gerði hann nánast nákvæmlega það sama og Olli Rehn, fv. útþenslustjóri ESB, sagði í viðtali við Handelsblatt:  “Islands natürlicher Platz ist in der EU – eðlilegur eða náttúrlegur staður Íslands er í Evrópubandalaginu.” – Þetta var frek íhlutun í okkar innanríkismál (sjá nánar í aths. hér neðar), og eins var um orð Rompuys gagnvart Úkraínu.


Bloggfærslur 14. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband