Þarna geta Brusselbossar séð sér færi til myndunar bæði sambandsríkis og ESB-hers!

Skoðanakönnun meðal íbúa Evrópusambandsins gefur enn frekari ástæður til tortryggni af okkar hálfu gagnvart framtíðarhorfum þess. Meirihluti þeirra, sem taka afstöðu, er hlynntur því að sambandið þróist yfir í að verða að sambandsríki (eins og Þýzkaland og Bandaríkin), 34% frekar hlynntir og 11% mjög hlynntir, en 22% frekar andvígir og 13% mjög andvígir. Samrunastefnan er þarna á fullu, en þetta var raunar vilji ESB-þingsins þegar fyrir síðustu aldamót.

  • Ennfremur eru samkvæmt könnuninni 63% hlynnt því að Evrópusambandið komi sér upp einni utanríkisstefnu en 27% eru því andvíg. 73% eru að sama skapi hlynnt því að sambandið fái sameiginlega öryggis- og varnarstefnu en 19% á móti því. (Mbl.is, leturbr. hér.)
Hins vegar er meirihluti íbúa Evrópusambandsins á móti frekari stækkun þess; 52% eru á móti fjölgun ríkja sambandsins og 37% hlynnt fjölgun þeirra. Það sýnir svo græskuleysi margra Íslendinga, að 48% íslenzkra manna, sem tóku þátt í könnun kostaðri af ESB um þetta, eru hlynnt frekari stækkun Evrópusambandsins á móti 40% sem eru henni andvíg. 
  • Um er að ræða svokallaða Eurobarometer-skoðanakönnun ESB sem gerð er tvisvar sinnum á ári. Sá hluti sem fjallar um Ísland er unninn fyrir sambandið af Capacent. (Mbl.is)

En hér skal hnykkt á því, að valdamenn í Brussel geta nú séð færi á því að efna til meiri samræmingar á herjum sínum og herstjórn. Það hefur lengi verið í pípunum, en lítil hrifning fyrir því t.d. í brezka sjóhernum. En vitað er, að ráðamenn ESB vilja þetta, ella væri ekki hinar auð-nýtilegu valdheimildir fyrir Evrópusambandið í þessum efnum að finna í Lissabonsáttmálanum. Og jafnvel þótt þetta fæli kannski aldrei í sér herskyldu, myndu engin ríki sambandsins sleppa við framlag af einhverju tagi – fjárhagslegu hið minnsta – til þess samhæfða hers.

Og nú geta Brussel-bossar borið það fyrir sig, að þessi miðstýringar-hervæðing sé það sem almenningur í ESB vilji! Almenningur á meginlandinu er hins vegar græskulítill eins og fólk hér, og það að tala þarna um "öryggisstefnu" nægir eflaust í skoðanakönnun til að taka góða sveiflu í átt til þess, sem Brusselmenn höfðu ætlað sér. En líklegt er raunar, að æ fleiri hugsi þetta sem viðnám gegn frekari fólksstraumi múslima, og andstaðan við fjölgun ESB-ríkjanna kann einkum að byggjast á andstöðu við inntöku Tyrklands. Einboðið er raunar, að tilraunir til innlimunar Úkraínu í ESB muni kosta hættulega árekstra við Rússland Pútíns og Brusselmönnum affarasælast að gleyma slíku, og samt er sú útþensluhyggja sjálfum Herman van Rampuy ofarlega í huga, síðast þegar af honum fréttist!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vilja að ESB verði sambandsríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og hvað sagði van Rampuy? Jú, þetta (í skilaboðum á ráðstefnu í Sviss):

"Úkraína á heima í Evrópusambandinu"!

Þetta talaði hann vitaskuld ekki sem prívatmaður, einstaklingur úti í bæ. Maðurinn er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og lýsir þarna vitaskuld ekki einkaskoðun, heldur vilja þeirra þar. Og ímyndum okkur ekki, að þeir geri ekkert í þessum ásetningi sínum.

Þetta er því fullt tilefni til að hafa áhyggjur af því, að ESB sjái sér hag í að ýta undir byltingu í Úkraínu, valdayfirtöku eða skiptingu landsins ella -- með líklegum blóðfórnum eins og í Sýrlandi (þar sem um 135.000 manns hafa nú týnt lífi í tveggja ára uppreisn og borgarastríði, sem ýtt hefur verið undir með vopnasendingum vestrænna ríkja til uppreisnarmanna -- ekki sízt frá ríkjum Evrópusambandsins!).

Jón Valur Jensson, 14.2.2014 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband