Góð samkoma Heimssýnarfólks

Góður var fundurinn í Heimssýn, samtökum sjálfstæðissinna í Evrópumálum, að kveldi 1. desember, og er full ástæða til að hvetja sem flesta til að sækja þær öflugu samkomur. Dr. Atli Harðarson flutti aðalerindi kvöldsins, einnig töluðu Jón Bjarnason og Halldóra Hjaltadóttir, auk þriggja söngsveita sem héldu uppi afar góðri stemmingu sem endaði loks með fjöldasöng. Fríar veitingar voru á staðnum að vanda. Þollý Rósmundsdóttir var fundarstjóri og aðalskipuleggjandi þessarar samkomu sem tókst með þvílíkum ágætum.  ––jvj.


Bloggfærslur 2. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband