Réttast að taka af Norðmönnum réttinn að veita friðarverðlaun Nóbels

Komið hefur skýrt í ljós undanfarin ár, hversu pólitísk friðarverðlaun Nóbels eru orðin. Verðlaunin eru veitt af pólitískt skipaðri nefnd norska Stórþingsins og formaður Nóbelnefndarinnar er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins og fyrrum forsætisráðherra Noregs Thorbjörn Jagland. Verkamannaflokkurinn er hlynntur aðild að Evrópusambandinu í trássi við yfirgnæfandi meirihluta Norðmanna, sem í tvígang hafa fellt aðild að ESB og eru skv. síðustu skoðanakönnunum í Noregi milli 70-80% á móti inngöngu í ESB.

Strax eftir að friðarverðlaun ársins voru kynnt þustu Norðmenn til NEI við ESB samtakanna og gerðust meðlimir.

Bæði í Noregi og Svíþjóð hafa forystumenn friðarsamtaka látið í sér heyra og lýst yfir furðun sinn á því að veita einum stærsta vopnaútflytjenda í heimi friðarverðlaun Nóbels. Mörg núverandi og fyrrverandi stríða eru háð með vopnum framleiddum innan ESB. Meirihluti tíu stærstu vopnaútflutningsríkja heims eru meðlimir ESB.

Ekki bætir það úr skák, að Alfred Nóbel skrifaði í erfðaskrá sína, að verðlaunin ætti að veita þeirri persónu, sem (laus þýðing):

"mest hefur og á bestan hátt stuðlað að bræðralagi fólks og að leggja niður eða minnka herafla ásamt myndun og útbreiðslu friðarþinga."

Með þessi síðustu orð Alfred Nóbels í huga er algjörlega óskiljanlegt að veita verðlaunin til Evrópusambandsins, sem er stofnun og ekki nein einstök persóna. ESB er á barmi sundrungur og tónnin æ harkalegri við lausn mála. Þannig hótar varaforseti Evrópuþingsins Katalóníumönnum að sjálfstæðisviðleitni þeirra verði barin niður með valdi sem ekkert er annað en ávísun á innbyrðisstríð. Nazisminn vex enn á ný eins og dæmin frá götum Aþenu sýna, þar sem innflytjendur geta ekki lengur látið sjá sig án þess að eiga á hættu að verða lamdir eða teknir af lífi án dóms og laga. Í Portúgal og á Spáni eru mótmælendur slegnir blóðugir niður á götum úti.

Á sama tíma eykur friðsama Sviss herafla sinn með fjórum nýjum herdeildum til að undirbúa sig undir vaxandi óróleika, vegna evrukreppunnar. Hópurinn "FRAMTÍÐ EVRÓPU" undir leiðsögn Þýzkalands vill mynda eitt ríki til að Þýzkaland geti aftur byggt upp herafla og notað iðnað sinn till vopnaframleiðslu enn á ný. Til að ná þessu markmiði hefur reglum ESB verið breytt, þannig að neitunarvald verður tekið af þjóðum en meirihluti (eftir sérstökum reglum) ræður. Þannig losa Þjóðverjar sig við óþægilega Englendinga, sem eru allt annað en hressir með, að Þýzkalandi verði enn á ný gert kleyft að auka hermátt sinn, sem þeim var bannað samkvæmt skilmálum við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Framtíðarsýn þessa hóps fellur alveg að sambandsríkjahugmynd framkvæmdastjórnar ESB, sem endanlega vill leysa upp sjálfsákvörðunarrétt þjóða, sem aðild eiga að sambandinu. Framkvæmdastjórn ESB er að verða jafnvaldamikil og á sömu forsendum og konungar miðalda í Evrópu. Almenningur getur ekki sett þá af, þótt flestir vildu.

Friðarverðlaun Nóbels í ár eru álíka fáranleg og að veita hönnuðum TITANIC verðlaun fyrir frábært öryggi á meðan heimurinn allur horfir á skipið sökkva og reynir að bjarga þeim, sem bjargað verður, í yfirfulla lífbáta. Krata- og ESB-klíkan í Noregi notar nafn Alfred Nóbels til að auka ljóma hvers annars en erfðaskrá Nóbels sett í ruslatunnuna.

Tvííj!!!!!

Leggjum niður úthlutunarnefnd Nóbels í Noregi og finnum einhvern annan aðila, sem reiðubúinn er að sýna minningu Alfreð Nóbels lágmarks virðingu.

Gústaf Adolf Skúlason 


mbl.is Breyta ekki afstöðu Norðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

ESB flytur ekki út nein vopn. ESB er ekki sambandsríki heldur samstarfsvettvangur 27 sjálfstæðra of fullvalda ríkja. Þessi ríki ráða sjálf hvaða vörur þau framleiða til útflutnings enda um sjálfstæð og fullvalda ríki að ræða öfugt við það sem sumir ESB andstæðingar eru að reyna að telja fólki trú um. Samstarfsvettvangur ESB ríkjanna hvað sölu á framleiðsluvörum áhrærir nær einungis til sölu á innri markaði að öðru leyti en því að ESB hefur gert viðskiptasamninga við stóran hluta ríkja heinsins sem aðildarríkin njóta góðs af. Vopnakaup ríkisstjórna eru ekki hluti af viðskiptasamningum enda innheimta ríki almenn ekki tolla af vopnakaupum sínum.

Fullyrðingin um hótun ESB um valdbeitingu til handa Katalóníumanna kjósi þeir sjálstæði er ekki svaraverð. ESB hefur aldrei hótað neinum valdbeitingu enda er ESB leiðandi afl í heiminum hvað varðar mannréttindi og lýðræði.

ESB ber ekkki ábyrð á útlendingahatri meðal sumra Grikkja.

Það má vel vera að einhverjir innan ESB vilji mynda sambandsríki en slíkt er ekki á stefnskrá ESB. Til þess þarf að breyta stofnsáttmálanum og við slíkar breytingar hafa öll ríki ESB neitunarvald og það eru engin áform uppi um að breyta því. Það er útilokað að öll ríki ESB muni samþykkja slíkt.

Sigurður M Grétarsson, 14.10.2012 kl. 10:09

2 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Skrýtið að vera kópíera eigið blogg og birta hjá öðrum. Ekki gerum við það hjá fullveldisvaktinni.

Ég skil vel, að rökin eru horfin hjá ykkur Samfylkingarfólki en það er engum öðrum um að kenna en ykkar eigin blindu, sem lifið í afneitun á staðreyndum.

Ritari Hitlers sagði á háum aldri í sjónvarpsviðtali, að lítið sem ekkert hefði verið rætt í hennar hópi um útrýmingu Gyðinga og Holocaust. Þvert á móti voru allir uppteknir í aðdáun á Foringjanum fram á síðustu stund. Þegar fréttin um sjálfsmorð hans sló niður sem sprengju í skýlið fóru viðstaddir að hágráta.

Afsakanir þínar og undansláttur til varnar ESB og gjörðum búrókratanna í Brussel er lélegt haldreipi allra þeirra milljónum kvenna, manna og barna í aðildarríkjum ESB, sem í dag búa við atvinnuleysi, húsnæðisleysi og matarleysi. Einhvern veginn finnst mér, að þeir sem kenna sig við jafnaðarstefnu ætti að ljá rödd einhverra þessara einstaklinga eyra.

Það er góð byrjun að staldra við og heyra hrópin, sem nú heyrast um alla Evrópu.

Næsta skref er að HLUSTA VEL, þ.e.a.s. hugsa um AF HVERJU allt þetta fólk er að mótmæla ESB og harma omanneskjuleg lífskjör.

Að þessum skilyrðum uppfylltum skapast kanski grundvöllur til sanngjarnra skoðanaskipta.

GAS

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 14.10.2012 kl. 11:21

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víst er það vilji Esb-ráðamanna að stofna sambandsríki, SMG. Þannig talar t.d. Barroso og van Rampuy, og þannig talaði m.a.s. Esb-þingið þegar árið 1997,* og aðrir málsmetandi menn í stærstu ríkjunum tala þannig einnig, t.d. Michel Rocard í Silfri Egils fyrir um þremur og hálfri klukkustund!

Að breyta stofnsáttmálum er svo vel mögulegt og miklum þrýstingi beitt í slíkum tilvikum; eins gæti orðið til tvenns konar Esb. út úr slíkri viðleitni, en það er alveg á hreinu, að auðsveipni Samfylkingar-forystuliðsins hér á Íslandi er þvílík (þrátt fyrir andstöðu 40% grasrótarinnar), að Sf. myndi fljúga inn í sambandsríki Evrópusambandsins á hraða hljóðsins, ef hún aðeins gæti.

* "Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi árið 2014; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands yrði aðeins 0,06%.

Jón Valur Jensson, 14.10.2012 kl. 17:08

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Samtök um rannsóknikr á ESB. Ég er ekki að kópera neitt af minni bloggsíðu, þetta er sjálstæð athugasemd við það sem hér kemur fram þó vissulega breytist rökin ekki enda standa þau.

Hvað ert þú að blanda inn í þetta þeim heimatilbúnu vandamálum sem eru í sumum ESB ríkjum með miklu atvinnuleysi og fátækt. Þetta er ekki sök ESB og er ekki afleiðing af ESB aðild þessara rikja helsur er þetta afleiðing af óstjórn í ríkisfjámálum þessara tilteknu ríkja. Þvert á móti er ESB að reyna eins og hægt er að lágmarka tjónið með björgunarpakka. Þó hann sé vissulega erfiður þá er hann ekkert við hliðina á því sem þessar þjóðir þyrftu að ganga í gegn um ef þær nytu ekki þessa björgunarpakka.

Jón Valur. Þó einhverjir innan ESB hafi þann draum að breyta því í sambandsríki þá er það ekki stefna ESB og ekkert sem bendir til þess að það muni gerast. Hvað neitunarvald varðar þá er það einfaldlega þannig að þegar þjóðum fjölgar í fjölþjóðlegu samstarfi þá er útilokað að þróa það áfram ef hver einasta þjóð hefur neitunarvald. Þess vegna er verið að afnema það í ESB í öllum öðrum málum en þeim sem varðar stofnsáttmálann og sáttmála sem sömu reglur gilda um þar með talið aðildarsamningar einstakra ríkja.

Hins vegar eru á móti settar reglur um aukin meirihluta. Þær reglur tryggja þó það gagnvart smáþjóðunum í ESB að ef þær standa saman á móti tillögum að breytingum þá ná þær ekki í gegn sama hvað stóru þjóðirnar segja. Það þarf aldrei fleiri en 10 þjóðir á móti hversu smáar sem þær eru.

Það breytir þó ekki því að alltaf er reynt til þrautar að ná samkomulagi sem allar þjóðirnar geta sætt sig við og það heyrir til algerra undantekninga að það reyni á atkvæðavægi þjóða í samþykktum ESB. Nánast öll mál fara í gegn með 100% samþykki í ráðherraráðinu. Enda er það svo að þó smáríkin hafi ekki mikið atkvæðavægi þá hefur þeim gengið ágætlega að verja sína hagsmuni innan ESB og þau hafa öll haft af því mikinn ávinning að ganga í ESB. Það er ekkert sem bendir til þess að öðruvísi verði farið með Ísland ef við stígum það gæfuspor að ganga í ESB.

Ef hins vegar ESB breytist í eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við, sem er reyndar mjög ólíklegt, þá getum við alltaf gengið aftur úr ESB. Það er því engan vegin óafturkræf ákvörðun að ganga í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 16.10.2012 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband