Eitt sinn ágjarnt ESB ávallt ágjarnt - vill halda öllum veiðirétti við Bretland!

Kröfur ESB til Breta vegna Brexit sanna hve vara­samt er að gefa þessu stór­veldi nokkuð eftir af fullveldi. ÖLL veiði­rétt­indi, sem Bretar urðu nauð­ugir* jafnt sem vilj­ugir** að gefa ESB-ríkjum, vill ESB halda í þrátt fyrir Brexit!

Þetta er ljóst af minn­is­blaði frá ESB-þing­inu sem lekið var til fjöl­miðla.

Von­ir breskra sjó­manna um að Bret­land gæti end­ur­heimt fiski­miðin í kring­um landið í kjöl­far út­göngu lands­ins úr Evr­ópu­sam­band­inu gætu orðið að engu í kjöl­farið. (Mbl.is)

En þetta hafði einmitt verið eitt af því, sem mælti með úrsögn: að þá myndu brezkir sjómenn end­ur­heimta miðin að fullu til sín, í stað þess að deila þeim með Spánverjum, Hollendingum o.fl. þjóðum.

Frá þessu er greint á frétta­vef breska dag­blaðsins Guar­di­an en minn­is­blaðið, sem blaðið hef­ur und­ir hönd­um, inni­held­ur upp­kast að sjö ákvæðum sem þing­menn á Evr­ópuþing­inu vilja að verði í fyr­ir­huguðum samn­ingi á milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins um út­göngu lands­ins. Stefnt er að því að viðræður um út­göng­una hefj­ist síðar á þessu ári.

Fram kem­ur í minn­is­blaðinu „ekki verði um að ræða aukn­ingu í hlut­deild Bret­lands í afla­heim­ild­um í sam­eig­in­leg­um fiski­stofn­um (nú­ver­andi skipt­ing afla­heim­ilda verði óbreytt í lög­sögu Evr­ópu­sam­bands­ins og Bret­lands)“. Enn­frem­ur að með til­liti til skuld­bind­inga á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bær­ar veiðar sé „erfitt að sjá nokk­urn ann­an val­kost en áfram­hald­andi notk­un á sam­eig­in­legri sjáv­ar­út­vegs­stefnu sam­bands­ins“. (Mbl.is)

Þetta eru stóralvarlegar fréttir fyrir brezkan sjávarútveg, ef Brussel­mönnum tekst að þjösnast á Bretum í þessu efni. En hvaða trompspili getur Evrópu­sam­bandið spilað út í því reiptogi? Jú, sam­kvæmt minn­is­blaðinu vill sjáv­ar­út­vegs­nefnd Evr­ópuþings­ins að aðgang­ur Bret­lands að innri markaði sam­bands­ins verði háður því skil­yrði að Bret­ar "haldi áfram í heiðri rétt­indi og skyld­ur sam­kvæmt sam­eig­in­legu sjáv­ar­út­vegs­stefn­unni"!

Þarna stendur sem sé til að nota aðgang að innri markaðnum sem þumal­skrúfu á Breta að gefa áfram eftir fisk­veiði­réttindi sem ESB-ríki höfðu fengið í brezkri fiskveiðilögsögu vegna ESB-aðildar Breta! Nú vill Evrópusambandið í ágirnd sinni múra það inn sem óbreytanlegt, en kannski meðfram til að fæla önnur meðlimaríki frá því að endurtaka Brexit-leikinn. Frexit yrði, fá Frakkar hér með að vita, þeim ekki að kostnaðarlausu né til að endurheimta frelsi sitt að fullu.

Svo eru sumir hér á Íslandi sem ímynda sér, að veiði­réttur hér við land sé eða öllu heldur yrði ekki mikils virði fyrir Evrópu­sambands­ríki! Samt er árlegur afli hér við land margfaldur á við það sem veiðist í brezkri lögsögu! Og vitnisburður spænskra ráðherra*** var t.d. órækt vitni um það, hversu mikill ávinning Spán­verjar sáu í Össurar-umsókninni 2009 fyrir sinn eigin sjávarútveg.

Bresk­ir sjó­menn hafa lengi verið gagn­rýn­ir á sam­eig­in­lega sjáv­ar­út­vegs­stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins. (Mbl.is) Ekki er við það komandi hjá sjáv­ar­út­vegs­nefnd ESB-þings­ins að þessir brezku sjómenn hafi sitt fram; aðgang­ur að innri mark­aði sam­bands­ins á áfram að vera háður þessu skil­yrði: að Bret­ar beygi sig fyrir sam­eig­in­legu sjáv­ar­út­vegs­stefn­unni, en ekki aðeins það, heldur þetta að auki:

Sjáv­ar­út­vegs­nefnd­in vill enn­frem­ur að fiski­skip frá ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins geti áfram siglt und­ir bresk­um fána, en greint hef­ur verið frá því að hol­lenska út­gerðarfé­lagið Cornel­is Vr­olijk veiði 23% afla­heim­ilda í enskri lög­sögu að því er seg­ir í frétt­inni. Enn­frem­ur að fiski­skip frá Evr­ópu­sam­band­inu verði að njóta sömu rétt­inda í Bretlandi og bresk fiski­skip. Ekki verði heim­ilt að setja skil­yrði sem gætu hindrað starf­semi þeirra inn­an Bret­lands. (Sama frétt, leturbr. JVJ.)

Og það er hnykkt á öllu þessu í minn­is­blaði ESB-þingnefndarinnar, þ.e.

að framtíðartengsl Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði sjáv­ar­út­vegs­mála verði að skoða í sam­hengi við vilja Breta til þess að halda nán­um tengsl­um við sam­starfs­ríki inn­an sam­bands­ins og innri markað þess. „Sér­hver samn­ing­ur sem trygg­ir aðgang Bret­lands að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins verður að tryggja aðgang að fiski­miðum Bret­lands fyr­ir fiski­skip sam­bands­ins. (Mbl.is)

Og nú geta ESB-innlimunarsinnarnir barið sér á brjóst í hugmóði yfir því, hvílíkt sé sjálfstraust og stærilæti Brusselmanna gagnvart gamla brezka ljóninu, sem þeir vilja gjarnan að lyppist niður í búri sínu og hími þar áfram undirgefið við svipuhöggin frá Brussel og Strassborg. En brezkir sjómenn eiga örugglega eftir að láta í sér heyra vegna þessa yfirgangs.

Jón Valur Jensson.

* Í dómsmálum, þar sem ESB-dómstóllinn í Lúxemborg hafði úrslitavaldið, ESB-ríkjum í hag. Sjá nánar: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Skýrsla Evrópunefndar. Forsætisráðuneytið, Rv. 2007, bls. 99-100, sbr. einnig hér: ESB tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!
** Í inntökusáttmála Stóra-Bretlands.
LESIÐ ennfremur:

mbl.is ESB vill veiða áfram við Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband