Fljóta þingmenn sofandi að feigðarósi gagnvart EES-máli sem stefnir í fullveldis­framsals­brot gagnvart stjórnarskrá?

Menn ættu að lesa stór­alvar­lega frétt um þings­álykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um að Ísland gang­ist und­ir yfirþjóðlegt fjár­mála­eft­ir­lit ESB gegn­um Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA). Þetta fæli í sér framsal á fram­kvæmd­ar­valdi og dómsvaldi að ein­hverju leyti, segir Björg Thorarensen, og "íþyngj­andi ákv­arðanir ... gagn­vart lögaðilum og ein­stak­ling­um hér á landi, sem tekn­ar yrðu af sér­hæfðum eft­ir­lits­stofn­un­um ESB á fjár­mála­markaði."

Framsal sam­kvæmt EES-samn­ingn­um hafi upp­haf­lega einkum snú­ist um eitt svið, þ.e. sekta­vald á sviði sam­keppn­is­mála, en síðan hafi fleiri og óskyld svið bæst við (Mbl.is),

og hér er það enn að gerast -- skref í þá átt í þessari óafgreiddu, stórhættu­legu þings­álykt­unartillögu, en þingmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis virðast fljóta þar sofandi að feigðarósi.

Upphaflegur flutnings­maður þings­ályktunar­tillögunnar var Gunnar Bragi Sveinsson, þáv. utanríkisráðherra!

Grein Hjartar J. Guðmundssonar um málið á Mbl.is er afar skýr og öflug að efni til og rekur vel öll helztu málsatriði, og þar er viðtal hans við Björgu Thor­aren­sen, laga­prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í stjórn­skip­unarrétti, þunga­miðjan, og rennur fullveldis­sinnum nánast kalt vatn milli skinns og hör­unds að lesa það sem fram kemur í máli hennar. Og HÉR er sú afar fróðlega grein og ekkert of löng fyrir neinn að lesa.

Hér er hins vegar eldri frétt um málið: Stenst ekki stjórn­ar­skrána.

Hér er trúlega eitt þeirra tímavillumála, þar sem alþingismenn fylgjast ekki með þróun mála og láta kerfiskarla í Brussel komast upp með að tala sig til að draga okkur enn meira undir sitt áhrifasvið til að fjötra okkur í sína valdrænandi skriffinnsku. Þegar sjálfur Þorbjörn Þórðarson, vel hæfur, upplýstur viðskipta­blaðamaður Fréttablaðsins og Stöðvar 2, er farinn að skrifa tvívegis nýlega leiðara í Fréttablaðið, þar sem hann varar við tvíbentum ávinningi og jafnvel skaðsamlegum áhrifum EES-samningsins, þá ættu alþingismenn að taka við sér og einsetja sér að flana ekki að neinu í þessu alvörumáli sem hér var um rætt.

Umfram allt má ekki afgreiða þetta mál í bráðræði á lokadögum þessa þings, heldur leggjast aftur vel yfir allt málið og leita umsagna um þings­ályktunar­tillöguna hjá færum stofnunum, samtökum og einstaklingum utan þings, en fram kemur á þessari vefsíðu Alþingis, að einungis var send umsagnarbeiðni um málið til EINS aðila! ("Allar umsagnabeiðnir (1).")

Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð Alþingis í stórmáli!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Verður ekki lengra komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband