Geðþekkur maður er ekki endilega tilvalinn alþingismaður

Pawel Bartoszek, lengi "hlynnt­ur inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið", gengur nú í Viðreisn, um leið og hann segir sig úr Sjálf­stæðis­flokki. Hann var einn margra ESB-manna sem kyngdu þeirri ósvinnu að taka sæti í ólög­legu "stjórn­laga­ráði", eftir að kosning 25 manna til stjórn­laga­þings var ógilt að fullu og öllu af Hæsta­rétti og kjörbréf þeirra aftur­kölluð af yfir­kjörstjórn. Hann var þar með reiðubúinn að láta tilganginn helga meðalið til að fá að freista þess að ráða einhverju um þá stjórnar­skrá Íslands, sem hann vanvirti í raun með því að óvirða úrskurð fullskipaðs Hæstaréttar.

Pawel sýndi eftir á, að hann var ekki sammála 24 félögum sínum í ólögmæta ráðinu um allt, og manninum er ekki alls varnað um ýmsar forréttinda­skoðanir sínar, sem hann hefur fengið mikið rými til að kynna í greinum og bakþönkum í Fréttablaðinu.

En kjörinn er hann ekki fremur en aðrir frambjóðendur "Viðreisnar" til að vinna af heilindum að því að efla Ísland og styrkja rétt þess í samfélagi þjóðanna. Allir þjónar Evrópu­sambandsins, í orði eða borði, eru í sjálfum sér af þeirri ástæðu einni vanhæfir til setu á þjóðþingi Íslendinga, rétt eins og Pawel var vanhæfur til að véla um stjórnarskrá Íslands fyrir nokkrum misserum.

Enginn, sem vill gera Alþingi að undirþingi Evrópu­sambandsins og gefa því síðastnefnda æðstu völd hér í laga- og dómsmálum, þar sem í milli ber um landslög og laga­gerninga póten­tátanna í Brussel, getur talizt hæfur til fundar­setu á því löggjafar­þingi, sem svo lengi mótaðist af anda frelsishetjunnar Jóns Sigurðssonar.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Pawel gengur til liðs við Viðreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband