Endalaust reyna ESB-sinnar, á Bretlandi sem Íslandi, að halda áfram róðrinum í gremju sinni yfir Brexit. Rúv í sorgarlit!

Vesalings þingmaðurinn Dav­id Lammy, Verka­manna­flokknum, á ekki annað svar við Brexit-þjóðar­at­kvæðagreiðslunni á fimmtu­dag­inn en að óvirða hana. Átti hún þó að ákvarða um framtíð Bret­lands í eða utan Evr­ópu­sam­bandsins.

Seg­ir hann að mál­flutn­ing­ur þeirra sem hafi viljað úr sam­band­inu væri þegar að liðast í sund­ur og sum­ir óskuðu þess að hafa ekki kosið með því.

Þetta eru engin rök gegn nærri 1,3 milljónar meirihluta, enda hefur fjöldi manns áttað sig á því eftir á, að gróflega voru notuð fjarstæðukennd hræðslurök gegn úrsögninni, og voru þau engu skárri en Norður-Kóreu-einangrunarrök fylgis­manna Icesave á Íslandi.

Þrjátíu og þrjár og hálf milljón Breta tók þátt í atkvæðagreiðslunni, 71,8% atkvæðisbærra, og er það hæsta hlutfall þeirra í kosningum allt frá kosningu til brezka þingsins 1992 (BBC).

Brezki Verkamannaflokkurinn ætti nú fyrst að reyna að komast í sátt við sjálfan sig (samanber þessa frétt), áður en hann fer að taka lýðræðislegt vald frá almenningi.

En fóstbróðir þessarar ESB-eftirlegukindar í Verkamannaflokknum er meðal annarra Árni Páll Árnason í Samfylkingunni sem leggur ekki meira upp úr lýðræðinu, sem þarna býr að baki, en svo, að hann kallar það „furðuflipp“ af Cameron, forsætisráðherra Breta, að leyfa þessu að gerast! 

Menn hafa einnig veitt athygli undarlegum viðbrögðum Fréttastofu Rúv við tíðindunum frá Bretlandi. Þar hafa fréttamenn allt á hornum sér varðandi afstöðu almennings og voru reyndar í sorgarsjokki strax á föstudagsmorgun, eins og glöggt mátti heyra á fréttamönnum og dagskrárgerðarfólki þar!

Rúvarar finna ýmislegt sér til sárabóta eða öllu heldur til að bíta frá sér: slá því til dæmis upp, að Donald Trump sé ánægður með niðurstöðuna (og þá eigi hún náttúrlega ekki að geta verið góð, skv. forskriftum Rúv), ennfremur séu ISIS-samtökin ánægð með útkomuna! Engin uppsláttarfrétt um aðal-niðurstöðuna finnst á vefsíðu Rúv um Evrópusambandsmál, þess í stað reynt að hjakka í öllu því sem Rúvurum þykir við hæfi til að varpa rýrð á þessa ákvörðun almennings. Það er ekki eins og Rúv geti verið hlutlaust í þessu máli, svo heiftarlega hlutdrægir eru starfsmenn þess. Það hafa þeir einmitt verið líka gagnvart viðleitni sjálfstæðissinna á Íslandi til að bægja frá okkur ásókn ESB-þjóna í að gera land okkar að undirlægju Brussel-valdsins, og eiga þessir fjölmiðlamenn þó að heita starfsmenn lýðveldisins, ekki evrópska stórveldisins!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Vill hunsa þjóðaratkvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband