Guðni Th. Jóhannesson er ekki einarður verjandi landsréttinda

Guðni Th. Jóhannesson.

Það er ekkert hald í Guðna. Hann er ljúfmenni, en var kjark­laus í Ice­save-mál­inu. Í stað skýrrar höfn­unar ljær hann svo máls á því, að Ísland geti geng­ið í ESB og að því geti fylgt "kostir".

Hann talar um að hann sé ekki [principielt] á móti því að sækja um að Ísland fari inn í Evrópusambandið, ef allar kröfur okkar verði uppfylltar, en þær gætu nú verið harla vægar af hálfu Samfylkingar-stýrðrar ríkisstjórnar!

Í viðtali einn innhringjandann á Útvarpi Sögu síðdegis á mánudag nefndi Guðni það sem einn "kost" við að fara inn í ESB, að við fengjum eitthvað annað en óstyrka krónu með háum vöxtum; en með þessu afhjúpaði hann í senn vanþekkingu sína (því að vel er hægt að setja lög um hámarksvexti hér án þess að fara inn í ESB*) og birti veikleika sinn fyrir Evrópu­sambandinu og að hann kippi sér ekkert upp við, að löggjöf þess yrði á öllum sviðum æðri okkar löggjöf, en okkar eigin lög yrðu víkjandi í hverju einasta tilfelli þar sem íslenzk og ESB-lög rækju hornin hvor í önnur.

Í viðtali Guðna við undirritaðan í sama þætti kom fram, að hann greiddi atkvæði með Buchheit-samningnum um Icesave, samningi sem væri nú búinn að kosta þjóðina 80 milljarða króna útgjöld í vexti, en í erlendum gjaldeyri, auk þess að koma í veg fyrir EFTA-sýknudóminn!

Þetta var ekki bara spurning um atkvæði þessara 40% sem létu blekkjast af áróðri til að trúa að við hefðum ekki réttinn og gætum ekki unnið málið fyrir EFTA-dómstólnum, heldur gerðust þeir þar með þátttakendur í atlögu Breta og Hollendinga og þýja þeirra að ríkissjóði Íslands og orðstír þjóðarinnar. 

Guðni kaus að að ganga ekki gegn straumi þeirra aðila sem voru hér olnboga­frekastir í málinu. En það gerði hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson af alkunnri snilld og karlmennsku. Og það gerði reyndar Davíð Oddsson líka með glöggum leiðaraskrifum í Morgunblaðið og það jafnvel þótt mestallur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði með Buchheit-lögunum.

Forseti Íslands bjargaði málinu með grasrótinni og atfylgi þeirra 60% kjósenda, sem sýndu meira hugrekki og sjálfstæðishug en Guðni Th. Jóhannesson.

En umfram allt: Maðurinn er veikur fyrir Evrópusambandinu. Það er alger frágangssök fyrir forsetaframbjóðanda. Engin inngönguríki í ESB komast hjá því að framselja þangað æðsta og ráðandi löggjafarvald. Þeir menn eiga virkilega bágt sem skilja þetta ekki og hrikalegar afleiðingar slíks.

Það var þó síður en svo slæmt að fá þetta á hreint frá þessum frambjóðanda - þvert á móti nauðsynlegt að sjá, að við getum ekki kosið slíkan mann, því að forseta kjósum við fyrir hag og heill þjóðar okkar, ekki til að þókknast viðkomandi, þótt vel gefinn sé, eða til þess einfaldlega að svara brosi með brosi aulans.

* Sbr. ennfremur Má Wolfgang Mixa sem bendir á, að gæði lánveitinga á Íslandi hafa verið slök og að því hafi "stöðugt [þurft] að afskrifa allt of stóran hluta útlána. Slíkur kostnaður er dekkaður með því að hækka raunvexti fyrir alla hina." Nánar hér í grein: Hærri raunvextir hér en í nágrannaríkjum hafa ekkert með gjaldmiðil okkar að gera, sem byggist á upplýsingum frá Má Wolfgang Mixa.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Guðni Th. með afgerandi forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband