Össur Skarphéðinsson nuddar sér utan í forsetann, telur sig með tvöfeldni komast á Bessastaði

Það var þá helzt, að Össur yrði "hinn eðli­legi arf­taki Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar"! Upp­sleiki­háttur Ö.Sk. við for­set­ann í grein í Fréttabl. í sl. viku olli klígju; hann þóttist jafn­vel ánægður með frammi­stöðu forset­ans í Icesave-málinu, og samt var Össur þá sjálfur í fjanda­liði forsetans og stóð að þing­samþykkt allra Icesave-frum­varpanna!

Össur gefur þarna skýrt og sorglegt dæmi um tvöfeldni stjórnmálamanns. Ætlum við að kjósa slíkan mann á Bessastaði? – jafnvel með þeim orðum, að hann sé verðugur arftaki Ólafs Ragnars Grímssonar?!*

Svo sniðgekk og vanvirti Össur stjórnarskrárbundið vald forsetans í sambandi við þingsályktunartillögur um "mikilvæg stjórnarmálefni" eða "mikilvægar stjórnarráðstafanir" (eins og það heitir í 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar) –– þetta gerðist einmitt með ólögmætri afgreiðslu ESB-umsóknarinnar, þegar Össur í embætti utanríkisráðherra SNUÐAÐI Ólaf Ragnar um fyrir­mæltan rétt hans til að skrifa eða skrifa EKKI upp á þings­ályktunar­tillögu hins veika meirihluta Alþingis sem vildi sækja um inngöngu í stórveldið, sjá nánar hér: http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1309618/ 

Sá réttur forsetans hefði getað opnað þjóðinni aðkomu að málinu, þvert gegn andstöðu Össurar og Jóhönnustjórnarinnar allrar við tillögur um að leggja það umsókn­armál undir þjóðaratkvæði.

Er Össur þá réttmætur erfingi herra Ólafs Ragnars? ––Svari því hver fyrir sig!

* Sbr. grein Egils Helgasonar á Eyjunni í liðinni viku (endurbirta í DV): Pólitísk hjaðningavíg í forsetakosningum? – en hún endar þannig (og felur í sér alveg rétt mat á Fréttablaðs-skrifum Össurar): 

"... Össur er hins vegar mjög altillegur þegar forsetakosningarnar ber á góma og í síðustu viku birti hann grein sem hafði það inntak að hann væri hinn eðlilegi arftaki Ólafs Ragnars Grímssonar."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Baráttan um Bessastaði harðnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband